Fréttablaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN4 F R É T T I R Afli eykst á árinu Veiðar á botnfiski aukast en minnka á kolmunna. Novator Finland, eignarhaldsfélag sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur keypt um ellefu prósenta hlut í finnska far- símafyrirtækinu Saunalahti á tæpa 24 milljarða króna. Á Novator nú alls tæplega 45 pró- senta hlut í fyrirtækinu. Novator hefur auk þess gert hluthafasam- komulag við aðra stóra hluthafa sem tryggir yfirráð í félaginu. Saunalahti hefur verið í mik- illi sókn á finnska fjarskipta- markaðnum og hefur viðskipta- vinum fyrirtækisins fjölgað á skömmum tíma úr tæplega 30 þúsundum í 400 þúsund. -jsk Dögg Hjaltalín skrifar Aðalbanki Landsbanka Íslands er stærsta einstaka útibú viðskipta- bankanna þriggja, Íslandsbanka, Landsbankans og KB banka. Inn- lán, það eru bankainnistæður í eigu viðskiptavina bankanna, nema tæpum 34 milljörðum í stærsta einstaka útibúinu, Aðal- banka Landsbankans. Þar á eftir kemur Gullinbrúarútibú Íslands- banka með 12 milljarða í útlán og fjóra milljarða í innlán. Athygli vekur hversu mikill munur er á innlánum og útlánum í því útibúi. Lækjargötuútibú Íslandsbanka kemur næst á eftir með 11 millj- arða í útlán til viðskiptavina. Þar eru innlánin mun hærri, 17 millj- arðar. Það kemur ekki á óvart að tvö stærstu útibú landsbyggðarinnar séu á Akureyri þar sem það er fjölmennasti bærinn fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Stærst er útibú Íslandsbanka þar en á hæla þess kemur útibú Landsbankans þar ef miðað er við útlán. Innlán útibús Landsbankans eru þó hærri en innlán útibús Íslands- banka. Þar á eftir kemur Selfoss, þar sem útlánin eru lægri en inn- lánin. Útibú KB banka á Hellu er fjórða stærsta útibú landsbyggð- arinnar en þar búa tæplega 700 manns en gera má ráð fyrir að nærsveitungar nýti sér einnig útibú KB banka á Hellu. Næst á eftir kemur útibú Íslandsbanka í Vestmannaeyjum. Útlán höfuðstöðva bankanna vega þó þyngst í útlánum bank- anna og eru útlán höfuðstöva Landsbankans mest eða 312 milljarðar króna. Þar á eftir koma höfuðstöðvar Íslandsbanka með 279 milljarðar króna. Útlán höfuðstöðva KB banka eru 265 milljónir króna. Útlán og innlán bankanna jukust mjög mikið á síðasta ári. Algengt er að útlán útibúa séu til einstaklinga og smærri rekstr- araðila en höfuðstöðvarnar láni fyrirtækjum. Tölur um útlán og innlán úti- búa viðskiptabankanna voru fengnar í skýrslu um fjármála- stofnanir á vef Fjármálaeftirlits- ins. Aðalbanki Landsbankans stærsta bankaútibúið Útibú Landsbanka og Íslandsbanka á Akureyri stærst á landsbyggðinni. Undirbýr sölu Stangarholts Ingvi Hrafn Jónsson vill láta fóðra seiði Langár með ösku sinni. Coke borið þungum sökum Afli í maí dróst saman um tutt- ugu þúsund tonn borið saman við sama tímabil á síðasta ári. Heild- araflinn í maí var alls 135 þúsund tonn. Þó jókst aflinn fyrstu mán- uði ársins 2005 miðað við árið 2004 eða um 126 þúsund tonn. Heildarafli íslenskra fiskiskipa frá því í byrjun fiskveiðiársins í september síðastliðnum var um 1.426 milljónir tonna en 1.348 milljónir tonna á fyrra tímabili. Samkvæmt tölum frá Fiski- stofu jukust veiðar á botnfiski um fimm þúsund tonn í maí, þótt þorsk- og grálúðuaflinn hafi verið minni. Minna veiddist af kolmunna og síld en þar var sam- dráttur um 24 þúsund tonn. Kolmunninn dróst saman um rúm tuttugu þúsund tonn á milli maímánaða. - eþa Ingvi Hrafn Jónsson, þáttastjórn- andi á Talstöðinni og eigandi jarð- arinnar Stangarholts við Langá, segir að milli sextíu og sjötíu manns hafi í síðustu viku komið að skoða frístundalóðir sem hann er að selja á jörðinni. Nú þegar séu um fjörutíu lóðir seldar. Hver lóð er um tveir til fimm hektarar. Hver hektari