Fréttablaðið - 22.06.2005, Side 4
SJÁVARÚTVEGUR „Þessi niðurstaða
er auðvitað vonbrigði. Við vorum
að vonast til þess að niðurstaðan
myndi miða eitthvað í áttina,“
sagði Árni Mathiesen sjávar-
útvegsráðherra eftir að ljóst var
að tillaga Japana á ársfundi Al-
þjóðahvalveiðiráðsins um að
hafnar yrðu hvalveiðar í atvinnu-
skyni hafði verið felld. Hann
sagði aðspurður engar hugmyndir
um annað en að Íslendingar sætu
áfram í Alþjóðahvalveiðiráðinu.
„Við getum ekki stundað hval-
veiðar, hvort sem er vísindaveiðar
eða veiðar í atvinnuskyni, nema
vera innan einhverrar stjórnunar-
stofnunar og Alþjóðahvalveiðiráð-
ið er eina stjórnunarstofnunin
sem býðst og því verður það svo,“
sagði Árni.
Tillaga Japana um að hafnar
yrðu hvalveiðar í atvinnuskyni
var felld með meirihluta atkvæða
á fundinum í Suður-Kóreu en til
þess að heimilt yrði að hefja veið-
ar þurfti þrjá fjórðu hluta allra
atkvæða fundarins.
Stefán Ásmundsson, formaður
íslensku sendinefndarinnar, sagði
að niðurstaðan kæmi honum ekki á
óvart en dagskrá fundarins væri
ekki tæmd og því væru menn enn
að ræða ýmis atriði sem meðal
annars snerust um hvalveiðar í
atvinnuskyni. Auk þess hefði verið
lagt hart að Japönum að hætta við
áform sín um að tvöfalda kvóta
veiddra hvala í vísindaskyni.
„Viðræður standa enn yfir og
verið er að ræða ýmis mál en
þetta er eins og við var að búast
og við verðum enn að sætta okkur
við að veiðar eru aðeins heimil-
aðar í vísindaskyni,“ segir Stefán.
Engar hvalveiðar hafa verið
stundaðar hér á landi í atvinnu-
skyni frá því árið 1986 en nú
standa yfir veiðar í vísindaskyni.
Frá því að mælingar hófust árið
1948 hafa verið veiddir hér á landi
tæplega sautján þúsund hvalir en
aðeins nokkur hundruð þeirra eru
veiddir í vísindaskyni og til stend-
ur að þeim veiðum verði hætt árið
2006. hjalmar@frettabladid.is
KAUP
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
65,8 66,2
119,75 120,33
79,55 79,99
10,68 10,74
10,12 10,18
8,60 8,65
0,60 0,60
96,26 96,84
GENGI GJALDMIÐLA 21.06.2005
GENGIÐ
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
SALA
4 22. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR
SVEITASTJÓRNARMÁL Hugmyndir
kvikmyndafyrirtækis um upptökur
í Krísuvík voru kynntar á fundi
skipulags- og bygginganefndar
Hafnarfjarðar í gær. Um er að ræða
stríðsmynd, en einn af forsvars-
mönnum fyrirtækisins er leikarinn
og leikstjórinn Clint Eastwood.
„Deilur standa núna aðallega um
gróður, en búið er að haga tillögunni
þannig að hún kemur ekki nálægt
neinum fornminjum eða neinu
slíku,“ segir Bjarki Jóhannesson,
forstöðumaður skipulags- og bygg-
ingasviðs Hafnarfjarðarbæjar.
Skiptar skoðanir eru um þau áhrif
sem upptökurnar gætu haft á gróð-
ur í Krísuvík, sem er hluti af
Reykjanesfólkvanginum. Um-
hverfisnefnd Hafnarfjarðarbæjar
skilaði neikvæðri umsögn um
málið, en á fundinum voru aðrir
aðilar sem staðhæfðu að upptökurn-
ar hefðu mjög lítilvæg áhrif á
gróðurlífið, sem auðveldlega yrði
hægt að bæta fyrir.
