Fréttablaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 20
Alþjóðaskólinn í Reykjavík tekur nú á móti umsóknum fyrir næsta skólaár. Í skólan- um gefst íslenskum og erlend- um krökkum tækifæri á að nema í alþjóðlegu umhverfi. Alþjóðaskólinn í Reykjavík er einkarekinn grunnskóli innan Víkurskóla í Reykjavík sem býður upp á alþjóðlega menntun fyrir krakka á aldrinum fimm til tólf ára. Skólinn hefur nýlokið sínu fyrsta starfsári og er um þessar mundir að taka á móti umsóknum fyrir næsta skólaár. Berta Faber, skólastjóri Alþjóðaskólans, er ánægð með starf vetrarins og segir að samstarfið við Víkurskóla hafi gengið vel. „Alþjóðaskólinn byrjaði sem samstarfsverkefni milli Fræðslu- miðstöðvar Reykjavíkur, banda- ríska sendiráðsins og Víkurskóla. Í vetur voru nemendur átta talsins og komu úr ýmsum áttum. Skólinn er til dæmis hugsaður fyrir börn þeirra sem koma til að vinna tíma- bundið hér á landi, til dæmis í sendiráðunum eða hjá ýmsum al- þjóðafyrirtækjum. Þetta eru þá oft börn sem búa tímabundið hér á Ís- landi en munu ekki koma til með að setjast hér að til frambúðar. Þá getur verið gott fyrir þau að koma inn í svona alþjóðlegt umhverfi í stað þess að vera dembt beint út í íslenska skólakerfið. Alþjóðaskól- inn hentar líka vel sem undirbún- ingur fyrir íslenska krakka sem eru að flytja til útlanda og eins fyrir börn sem hafa búið erlendis og vilja til dæmis halda enskunni við,“ segir Berta. Alþjóðaskólinn byggir á alþjóð- legu líkani og alþjóðlegar námskrár eru notaðar til að skipu- leggja skólastarfið. Allt bóklegt nám í skólanum fer fram á ensku en verklegt nám eins og mynd- mennt og handavinna fer fram inn- an Víkurskóla. Berta bendir á að mikið sé lagt upp úr móðurmáls- kennslu og þótt íslensk börn taki þátt í þessu alþjóðlega námi fái þau líka kennslu í sínu móðurmáli. Eins og stendur er um tveggja ára þróunarverkefni að ræða og þegar þeim reynslutíma er lokið verður tekin ákvörðun um framtíð skólans. Berta segir að verkefnið sé mjög skemmtilegt og margt sé hægt að gera til að efla skólann enn frekar. „Okkur langar til dæmis að taka inn eldri nemendur í framtíð- inni. Eins og stendur er nám af þessu tagi ekki í boði fyrir elstu bekki grunnskólans en það væri gaman að bæta úr því,“ segir Berta. Hún telur að eftirspurn eftir námi af þessu tagi fari vaxandi, ekki síst í tengslum við uppbygg- ingu háskólanna og útþenslu ís- lenskra fyrirtækja sem fá hingað erlenda starfsmenn til tímabund- inna starfa. thorgunnur@frettabladid.is Agi Besta leiðin til að læra þau fög sem manni leiðast er að beita sig aga. Taka frá reglulegan tíma til að sinna þessu fagi og klára verkefnin, hvort sem manni lík- ar betur eða verr. [ ] NÁMFLOKKAR REYKJAVÍKUR - FRÍKIRKJUVEGUR 1, 101 REYKJAVÍK - SÍMAR: 5512992 / 5514106 - Kt. 480269-7489 - FAX: 5629408 Netfang: nfr@namsflokkar.is Heimasíða: http://www.namsflokkar.is Sumarskóli 2005 Summerschool Íslenska fyrir útlendinga/Courses in Icelandic stig 1 – 4 / level 1 – 4 Sta›ur: Hagaskóli, Mjódd. Skráning / fullor›nir: 06. – 28. júní Skráning/ börn: til 06. júní. Stö›upróf : 23. og 27. júní kl. 17 - 19 Skólagjald: kr. 17.000.- Morgunkennsla fyrir fullor›na: 11. -28. júlí, kl. 920- 1200 alla virka daga . Gæsla fyrir börn flátttakenda er í bo›i á morgnana. Kvöldkennsla fyrir fullor›na: 04.–28.júlí, flrjú kvöld í viku: mánudaga, flri›judaga og fimmtudaga kl. 18 - 21. Námskei› fyrir börn og unglinga 6 - 15 ára (1.-9. bekkur): 11. -28. júlí alla virka daga. Námskei›in eru ókeypis fyrir börn. Íslenskukennsla:kl.0900-1200 Tómstundastarf: fyrir 6 – 12 ára, (leikir, vettvangsfer›ir og fl) kl. 1200-1600. Takmarka›ur fjöldi barna kemst a› í tómstundastarfi› og munu fleir ganga fyrir sem ekki hafa teki› flátt í flví á›ur. fieir sem ekki komast a› ver›a látnir vita me› fyrirvara, einnig er bent á önnur tómstundanámskei› á vegum ÍTR. Place: Hagaskóli, Mjódd. Enrollment / adults: June 06 th -28 th Enrollment / children: until June 06 th Placement test:June 23rdand 27 th at 17 – 19 Schoolfee: kr. 17.000.