Fréttablaðið - 22.06.2005, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 22.06.2005, Qupperneq 8
HVERGI BANGIN Massouma al-Mubarak lét hróp þingmanna ekki á sig fá. Kona sver embættiseið: Hróp ger› a› rá›herra KÚVÆT, AP Fyrsti kvenráðherra Kúvæta sór embættiseið sinn í fyrradag. Hróp voru gerð að henni á meðan athöfnin stóð yfir. Rúmur mánuður er síðan kúvæskar konur fengu kosninga- rétt og annar áfangi í jafnréttis- baráttu þeirra náðist þegar Massouma al-Mubarak settist í stól ráðherra stjórnsýslumála. Strangtrúaðir múslimar gerðu hróp að al-Mubarak þegar hún sór embættiseiðinn. Þeir telja hana ekki kjörgenga þar sem hún var ekki skráður kjósandi í ársbyrjun eins og lög kveða á um. Þá höfðu lög um kjörgengi kvenna hins vegar ekki verið samþykkt. ■ 1Hvaða merkisafmæli átti baráttukon-an Aung San Suu Kyi á dögunum? 2Hvar er ársfundur alþjóðahvalveiði-ráðsins haldinn? 3Hvað hefur Dagur Sigurðsson leikiðmarga landsleiki í handbolta? SVÖRIN ERU Á BLS. 30 VEISTU SVARIÐ? 8 22. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR SJÁVARÚTVEGUR „Guðjón Arnar Kristjánsson hefur ekki áttað sig á því að árið 2003 breyttum við að- ferðafræði við útreikning á hrygn- ingarstofninum og hann er því að bera saman epli og appelsínur,“ segir Björn Ævarr Steinarsson, forstöðumaður veiðiráðgjafasviðs Hafrannsóknastofnunarinnar. Björn segir því tölur Guðjóns um hrygningarstofn þorsks alrangar, en Guðjón Arnar hélt því fram í Fréttablaðinu í fyrradag að Haf- rannsóknastofnun hefði ofmetið stofnstærð þorsksins í spám sín- um. Björn segir stofnunina þvert á móti ekki ofmeta stofnstærðina, heldur hafi mat hennar staðist frá árinu 2001. Guðjón Arnar fari hins vegar með rangar tölur í grein sinni og Björn nefnir til að mynda að í skýrslu vorið 2003 komi fram að veiðistofninn hafi verið um 914 þúsund tonn, en ekki 765 eins og Guðjón haldi fram. Því hafi veiði- stofninn verið í samræmi við skýrsluna 2002, þar sem spáð var að hann yrði 940 þúsund tonn. „Það minnsta sem hægt er að búast við frá mönnum í hans stöðu er að farið sé rétt með. Með þessu er vegið að okkar starfsheiðri,“ segir Björn Ævarr. - ss VERKALÝÐSFÉLÖG Þátttaka í stéttar- félögum fer minnkandi og sífellt lægra hlutfall af fólki á vinnumark- aði er í stéttarfélögum. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, segir að á öðrum Norðurlöndum dragi úr þátt- töku í stéttarfélögum, þar sé komin samkeppni milli stéttarfélaga og lággjaldastéttarfélaga. „Þau eru einfaldari og bjóða minni þjónustu, eru jafnvel án kjarasamnings. Ég hef heyrt dæmi um mánaðargjald upp á 330 danskar krónur meðan hefðbundið félag býður aðild fyrir 900 krónur á mán- uði,“ segir hann. Félagi í lággjaldastéttarfélagi fær meðal annars lögfræðitrygg- ingu fyrir aðstoð vegna ágreinings við vinnuveitendur og boðið er upp á fjölbreyttari atvinnuleysistrygg- ingar. Gunnar Páll segir að íslensku stéttarfélögin búi sig undir aukna samkeppni og að lággjaldastéttar- félög geti farið að ryðja sér til rúms hér á landi. „Það gæti gerst að fólk vildi í auknum mæli standa utan stéttarfélaga. Þá er eitt ráð að bjóða upp á lægri félagsgjöld,“ segir hann. -ghs Lúxemborgarar: Kjósa um sáttmálann BRUSSEL, AP Þrátt fyrir óvissuna sem ríkir um þessar mundir í Evrópu- sambandinu ætla Lúxemborgarar að halda sínu striki og halda þjóðar- atkvæðagreiðslu um stjórnarskrár- sáttmála ESB 10. júlí næstkomandi. Allmörg ESB-ríki hafa ákveðið að fresta staðfestingu sáttmálans en Lúxemborgarar og Pólverjar ætla engu síður að halda þjóðaratkvæða- greiðslur. Skoðanakannanir sýna að and- stæðingum sáttmálans hefur heldur vaxið fiskur um hrygg. Jean-Claude Juncker forsætisráðherra hefur þegar lýst því yfir að hann muni segja af sér hafni landsmenn sátt- málanum. ■ LANDHELGISGÆSLAN FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P HEILBRIGÐISMÁL Undirbúningur er hafinn að flutningi Heilsugæslunn- ar í Reykjavík úr húsnæði Heilsu- verndarstöðvarinnar við Baróns- stíg, að sögn Guðmundar Einarsson- ar forstjóra. Þarfalýsing fyrir nýtt húsnæði er á vinnuborðinu, en það er flókið verk og umfangsmikið. Samkvæmt nýlegum samningi sem fulltrúar ríkis og borgar gerðu, verður gamla Heilsuverndarstöðin seld á almennum markaði. Þar með þurfti að hefja leit að nýju húsnæði fyrir Heilsugæsluna. „Þetta húsnæði hentar okkur í sjálfu sér alls ekki illa,“ segir Guðmundur. „En það er sam- eign ríkis og borgar og þetta er n i ð u r - s t a ð a þeirra, sem gengur yfir okkur eins og aðrar ákvarð- anir sem teknar eru.