Fréttablaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 12
12 22. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR
Haffræði- og sjómæl-
ingaskip í eigu franska
sjóhersins liggur í
Reykjavíkurhöfn meðan
áhöfnin hvílist og teknar
eru nýjar vistir. Skipið er
mjög nútímalegt og er
eitt afkastamesta skip í
heimi hvað varðar sjó-
mælingar. Berenguer
skipstjóri leyfði blaða-
mönnum að skoða skipið
á dögunum.
Hann baðar út öngum eins og
Frökkum er einum lagið þegar
hann lýsir stærð og getu haf-
fræði- og sjómælingaskipsins
Beautemps-Beaupré. Philippe
Berenguer skipstjóra er mikið í
mun að sannfæra fólk um ágæti
skips síns enda er það eitt afkasta-
mesta skip í heimi hvað varðar
sjómælingar.
Beaupré er mjög nútímalegt
haffræði- og sjómælingaskip í
eigu franska sjóhersins og liggur
nú við landfestar í Reykjavíkur-
höfn. Það hefur verið lengi á sjó
við ýmsar sjómælingar og rann-
sóknir og því kærkomið fyrir
áhöfn skipsins að hvíla lúin sjó-
mannsbein á Íslandi meðan safn-
að er vistum.
Berenguer er annar tveggja
skipstjóra sem hafa stjórnina á
Beaupré undir höndum. Áhafnirn-
ar eru tvær og vinnur hvor um sig
í fjóra mánuði í senn en skipið er
á ferðinni allt árið um kring.
Áhöfnin samanstendur af um 30
sjóliðum og 20 vísindamönnum en
skipið hefur tvennan tilgang;
annars vegar að stunda sjómæl-
ingar og hins vegar að safna gögn-
um til að athuga áhrif sjós og and-
rúmslofts á veður. Þar sem haf-
straumar liggja um alla jörðina
ferðast skipið um allan heim.
Skipið er vel útbúið til hafrann-
sókna og hefur því verið fengið til
að leysa af hendi ýmis verkefni á
alþjóðavettvangi. Til dæmis var
það fengið til Indónesíu til að
athuga afleiðingar jarðskjálftans
við flekaskilin. Þá var það fyrir
stuttu fengið til þess að leita að
svarta kassa flugvélar sem fórst á
hafi. Fjórar tilraunastofur eru um
borð og er bæði hægt að rannsaka
sýni um borð en einnig hægt að
frysta þau og flytja á land til frek-
ari rannsókna.
Berenguer segir lítinn frítíma
skapast á skipinu enda sé áhöfnin
fáliðuðu miðað við stærð skipsins.
Þegar menn eru ekki að sinna
skylduverkum séu þeir í þjálfun
og til dæmis gangi kokkurinn í
ýmis önnur verk en í eldhúsinu.
Þar sem menn eru fjarri fjöl-
skyldum sínum í fjóra mánuði í
senn er það kannski af hinu góða
að frítíminn sé sem minnstur.
Berenguer gerir þó lítið úr vinnu-
tímanum. „Þetta er líf hermanns-
ins,“ segir hann, sem ætlar þó að
leyfa sér að slaka á meðan hann er
hér á landi. Mestan áhuga hefur
hann á að stunda sundlaugarnar
en Bláa lónið og gullni hringurinn
eru þó einnig á dagskrá.
solveig@frettabladid.is
Guðmundur Týr Þórarinsson, betur
þekktur sem Mummi í Götusmiðjunni,
er ánægður með þá niðurstöðu Al-
þjóða hvalveiðiráðsins að fella tillögu
Japana um að leyfa takmarkaðar veið-
ar í atvinnuskyni. „Mér finnst að það
megi alls ekki leyfa hvalveiðar,“ segir
Mummi og finnst sorglegt að litið sé á
það sem tap mannsins hvað hvalurinn
étur mikið. „Þetta yfirskin „vísindaveið-
ar“ er bara dulbúnar hvalveiðar,“ segir
hann og finnst að Íslendingar verði að
finna aðra lausn á fjármálum sínum.
Mummi er hræddur um að það endi á
því að hvalir verði veiddir. „Þegar tog-
ararnir fara að koma hálftómir heim
byrjar firringin. Við stefnum í að blóð-
mjólka þessa jörð og á endanum
verða þeir drepnir,“ segir hann og telur
mikið meðvitundarleysi ríkja hjá mann-
kyninu gagnvart náttúrunni.
