Fréttablaðið - 22.06.2005, Side 61

Fréttablaðið - 22.06.2005, Side 61
Lið umferða 1-6 í Landsbankadeildinni: Sex Valsmenn í li›inu FÓTBOLTI Spútniklið Vals í Lands- bankadeildinni á hvorki fleiri né færri en sex leikmenn í liði um- ferða 1-6 hjá Fréttablaðinu. Þar á meðal eru varnarmennirnir Grét- ar Sigfinnur Sigurðsson, Atli Sveinn Þórarinsson og Bjarni Ólafur Eiríksson. Atli Sveinn fer reyndar í liðið sem djúpur miðjumaður þar sem leikmaður umferða 1-6 hjá Frétta- blaðinu, FH-ingurinn Auðun Helgason, fær sætið við hlið Grét- ars í miðri vörninni. Fyrir aftan vörnina er síðan hinn trausti markvörður Fylkis, Bjarni Þórður Halldórsson, og félagi hans í Fylki, Helgi Valur Daníelsson, er hægri bakvörður. Íslandsmeistarar FH eiga tvo fulltrúa í þessu liði og hinn er markahæsti leikmaður deildar- innar, Tryggvi Guðmundsson, sem hefur hreinlega farið á kostum. Stoðsendingakóngur deildarinnar, Guðmundur Benediktsson, er í hlutverki framliggjandi miðju- manns og félagi hans í Valsliðinu, Baldur Aðalsteinsson, er kant- maður rétt eins og Tryggvi. Í framlínunni eru síðan Valsar- inn sprettharði Matthías Guð- mundsson og kameljónið Sinisa Valdimar Kekic, sem í raun er gjaldgengur í allar stöður á vellin- um þar sem hann hefur leikið ansi margar stöður í fyrstu leikjum mótsins. MIÐVIKUDAGUR 22. júní 2005 21 ALLT GETUR GERST ÚTI Á RÚMSJÓ LAUGARNAR Í REYKJAVÍK itr.is SUN MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU ÁRBÆJARLAUG BREIÐHOLTSLAUG GRAFARVOGSLAUG KLÉBERGSLAUG LAUGARDALSLAUG SUNDHÖLLIN VESTURBÆJARLAUG ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IT R 2 8 7 8 2 /0 6 .0 5 4-4-2 Bjarni Þórður Matthías Baldur Tryggvi Guðmundur Ben. Atli Sveinn Bjarni ÓlafurHelgi Valur GrétarAuðun Kekic HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 19 20 21 22 23 24 25 Miðvikudagur JÚNÍ ■ ■ LEIKIR  20.00 Haukar og Fjölnir mætast á Ásvöllum í A-riðli 1. deildar kvenna.  20.00 ÍR tekur á móti Þrótti á ÍR-velli í A-riðli 1. deildar kvenna.  20.00 Fylkir fær HK/Víking í heimsókn á Fylkisvöll í A-riðli 1. deildar kvenna. ■ ■ SJÓNVARP  07.00 Olíssport á Sýn.  07.30 Olíssport á Sýn.  08.00 Olíssport á Sýn.  03.30 Olíssport á Sýn.  15.15 Olíssport á Sýn.  16.30 NBA - úrslit á Sýn.  18.30 Álfukeppnin á Sýn.  20.35 Landsbankadeildin á Sýn. Umferðir 1-6 gerðar upp í beinni útsendingu.  21.35 Álfurkeppnin á Sýn.  23.15 Olíssport á Sýn.  23.15 Vestfjarðavíkingurinn 2004 á RÚV.  00.30 Álfukeppnin á Sýn. VISA-bikarkeppnin í fótbolta: Stórleikur ÍBV og Vals FÓTBOLTI Það verður stórleikur á dagskrá strax í átta liða úrslitun- um í kvennaflokki, en þar taka bikarmeistarar ÍBV á móti Ís- landsmeisturum Vals í Vest- mannaeyjum. Allir leikirnir í 8 liða úrslitum kvenna munu fara fram þriðjudaginn 12. júlí. Í karlaflokki fara leikirnir fram dagana 4. og 5. júlí, en þar vakti athygli að aðeins tvö lið úr efstu deild drógust saman í 16 liða úrslitunum, Grindavík og Fylkir. Fréttablaðið náði tali af Þorláki Árnasyni, þjálfara Fylkismanna og spurði hann hvernig honum lit- ist á andstæðinga sína í bikarnum. „Mér líst bara mjög vel á að mæta Grindvíkingum. Þeir eru með mjög vel spilandi lið og staðan í deildinni skiptir engu máli þegar í þessa keppni er komið,“ sagði Þorlákur. - bb 16-LIÐA ÚRSLIT VISA-BIKARS KARLA: Víkingur - KR FH - KA Þór - Fram Grindavík - Fylkir ÍBV - Njarðvík Valur - Haukar HK - Keflavík ÍA - Breiðablik 8-LIÐA ÚRSLIT VISA-BIKARS KVENNA: Breiðablik - Keflavík Fjölnir - ÍA Stjarnan - KR ÍBV - Valur Á LEIÐ TIL EYJA Valsstúlkur eru á leið til Eyja þar sem ÍBV bíður þeirra í VISA- bikarnum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.