Fréttablaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 31
                                         !    "#$ %    MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 7 Ú T L Ö N D Myrtur af aðskilnaðarsinnum? Tjétsjenskur aðskilnaðarsinni verður ákærður fyrir að hafa fyrirskipað morðið á ritstjóra hins rússneska Forbes. Ritstjórinn átti sér marga óvildarmenn. Viðskiptahalli í Bandaríkjunum var á fyrsta ársfjórðungi rúmir 12.500 milljarðar króna. Er þetta meiri halli en gert var ráð fyrir í spám og aukning um fjóran og hálfan milljarð króna frá síðasta ársfjórðungi 2004. Viðskiptahallinn nemur nú rúmum sex prósentum af lands- framleiðslu í Bandaríkjunum og segja sérfræðingar það hlutfall allt of hátt. Bandaríkjadalur féll í verði er fréttirnar bárust. Er þessi gríðar- legi halli rakinn til mikils innflutnings Bandaríkjamanna á kínverskum vörum, auk þess sem stuðn- ingur við fórnar- lömb flóðbylgnanna í Asíu reyndist hag- kerfinu þungur í skauti. „Þetta er mikið áhyggjuefni og alls ekki það sem vonast var eftir. Hallinn hefur aldrei verið meiri,“ sagði hagfræðingurinn Allan Seychuk hjá RBC-ráðgjafarfyrir- tækinu. Kollegi hans Drew Matus hafði líka miklar áhyggj- ur af stöðunni: „Við þurfum heldur betur að bretta upp ermarnar ef við ætlum okkur að greiða fyrir alla þessa neyslu“. - jsk Rússneskir saksóknarar hyggj- ast lögsækja háttsettan mann innan hreyfingar tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna, Khozh- Akhmed Nukajev, fyrir að hafa fyrirskipað morð á Paul Klebnikov, ritstjóra rússneskr- ar útgáfu viðskiptatímaritsins Forbes. Klebnikov var skotinn til bana fyrir utan skrifstofu sína í júlí í fyrra og vakti morðið gríðarlega athygli. Klebnikov hafði þá nýlega skrifað bók um Nukajev sem bar heitið „Sam- tal við villimann“ og virðist bókartitillinn hafa farið fyrir brjóstið á Nukajev, svo mjög að hann fyrirskipaði að Klebnikov skyldi myrtur. Þó telja margir að rússnesk yfirvöld séu aðeins að bregðast við þrýstingi Bandaríkja- stjórnar, sem leggur hart að Rússum að leysa málið, enda Klebnikov bandarískur ríkis- borgari. Klebnikov átti sér marga óvildarmenn innan við- skiptalífsins og fóru opinská skrif hans og herferð gegn spillingu fyrir brjóstið á mörg- um áhrifamönnum: ,,Það verð- ur að leysa málið á sómasam- legan hátt. Síðustu ár hafa tólf blaðamenn verið myrtir í Rúss- landi og ekkert verið aðhafst,“ sagði Michael Klebnikov, bróð- ir ritstjórans látna. -jsk Gríðarlegur viðskiptahalli Viðskiptahalli hefur aldrei verið meiri í Bandaríkjunum. Er innflutningi frá Kína og flóðbylgjunum í Asíu kennt um. Hátt fall auðkýfings Japanir sportlegir Ríkisstjórn Japans hvetur Japani til að klæðast léttum og sportlegum fatnaði í vinnunni. Telur stjórnin að með því megi spara kostnað við loftkælingu. Hálsbindaframleiðendur hóta lögsókn. Japanski viðskiptajöfurinn Yoshi- aki Tsutsumi, sem á níunda ára- tugnum var ríkasti maður verald- ar samkvæmt hinu virta banda- ríska viðskiptatímariti Forbes, hefur játað að vera sekur um skjalafals og innherjaviðskipti. