Fréttablaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 17
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 5 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er miðvikudagur 22. júní, 173. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 2.55 13.30 00.05 AKUREYRI 1.26 13.14 1.01 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Miðnæturgöngur eru algengar á þessum árstíma. Eflaust hafa margir verið úti í náttúrunni síðustu nótt sem er sú stysta á árinu og svo er Jónsmessunóttin á næsta leiti, þrungin dulúð. Fyrir tveimur árum fór Friðgerður Sam- úelsdóttir tannlæknir í sólstöðugöngu á Kaldbak, hæsta fjall Vestfjarða. Slóst hún í för með hópi á vegum JC félagsins á Ísafirði. „Við vorum ótrúlega heppin með veður og víðsýnið var ævintýra- legt,“ rifjar hún upp. Hún er beðin að lýsa útsýninu af toppnum nánar. „Arnar- fjörður og Dýrafjörður eru næstir, hvor á sína hönd og í norðaustri Drangajökull en Strandafjöllin og Húnaflóinn sunnan við hann. Snæfellsnesið blasir við í suðri og þetta kvöld var jökullinn roðagylltur í miðnætursólinni.“ Í huganum snýr hún sér aftur norður. „Það var dásamleg upp- lifun að fylgjast með sólinni síga hálfa leið í hafið út við sjóndeildarhring, koma svo upp og baða landið geislum.“ Friðgerður segir hópinn hafa lagt upp úr svokölluðum Fossdal og fararstjórinn Þórir Örn Guðmundsson hafi frætt fólkið á leiðinni. „Gísla saga Súrssonar lifnaði við þarna, enda gerist hún að miklu leyti í nágrenninu,“ segir hún og bætir við. „Svo var gítar með í för og sungið og trallað, meðal annars til heiðurs stúlku sem ætlaði að gifta sig fljótlega stuttu seinna og var „gæsuð“ í ferðinni.“ Kaldbakur gnæfir efst í hinum mikil- fenglega fjallgarði milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar sem stundum er nefndur vestfirsku Alparnir. Hann er 998 metra hár og á toppnum er varða sem togar hann upp í 1.000 metrana. Friðgerður telur gönguna á hann ekki erfiða enda hafi 120 manns verið í sólstöðuferðinni og hver og einn farið á þeim hraða sem honum hentaði. „Við vorum alla nóttina á ferð og enduðum með að lauga okkur í heitum potti á Þingeyri undir morgun.“ Friðgerður er vön fjallgöngum og þegar viðtalið er tekið er hún á förum vestur að Ögri í Ísfjarðardjúpi til að vera undir vestfirskum himni um sólstöður, þegar varla sést munur dags og nætur. gun@frettabladid.is Dásamleg upplifun á toppnum nam@frettabladid.is Vorbrautskráning 800 kandídata frá Háskóla Íslands fer fram í Egilshöll laug- ardaginn 25. júní nk. kl. 13 og er áætlað að athöfnin standi yfir í tvær og hálfa klukkustund. Flestir útskrifast úr félagsvísindadeild eða um 230. Metaðsókn er í Verzlunarskól- ann fyrir næsta skólaár en alls hafa 563 umsóknir borist. Alls hafa 247 piltar og 316 stúlkur sótt um skólavist. Til viðbótar hafa 328 sótt um Verzlunar- skólann sem fyrsta varaval og 199 sem annað varaval. Skólinn tekur inn 336 nýnema. Rektorar allra íslenskra há- skóla skrifuðu í síðustu viku undir yfirlýsingu um forsendur og frelsi háskóla á sérstakri at- höfn í hátíðarsal Háskóla Íslands. Yfirlýsingin markar stórt spor í íslenskri háskólasögu og er í raun eins konar stjórnarskrá háskóla hérlendis sem kveður á um þau grunngildi sem þeim ber að starfa eftir. Stjórn Listaháskóla Íslands hefur sent Þorgerði K. Gunnars- dóttur menntamálaráðherra og Steinunni V. Óskarsdóttur borg- arstjóra erindi þar sem óskað er eftir við þær að gefinn verði kostur á að Listaháskólinn verði byggður á aðliggjandi lóð við fyrirhugað tónlistarhús og ráð- stefnumiðstöð á bakka gömlu hafnarinnar í Reykjavík. Friðgerður, Úlfur Úlfarsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir (úr BG og Ingibjörgu) á toppnum 2003. LIGGUR Í LOFTINU í námi FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM MATUR BÍLAR ATVINNA FERÐIR BRÚÐKAUP TILBOÐ o.fl. KRÍLIN Mér finnst sardínur góðar draslið í miðjunni! Hvað á flugan að vera stór? BLS. 3 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG Á visir.is ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.