Fréttablaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN
NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI
Farsímaframleiðandinn Sony-Ericsson
og veftónlistarfyrirtækið Napster
hyggjast bjóða símnotendum upp á þá
þjónustu að hala inn tónlist af Napster-
forritinu í gegnum farsímann. Verður
þetta mögulegt í Evrópu innan árs.
Napster var brautryðjandi í innhali tón-
listar af netinu, en var gert að hætta starf-
semi vegna þess að innhalið þótti stangast á
við höfundarréttarlög. Í dag er Napster tón-
listarsala á netinu og fá flytjendur sinn skerf
af sölunni.
Margir nýjustu farsímarnir geta spilað MP3-
tónlist en á símanum er hins vegar ekki ýkja
mikið minni. Telja þó sérfræðingar að aðeins sé
tímaspursmál hvenær síminn og MP3-spilarinn
verða eitt og sama tækið.
Sumir draga þó í efa að raunveruleg eftir-
spurn sé eftir þjónustunni: ,,Það er miklu
ódýrara að hala inn heilan geisladisk í gegn-
um netið en að fá eitt lag í símann“, sagði
John Strand, símasérfræðingur danska
ráðgjafafyrirtækisins Strand Consulting.
Hann sagði að Sony-Ericsson væri ein-
ungis að reyna að höfða til ungs fólks
með því að vinna með fyrirtæki á borð
við Napster: ,,Þótt þú farir út á lífið
með Madonnu gerir það þig ekki að
góðum söngvara“. -jsk
Ferðalög til fortíðar kunna að
vera möguleg. Tveir eðlisfræð-
ingar telja sig hafa sýnt fram á
að þversagnir í tímaferðalögum
geti ekki átt sér stað í raunveru-
leikanum en lengi hefur verið
talið að slíkar þversagnir sýni
fram á að ómögulegt sé að ferð-
ast aftur í tímann.
Klassískasta dæmið um þver-
sögn í tímaferðalögum felst í því
að einstaklingur ferðist til fortíð-
arinnar og myrði einhvern for-
feðra sinna og/eða komi í veg
fyrir eigin fæðingu. Þetta var til
að mynda vandamál Marty
McFly í Back to the Future en
hann þurfti að hafa sig allan við
til þess að foreldrar hans næðu
saman á skólaballi en ella hefði
hann sjálfur aldrei fæðst.
Ferðalög til framtíðar fela
hins vegar ekki í sér sambæri-
lega áhættu enda eru allir á stöð-
ugu ferðalagi inn í framtíðna.
Það er hins vegar vitað að hægt
er að ferðast hraðar fram í tím-
ann með því að ferðast á miklum
hraða úti í geimnum. Slík tíma-
ferðalög eiga sér stað í mýflugu-
mynd til dæmis þegar menn ferð-
ast út í geim. Þegar geimfarar
snúa til baka hafa þeir elst örlítið
minna en þeir sem voru eftir á
jörðinni.
Eðlisfræðingarnir Daniel
Greenberger og Karl Svozil hafa
unnið rannsókn sem virðist sýna
fram á að jafnvel þótt ferðast sé
aftur í tímann sé ómögulegt að
hafa áhrif á rás atburða. - þk
Asískir tölvuþrjótar hafa undan-
farið sent tölvuvírusa í miklum
mæli á opinberar stofnanir og
fyrirtæki í Bretlandi. Er um að
ræða svokallaða „trójuhesta“ en
það eru vírusar sem sendir eru á
tölvukerfi og gera sendandanum
kleift að fylgjast með öllu sem
fram fer innan kerfisins.
,,Þegar trójuhesturinn hefur
tekið sér bólfestu innan tölvu-
kerfis má nota hann til að finna
út leyniorð og leita upplýsinga
auk þess sem þeir geta leitt til
þess að tölvukerfi hrynji og
gríðarlegt magn upplýsinga tap-
ist,“ sagði talsmaður bresku
stofnunarinnar NISCC, sem
hefur yfirumsjón með tölvumál-
um í landinu, og bætti við: ,,Það
steðjar mikil hætta að innviðum
stjórnkerfisins“.
Er talið líklegt að tölvuþrjót-
arnir séu í peningaleit og freisti
þess að finna verðmætar upplýs-
ingar innan tölvukerfanna. -jsk
Engar þversagnir í tímaferðalögum
Tveir eðlisfræðingar telja að ferðalög til fortíðar feli ekki í sér þversagnir.
Engu er þó lofað um hvenær slík ferðalög verði möguleg.
AFTUR TIL FORTÍÐAR? Þeir félagar Marty
McFly og Dr. Brown þurftu að glíma við
ýmsa erfiðleika þegar þeir ferðuðust til for-
tíðarinnar á deLorean sportbíl.
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/A
FP
N
or
di
c
FRAMTÍÐIN? Brátt munu notendur
geta halað inn tónlist beint í gegnum
símann. Sérfræðingar telja að brátt
verði síminn og MP3-spilarinn eitt
og sama tækið.
TRÓJUHESTUR Svokallaðir trójuhestsvírusar geta valdið gríðarlegum skaða innan tölvukerfa.
Trójuhestar í Bretlandi
Tónlist beint í símann
Sony-Ericsson og Napster hafa tilkynnt um samstarf og munu símnotend-
ur geta halað inn tónlist tölvulaust og beint í gegnum símann innan árs.
Þróun mannsins á sér stað í hröðum stökkum með
löngu millibili en ekki vegna hægfara breytinga yfir
langt tímabil. Þessa niðurstöðu styður ný rannsókn,
sem gengur þvert á hefðbundnar hugmyndir.
Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa skoðað
breytingar á afmörkuðu svæði á litningi með tilliti
til þess hvenær þær breytingar urðu sem aðskilja
menn, og aðra háþróaða apa, frá frumstæðari
frændum okkar. Niðurstaðan er sú að þessar breyt-
ingar hafi átt sér stað á stuttum tíma en síðan hafi
liðið allt að tuttugu milljón ár án þess að viðkomandi
litningur tæki breytingum.
Svo virðist sem að fyrir um tuttugu milljón árum
hafi orðið mikla breytingar en fyrstu mennirnir komu
á sjónarsviðið fyrir um tvö hundruð þúsund árum.
Vísbendingar eru uppi um að fyrir um fimmtíu millj-
ónum ára hafi annað slíkt stökk átt sér stað og þá hafi
þær tegundir sem teljast til forfeðra okkar tekið
miklum breytingum á skömmum tíma. - þk
Þróun mannsins var í stökkum
Genabreytingar geta verið litlar í hundrað þúsund ár en miklar breytingar
geta orðið á skömmum tíma.
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/A
P
HÁÞRÓAÐUR API Frændur okkar simpansarnir hafa ekki þró-
ast jafn hratt og við mennirnir upp á síðkastið en það er aldrei
að vita nema þeir eigi inni nokkur stór stökk fram á við.
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/A
FP
N
or
di
c