Málið verður tekið fyrir í skipu-
lags- og byggingarráði í vikunni og
líklega liggur niðurstaða fyrir í
byrjun næstu viku, en endanleg
ákvörðun liggur hjá bæjarráði
Hafnarfjarðar. - at
Sjávarútvegsrá›herra segir
ni›urstö›una vonbrig›i
Tillaga Japana um a› hafnar yr›u hvalvei›ar í atvinnuskyni var felld á ársfundi Alfljó›ahvalvei›irá›sins í
gær. Sjávarútvegsrá›herra segir ni›urstö›una vonbrig›i en íhugar ekki úrsögn úr rá›inu.
Sakamenn á Norðurlöndum:
Framsal au›-
velda›
NORÐURLÖNDIN Dómsmálaráðherr-
ar Norðurlandanna náðu sam-
komulagi um ný samningsdrög
um framsal sakamanna. Gert er
ráð fyrir að málsmeðferð um
framsal sakamanna milli Norður-
landanna verði stytt og einfölduð.
Ráðherrarnir voru á árlegum
fundi, sem að þessu sinni var
haldinn í Danmörku. Þar var
einnig meðal annars rætt um
mörk milli dómstóla á alþjóðavísu
og innan lands og kom fram að
það sætti vaxandi gagnrýni á
þjóðþingum ríkjanna að alþjóða-
dómstólar færu inn á valdasvið
þeirra. ■
Maður keypti bíl:
Dæmdur fyr-
ir skjalafals
DÓMSTÓLAR Fertugur maður hlaut
í gær sex mánaða fangelsisdóm
í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir
að falsa áritun þrítugrar konu á
skuldabréf sem hann notaði til
að kaupa bíl á bílasölu í Reykja-
vík.
Bréfið var gefið út í júní 2001
og konan óafvitandi komin í
ábyrgð fyrir rúmar 1,3 milljónir
króna.
Ákæra var gefin út á hendur
manninum í apríl síðastliðnum,
en hann játaði fyrir dómi.
Maðurinn hefur áður hlotið
dóma fyrir þjófnaði og til sekt-
argreiðslna vegna fíkniefna-
brots. Þrír mánuðir dómsins
voru skilorðsbundnir til þriggja
ára.
- óká
Bönnuð
innan 18
www.heineken.is
VEÐRIÐ Í DAG
200 þúsund króna sekt:
Ók dópa›ur
um borgina
DÓMSTÓLAR Tvítugur maður hefur
verið dæmdur til greiðslu
200.000 króna fyrir margvísleg
fíkniefnabrot og fyrir að aka
bifreið víða um Reykjavíkur-
borg um miðjan október í fyrra
undir áhrifum slævandi lyfs og
fíkniefna.
Hann var sviptur ökurétti í þrjá
mánuði og þarf að greiða máls-
kostnað upp á rúmar 310.000
krónur.
Upptæk voru gerð 4,8 grömm af
hassi og 13,6 grömm af
amfetamíni.
Dómurinn var kveðinn upp í
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær,
en horft var til þess að maður-
inn játaði sakargiftir og var
ekki með sakaferil sem hafði
áhrif á refsingu.
Þá stundar hann vinnu og
sækir AA-fundi.
- óká
KRÍSUVÍK Bæjarráð Hafnarfjarðar ákveð-
ur bráðum hvort Clint Eastwood og
félögum verði leyft að taka upp kvik-
mynd á svæðinu.FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Eastwood í Krísuvík:
Hafnfir›ingar tvístígandi
ÁRNI MATHIESEN
„Engar hugmyndir um
annað en að við verð-
um áfram í Alþjóða-
hvalveiðiráðinu.“
Veiðum
hætt
1954
Veiðar hófust
1974
Veiðum
hætt
1959
Veiðum
hætt
1989
163
8.888
292
70
61
2.574
2.885
2.200
6
Fjöldi veiddra
hvala í vísinda-
skyni á Íslandi
1986-2004
Fjöldi veiddra hvala í atvinnuskyni á Íslandi 1986-1995
Steypi-
reyður
Lang-
reyður
Sand-
reyður
Hrefna
Lang-
reyður
Sand-
reyður
Búr-
hvalur
Hnúfu-
bakur
Hrefna
Veiðum
hætt
1982
Veiðum
lýkur
2006
Veiðum
hætt
1988
NIÐURSTAÐA ATKVÆÐAGREIÐSLU LIGGUR FYRIR Eftir að ljóst var að tillaga Japana um hvalveiðar í atvinnuskyni hafði verið felld.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P