- Morningclasses for adults: July 11t h - 28t h at 920 - 1200 Mondays through Fridays. Childcare is provided in the mornings. Evening classes for adults: July 04th-28th three evenings a week: Mondays, Tuesdays, and Thursdays at 18 - 21. Courses for children, ages 6 to 15 (grade 1-9): July 11 th -28 th Mondays through Fridays. These courses are free of charge. Courses in Icelandic: kl.090 0-1200 Recreation/summercamp: for ages 6 – 12 at 1200-1600. The recreation course in the afternoon is available for a limited number of children and those who have never attended this course before will have priority, others will be notified in time. Please contact ÍTR for alternative courses available at ÍTR. Nánari uppl‡singar / Further information : Mi›bæjarskóli, Fríkirkjuvegur 1, 101 Reykjavík sími: 5512992 netfang: nfr@namsflokkar.is www.namsflokkar.is Hentar krökkum sem eru að flytja til útlanda Berta Faber er skólastjóri Alþjóðaskólans í Reykjavík. Nemendur skólans koma víða að en flestir eru börn erlendra starfsmanna sem koma til tímabundinna starfa hér á landi. Þessir hressu krakkar eru nú á sumarnámskeiði í Alþjóðaskólanum. Þar eru unnin ýmis þemaverkefni út frá alþjóðlegri námskrá. Útileikirnir endurvaktir Á NÆSTU VIKUM VERÐUR FARIÐ Í LEIKI VÍÐA UM BORGINA. „Við viljum sjá börn að leik úti við og erum að reyna að endur- vekja gömlu leikina, Fallin spýt- an, Brennó, Skessuleik og hvað þeir nú heita. Þess vegna réðum við til okkar ungt og ferskt fólk sem er góðar fyrirmyndir. Það kann þetta allt saman og er til- búið að leiða starfið. Krakkarnir þurfa ekkert að borga, bara mæta á réttum tíma,“ segir Soffía Pálsdóttir, hjá Íþrótta- og tóm- stundaráði borgarinnar. Þessa vikuna er mætt við Vesturbæjar- laug og í næstu viku verður Landakotstúnið leikvöllurinn. Síð- an verður haldið upp að Breið- holtslaug, á Klambratún og svo koll af kolli. Svo halda krakkarnir þessum leikjum lifandi í hverfun- um eftir að leiðbeinendurnir ein- beita sér að næsta hverfi. Upp- lýsingar um leikina eru á vefnum www.itr.is. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Einstakur atburður í mannkynssögunni Íslenskir nemendur fara til Hawaii til að fylgjast með þegar geimfarið Deep Impact mætir halastjörnunni Temple 1. Kennarar, stjörnufræðingar og nokkrir háskóla- og framhalds- skólanemendur hér á landi munu halda til Hawaii um næstu mánaðamót til að fylgj- ast með árekstri geimfars við halastjörnuna Temple 1. Geim- farinu var skotið á loft 12. janú- ar síðastliðinn og mun mæta halastjörnunni 4. júlí. Vísinda- menn telja áreksturinn geta veitt þeim ómetanlegar upplýs- ingar um innri gerð hala- stjarna. „Þetta er ofsalega spennandi og við verðum þarna í stúku- sæti að fylgjast með þessum einstaka atburði í mannkyns- sögunni,“ segir Ásta Þorleifs- dóttir jarðfræðingur, sem hefur ásamt öðrum átt veg og vanda að þessu verkefni. Auk hennar munu Snævarr Guðmundsson, Agnes Ösp Magnúsdóttir, Lilja Steinunn Jónsdóttir, Snorri Björn Gunnarsson, Tómas Guð- mundsson, Sævar Helgi Braga- son, Sverrir Guðmundsson og Ingimar Guðmundsson fara og fylgjast með verkefninu. Verkefnið, sem gengur undir nafninu „Deep Impact“, er af- rakstur samstarfs íslenskra stjarnfræðinga og stjarnvís- indadeildar háskólans á Hawaii. Í vetur hafa íslenskir framhaldsskó lanemendur fengið aðgang að gögnum úr Faulkes-stjörnusjónaukanum á Hawaii og auk þess gefist kost- ur á að fræðast um störf vís- indamanna um allan heim, sem bíða þess nú spenntir að geim- farið rekist á halastjörnuna. Nánari upplýsingar um verk- efnið og halastjörnuna má fá á eftirfarandi slóðum: http://stjornuskodun.is/di og http://deepimpact.jpl.nasa.gov. ■ Geimfarinu Deep Impact var skotið á loft 12. janúar síðastliðinn. M YN D G ET TY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.