“ Guðmund- ur segir að ekki geti heitið að leit sé hafin að nýju hús- næði. Mikil starfsemi sé í Heilsu- verndarstöðinni og réttan undirbún- ing þurfi áður en það verði hægt. „Vinna þarf nýja þarfalýsingu fyrir starfsemina og rökstyðja hana. Við vinnum þetta verk vand- lega og gefum okkar tíma í það, enda veit ég ekki til þess að liggi sérstaklega á.“ Jafnframt þessu er unnið að því að finna miðstöð heimahjúkr- unar við Grensásveg nýtt hús- næði, að sögn Guðmund- a r . Það kemur til af því að hún er í leiguhúsnæði sem nú hefur verið selt. Nýi eigandinn hefur þörf fyrir húsnæðið til eigin nota. „Kaup á nýju húsnæði fer eftir reglum ríkisins,“ sagði Guðmundur. „Miðstöðin hefur verið þarna frá upphafi. Við höfum gert þarfalýs- ingu fyrir starfsemi hennar. Þegar það hefur fengið nauðsynlega um- fjöllun í heilbrigðisráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu verður það væntanlega auglýst undir þeim skil- greiningum um gerð og staðarval sem í lýsingunni eru. Það er ekki ákveðinn tími á því hvenær við þurfum að losa húsnæðið, en við viljum ekki tefja fyrir öðrum notum á því meira en óhjá- kvæmilegt er, þannig að við vinnum þetta eins hratt og við getum.“ jss@frettabladid.is JEAN-CLAUDE JUNCKER M YN D /A P HEILSUVERNDARSTÖÐIN Ríki og borg hafa ákveðið að selja gömlu Heilsuverndarstöðina, svo Heilsu- gæslan verður að flytja. lytja ver›ur Heilsu- gæsluna á brott Hafinn er undirbúningur a› flutningi Heilsugæslunnar úr Heilsuverndarstö›- inni vi› Barónsstíg. fiá flarf a› flytja mi›stö› heimahjúkrunar vi› Grensásveg. fia› er leiguhúsnæ›i sem nú hefur veri› selt og ver›ur teki› til annarra nota. BJÖRN ÆVARR STEINARSSON Björn segir formann Frjálslynda flokksins bera saman epli og appelsínur. HRYGNINGARSTOFN ÞORSKS Tölur í þúsund tonnum Spá Tölur Rauntölur Guðjóns A. 2002 575 285 279 2003 339 265 374 2005 492 262 530* Heimild: Hafrannsóknastofnunin *Reiknað út miðað við eldri aðferðir Grein formanns Frjálslynda flokksins: Vegi› a› starfshei›ri Dagskrárstjóri Rásar 2: A›eins einn umsækjandi RÚV Sigrún Stef- ánsdóttir sótti ein um laust starf dag- skrárstjóra Rásar 2 og landshluta- stöðva Ríkis- útvarpsins, en um- s ó k n a r f r e s t u r rann út á sunnu- dag. Önnur um- sókn barst en var dregin til baka. Sigrún hefur undangengin ár verið yfirmaður upplýsingadeildar Norrænu ráð- herranefndarinnar og Norðurlanda- ráðs í Kaupmannahöfn. Sigrún á að baki um tuttugu ára starf hjá Ríkis- útvarpinu við frétta- og dagskrár- gerð. Útvarpsráð fær umsóknina til afgreiðslu en ráðið kemur næst saman í ágúst. - bþs SIGRÚN STEFÁNS- DÓTTIR Eini um- sækjandinn um stöðu dagskrár- stjóra Rásar 2. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R GUNNAR PÁLL PÁLSSON Formaður VR telur að lággjaldastéttarfélög geti farið að ryðja sér til rúms hér á landi eins og er að gerast í nágrannalöndunum. VR veltir því fyrir sér hvernig félagið eigi að bregðast við aukinni samkeppni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Gunnar Páll Pálsson, formaður VR: Ód‡r stéttarfélög í samkeppni ÞYRLAN SNÖGG Í FLUG Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, sótti í gærdag til Grundarfjarðar hjartveikan sjúkling sem þurfti að komast með hraði á Landspít- alann við Hringbraut. Hjúkrunar- fræðingur á Grundarfirði óskaði eftir flutningnum klukkan 14.22, en svo vel vildi til að þyrlan var við æfingar á Breiðafirði þegar kallið barst. Þyrlan lenti í Reykjavík um klukkan 15.30.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.