selst á 550 þúsund með vegi og vatni að lóða- mörkum. Samtals fara undir frí- stundalóðirnar um 400 hektarar af 500 hektara landi sem Stangar- holt stendur á. Miðað við að hver lóð sé um 3,5 hektarar mun Ingvi Hrafn fá samtals 115 milljónir fyrir lóðirnar, en einhver kostnað- ur fellur til á móti. Hann segist líka búinn að finna kaupendur að bæ og útihúsum Stangarholts sem séu sér að skapi. Nú sé hann í viðræðum við þá um kaup á jörðinni sem fari ekki undir frístundalóðirnar. Hann muni þó áfram búa sjálfur í húsi sínu við árbakka Langár. „Ég er búinn að mæla svo fyrir um að þegar ég fer þá verð ég brenndur og fóðraður seiðum í Langá. Það má dreifa ösku í vatn. Og síðan verður hægt að selja Vinstri grænum veiðileyfi í Langá tveimur árum seinna, sem geta þá barið mig í hausinn,“ segir Ingvi Hrafn og reiknar með að veiðileyfin hækki mikið í verði í kjölfarið. - bg Gosdrykkjaframleiðand- inn Coca-Cola hyggst endurskoða viðskiptahætti sína í Indlandi og Kólumbíu eftir að háskólinn í Michig- an hótaði að segja upp samningi sem skólinn gerði við fyrirtækið. Samningurinn er 80 milljóna króna virði á ári fyrir Coca-Cola. Nemendur í Michig- an-háskóla kvörtuðu yfir viðskiptaháttum Coca-Cola við skólayfir- völd og var í kjölfarið ákveðið að setja skilmála við endurnýjun samn- ingsins. Eitt nemendafélaga skólans sakar Coke um að valda þurrkum á ökrum bænda í Indlandi og að selja gosdrykki sem inni- halda skordýraeitur. Fyrir- tækið er jafnframt sakað um að styðja hægri- sinnaða skæruliða í Kólumbíu. „Við höfum ekkert rangt gert og ég er fullviss um að rann- sóknin muni leiða það í ljós,“ sagði Kari Bjorhus, tals- maður Coca-Cola. -jsk Útibú Útlán Innlán Útibú Útlán Innlán Aðalbanki LÍ 22,8 33,6 Akureyri ÍSB 9 6,5 Gullinbrú ÍSB 12,2 3,8 Akureyri LÍ 8,1 7,5 Lækjargata ÍSB 11,4 17 Selfoss LÍ 5,4 6,3 Austurbær LÍ 10,5 11,6 Hella KB 5 5 Kirkjusandur ÍSB 10 22,2 Vestmannaeyjar ÍSB 4,4 3,8 Aðalbanki KB 8,1 13,6 Akranes LÍ 4,2 4,1 Breiðholt LÍ 7,8 7 Selfoss KB 4 2,7 Suðurlandsbraut ÍSB 7,6 8,8 Ísafjörður ÍSB 3,9 2 Þarabakki ÍSB 5,7 7,7 Akureyri KB 3,8 4,2 Kópavogur KB 5,4 4,5 Selfoss ÍSB 3,7 2,8 Allar tölur eru í milljörðum króna T Í U S T Æ R S T U Ú T I B Ú V I Ð S K I P T A B A N K A N N A Á H Ö F U Ð B O R G A R S V Æ Ð I N U O G U T A N Þ E S S FISKVEIÐAR Þrátt fyrir aflasamdrátt í maí hefur heildaraflinn aukist á árinu frá sama tímabili í fyrra. Aukningin á árinu er um 126 þúsund tonn. INGVI HRAFN JÓNSSON Er tilbúinn að selja jörðina Stangarholt við Langá. BJÖRGÓLFUR THOR, EIGANDI NOVATOR FINLAND Novator hefur keypt ellefu prósenta hlut í finnska farsímafyrir- tækinu Saunalahti. Novator bætir við sig SKÆRULIÐADRYKK- UR? Coca-Cola er sak- að um stuðning við hægri-sinnaða skæru- liða í Kólumbíu. Fjármálaeftirlitið hefur birt tekj- ur og gjöld sparisjóðanna. Hlut- deild SPRON í vaxtatekjum og vaxtagjöldum sparisjóðanna á síð- asta ári var um 30 prósent. Heild- arvaxtatekjur allra sparisjóðanna 24 voru tæpir 18,5 milljarðar króna en vaxtagjöldin um 10,7 milljarðar. Sparisjóður Hafnar- fjarðar kemur næst á eftir með 15 prósenta hlut. Hlutdeild SPRON í öðrum rekstrartekjum er enn hærri. Hreinar rekstrartekjur sparisjóðsins voru um fimm millj- arðar króna sem er yfir 31 pró- sent af samanlögðum hreinum rekstrartekjum sparisjóðanna. Þar af var hlutdeild SPRON í gengishagnaði af fjármálastarf- semi 41,6 prósent. - eþa SPRON með þriðjung tekna STÆRSTI SPARISJÓÐURINN SPRON er með langhæstu hlutdeildina innan spari- sjóðanna í hreinum vaxta- og rekstrartekj- um samkvæmt tölum frá FME. STÆRSTA ÚTIBÚIÐ Landsbankinn í miðbæ Reykjavíkur er bæði með mestu innlán og mestu útlán útibúa viðskiptabankanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.