MUMMI Í GÖTUSMIÐJUNNI
Vísindavei›ar
eru dulbúnar
hvalvei›ar
HVALVEIÐAR Í ATVINNUSKYNI
SJÓNARHÓLL
Það var gott að komast af stað á mánudaginn eftir langan og strangan
undirbúning. Upphitunin við Sjónarhól og hlý hvatningarorð hleyptu í
okkur eldmóði og ánægjulegt að fá fylgd vina og vandamanna fyrsta
spölinn. Allt gekk vel í fyrstu eða þar til Lína langsokkur heltist úr lest-
inni en tuskubrúðan Lína er með í för. Henni hafði verið komið fyrir í
beltisstreng Bjarka og í einhverju skrefinu hrökk hún upp úr án þess
að við tækjum eftir því. Þegar upp komst um óhappið snéri Tómas við
og fann hana í vegarkantinum og verður hennar tryggilegar gætt hér
eftir.
Fyrsta daginn gengum við að Litlu kaffistofunni og héldum þaðan í
gærmorgun eftir kaffi og pönnukökur.
Við gengum sem leið lá upp Hellisheiðina og niður gömlu Kambana.
Þar var engin umferð og þægilegt að ganga. Við komum svo í Hvera-
gerði um miðjan dag í gær. Ein og ein blaðra hefur skotið upp kollin-
um á tánum á okkur en það er ekkert sem ekki má plástra yfir.
Bjarki hefur ákveðið að bjóða hár sitt til sölu og er það falt þeim sem
hæst býður. Ágóðinn rennur til Sjónarhóls og koma peningarnir sér vel
á þeim bæ.
Ekki er víst að greiningadeildir bankanna telji þetta góða fjárfestingu
en við erum vissir um að svo sé og færi þeim sem kaupir ómælda
ánægju. Hafir þú áhuga getur þú haft samband við okkur í síma 695-
7010.
Í dag göngum við frá Hveragerði að Vegamótum.
Bestu kveðjur, Bjarki og Guðbrandur.
Lína stakk af og hári› hans Bjarka til sölu
HALTUR LEIÐIR BLINDAN: PÓSTKORT FRÁ BJARKA OG GUÐBRANDI
nær og fjær
„Albufeira greip mig
strax. Bærinn virka›i á
mig í fyrstu líkt og Pat-
reksfjör›ur flar sem ég
bjó einu sinni og lei›
mjög vel.“
LINDA FREITAS VEITINGAMAÐUR Í
PORTÚGAL Í MORGUNBLAÐINU.
„Ég held a› fla› séu
ekki háar sektir vi› flví
a› skreyta styttur bæj-
arins flví flá flyrfti nú
a› fara a› sekta allar
dúfurnar sem eru alltaf
a› skíta á flær.“
SALVÖR GISSURARDÓTTIR FEMÍNISTI Í
FRÉTTABLAÐINU.
OR‹RÉTT„ “
Íþróttahúsin í Vesturbyggð:
Klif, Bylta
e›a Uppsalir
Íbúar Vesturbyggðar eiga nú það
erfiða verk fyrir höndum að velja
nafn á nýrisin íþróttamannvirki á
Bíldudal og Patreksfirði. Til að
létta sér
verkið greip
bæjarstjórn
til þess ráðs
að leita inn-
blásturs hjá
almenningi,
enda hafa þorpin alið af sér and-
ans menn á borð við Jón úr Vör og
Jón Kr. Ólafsson.
Nú hefur bæjarstjórn valið út
fjögur nöfn fyrir hvort hús sem
fólki gefst kostur á að kjósa um á
Netinu. Á Patreksfirði koma nöfn-
in Klif, Brattahlíð, Miðvangur og
Íþróttamiðstöð Patreksfjarðar til
greina en á Bíldudal koma til
greina Byltan, Uppsalir, Kistan og
Deiglan. Lýðræðið verður þó ekki
þráðbeint því bæjarstjórn mun
hafa niðurstöður kosninganna til
hliðsjónar þegar endanlegt nafn
verður valið. Hægt er að greiða
atkvæði á vefsíðunum patreks-
fjordur.is og arnfirdingur.is en
kosningunni lýkur á miðnætti í
kvöld. -bs
Fljótandi tilraunastofa
SKIPSTJÓRINN Philippe Berenguer lýsir því af ákafa hvernig vísindarannsóknum er háttað um borð í Beautemps-Beaupré.
BEAUTEMPS-BEAUPRÉ Franski
fáninn blakti við hún þegar skipið
lagðist að bryggju í Reykjavík.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N