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að átta ára fangelsi og fimm milljóna króna sekt. Tsutsumi var eitt sinn for- maður japönsku Ólympíunefnd- arinnar og geysivinsæll í Japan. Eitthvað hefur þó saxast á auð- æfi hans síðan á níunda áratugn- um, en engu síður eru þau metin á um 160 milljarða króna. Tsutsumi er 71 árs og auðg- aðist á hótel- og járnbrauta- rekstri. - jsk Japanskir hálsbindaframleið- endur hafa hótað japanska rík- inu lögsókn eftir að ríkisstjórn landsins ýtti úr vör herferð sem ætluð er til þess að fá fólk til að klæðast frjálslega í vinnunni. Herferðin ber heitið „Enginn jakki, ekkert bindi“ og vonast ríkisstjórnin til þess að með því að fá fólk til að klæðast sportleg- ar og léttar megi spara orkuna sem fer í að halda loftkælingu á vinnustöðum gangandi. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru í fararbroddi herferðarinnar og hafa þeir undanfarna daga mætt hver öðrum léttklæddari til starfa. Forsætisráðherrann sjálfur, Junichiro Koizumi, kom til vinnu á dögunum í mosa- grænni stuttermaskyrtu sem hann girti ofan í ljósgráar buxur og sagði stærsta tískublað Jap- ans hann hafa líkst „ellilífeyris- þega við garðvinnu“. Innanríkis- ráðherrann, Taro Aso, tollir betur í tískunni en þykir þó held- ur „mafíósalegur“, með stóra og þykka gullkeðju um hálsinn. Hálsbindaframleiðendum er þó ekki hlátur í huga en þeir ótt- ast að sölutölur hríðfalli í kjölfar herferðarinnar: „Það er allt í lagi að klæðast sportlega. Gall- inn er bara sá að herferðin kem- ur niður á okkur. Við útilokum ekki lögsókn,“ sagði Tetsuo Yamada, talsmaður Sambands japanskra hálsbindaframleið- enda. -jsk PAUL KLEBNIKOV, FYRRVERANDI RITSTJÓRI HINS RÚSSNESKA FORBES Saksóknarar segja Klebnikov hafa verið myrtan vegna bókaskrifa. Hann skrifaði bók um tsjetsjenskan að- skilnaðarsinna sem bar nafnið „Samtal við villimann“. Fr ét ta bl að ið /G et ty Im ag es Talsmaður breska bankans Lloyds TSB hefur varað við mikilli skuldasöfnun viðskiptavina bank- ans en segist þó telja að bankinn muni skila „þokkalegum“ hagnaði á árinu. Gjaldþrot hafa aukist gríðar- lega í Bretlandi það sem af er ári og nema skuldir þjóðarinnar tæpum tveimur millj- ónum króna á hvert mannsbarn. Svo virðist sem almenningur geri sér grein fyrir því að svona gangi þetta ekki til lengdar og hefur neysla dregist saman í land- inu. Hafa sérfræðingar lýst áhyggjum af því að bankakerfið kunni að verða illa úti: „Því er ekki að neita að neysla hefur dregist saman og almenningur er skuldugur upp fyrir haus. Við vonumst nú samt til að skila hagn- aði á árinu,“ sagði Eric Daniels, stjórnarformaður Lloyds. -jsk BECKHAM-HJÓNIN Ekki er gert ráð fyrir því að hjónakornin dragi saman neyslu sína þrátt fyrir mikla skuldasöfnun bresku þjóðarinnar. Bretar skulda YOSHIAKI TSUTSUMI Eitt sinn ríkasti maður veraldar, en á nú yfir höfði sér fangelsisdóm. RÍKISSTJÓRN JAPANS HVETUR ÞEGN- ANA TIL AÐ KLÆÐAST LÉTT Þessi unga stúlka lét ekki segja sér það tvisvar og skip- ti dragtinni út fyrir léttari klæðnað. VIÐSKIPTAHALLI Hefur aldrei ver- ið meiri í Bandaríkjunum. Sérfræð- ingar hafa miklar áhyggjur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.