Fréttablaðið - 22.06.2005, Side 31

Fréttablaðið - 22.06.2005, Side 31
                                         !    "#$ %    MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 7 Ú T L Ö N D Myrtur af aðskilnaðarsinnum? Tjétsjenskur aðskilnaðarsinni verður ákærður fyrir að hafa fyrirskipað morðið á ritstjóra hins rússneska Forbes. Ritstjórinn átti sér marga óvildarmenn. Viðskiptahalli í Bandaríkjunum var á fyrsta ársfjórðungi rúmir 12.500 milljarðar króna. Er þetta meiri halli en gert var ráð fyrir í spám og aukning um fjóran og hálfan milljarð króna frá síðasta ársfjórðungi 2004. Viðskiptahallinn nemur nú rúmum sex prósentum af lands- framleiðslu í Bandaríkjunum og segja sérfræðingar það hlutfall allt of hátt. Bandaríkjadalur féll í verði er fréttirnar bárust. Er þessi gríðar- legi halli rakinn til mikils innflutnings Bandaríkjamanna á kínverskum vörum, auk þess sem stuðn- ingur við fórnar- lömb flóðbylgnanna í Asíu reyndist hag- kerfinu þungur í skauti. „Þetta er mikið áhyggjuefni og alls ekki það sem vonast var eftir. Hallinn hefur aldrei verið meiri,“ sagði hagfræðingurinn Allan Seychuk hjá RBC-ráðgjafarfyrir- tækinu. Kollegi hans Drew Matus hafði líka miklar áhyggj- ur af stöðunni: „Við þurfum heldur betur að bretta upp ermarnar ef við ætlum okkur að greiða fyrir alla þessa neyslu“. - jsk Rússneskir saksóknarar hyggj- ast lögsækja háttsettan mann innan hreyfingar tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna, Khozh- Akhmed Nukajev, fyrir að hafa fyrirskipað morð á Paul Klebnikov, ritstjóra rússneskr- ar útgáfu viðskiptatímaritsins Forbes. Klebnikov var skotinn til bana fyrir utan skrifstofu sína í júlí í fyrra og vakti morðið gríðarlega athygli. Klebnikov hafði þá nýlega skrifað bók um Nukajev sem bar heitið „Sam- tal við villimann“ og virðist bókartitillinn hafa farið fyrir brjóstið á Nukajev, svo mjög að hann fyrirskipaði að Klebnikov skyldi myrtur. Þó telja margir að rússnesk yfirvöld séu aðeins að bregðast við þrýstingi Bandaríkja- stjórnar, sem leggur hart að Rússum að leysa málið, enda Klebnikov bandarískur ríkis- borgari. Klebnikov átti sér marga óvildarmenn innan við- skiptalífsins og fóru opinská skrif hans og herferð gegn spillingu fyrir brjóstið á mörg- um áhrifamönnum: ,,Það verð- ur að leysa málið á sómasam- legan hátt. Síðustu ár hafa tólf blaðamenn verið myrtir í Rúss- landi og ekkert verið aðhafst,“ sagði Michael Klebnikov, bróð- ir ritstjórans látna. -jsk Gríðarlegur viðskiptahalli Viðskiptahalli hefur aldrei verið meiri í Bandaríkjunum. Er innflutningi frá Kína og flóðbylgjunum í Asíu kennt um. Hátt fall auðkýfings Japanir sportlegir Ríkisstjórn Japans hvetur Japani til að klæðast léttum og sportlegum fatnaði í vinnunni. Telur stjórnin að með því megi spara kostnað við loftkælingu. Hálsbindaframleiðendur hóta lögsókn. Japanski viðskiptajöfurinn Yoshi- aki Tsutsumi, sem á níunda ára- tugnum var ríkasti maður verald- ar samkvæmt hinu virta banda- ríska viðskiptatímariti Forbes, hefur játað að vera sekur um skjalafals og innherjaviðskipti. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að átta ára fangelsi og fimm milljóna króna sekt. Tsutsumi var eitt sinn for- maður japönsku Ólympíunefnd- arinnar og geysivinsæll í Japan. Eitthvað hefur þó saxast á auð- æfi hans síðan á níunda áratugn- um, en engu síður eru þau metin á um 160 milljarða króna. Tsutsumi er 71 árs og auðg- aðist á hótel- og járnbrauta- rekstri. - jsk Japanskir hálsbindaframleið- endur hafa hótað japanska rík- inu lögsókn eftir að ríkisstjórn landsins ýtti úr vör herferð sem ætluð er til þess að fá fólk til að klæðast frjálslega í vinnunni. Herferðin ber heitið „Enginn jakki, ekkert bindi“ og vonast ríkisstjórnin til þess að með því að fá fólk til að klæðast sportleg- ar og léttar megi spara orkuna sem fer í að halda loftkælingu á vinnustöðum gangandi. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru í fararbroddi herferðarinnar og hafa þeir undanfarna daga mætt hver öðrum léttklæddari til starfa. Forsætisráðherrann sjálfur, Junichiro Koizumi, kom til vinnu á dögunum í mosa- grænni stuttermaskyrtu sem hann girti ofan í ljósgráar buxur og sagði stærsta tískublað Jap- ans hann hafa líkst „ellilífeyris- þega við garðvinnu“. Innanríkis- ráðherrann, Taro Aso, tollir betur í tískunni en þykir þó held- ur „mafíósalegur“, með stóra og þykka gullkeðju um hálsinn. Hálsbindaframleiðendum er þó ekki hlátur í huga en þeir ótt- ast að sölutölur hríðfalli í kjölfar herferðarinnar: „Það er allt í lagi að klæðast sportlega. Gall- inn er bara sá að herferðin kem- ur niður á okkur. Við útilokum ekki lögsókn,“ sagði Tetsuo Yamada, talsmaður Sambands japanskra hálsbindaframleið- enda. -jsk PAUL KLEBNIKOV, FYRRVERANDI RITSTJÓRI HINS RÚSSNESKA FORBES Saksóknarar segja Klebnikov hafa verið myrtan vegna bókaskrifa. Hann skrifaði bók um tsjetsjenskan að- skilnaðarsinna sem bar nafnið „Samtal við villimann“. Fr ét ta bl að ið /G et ty Im ag es Talsmaður breska bankans Lloyds TSB hefur varað við mikilli skuldasöfnun viðskiptavina bank- ans en segist þó telja að bankinn muni skila „þokkalegum“ hagnaði á árinu. Gjaldþrot hafa aukist gríðar- lega í Bretlandi það sem af er ári og nema skuldir þjóðarinnar tæpum tveimur millj- ónum króna á hvert mannsbarn. Svo virðist sem almenningur geri sér grein fyrir því að svona gangi þetta ekki til lengdar og hefur neysla dregist saman í land- inu. Hafa sérfræðingar lýst áhyggjum af því að bankakerfið kunni að verða illa úti: „Því er ekki að neita að neysla hefur dregist saman og almenningur er skuldugur upp fyrir haus. Við vonumst nú samt til að skila hagn- aði á árinu,“ sagði Eric Daniels, stjórnarformaður Lloyds. -jsk BECKHAM-HJÓNIN Ekki er gert ráð fyrir því að hjónakornin dragi saman neyslu sína þrátt fyrir mikla skuldasöfnun bresku þjóðarinnar. Bretar skulda YOSHIAKI TSUTSUMI Eitt sinn ríkasti maður veraldar, en á nú yfir höfði sér fangelsisdóm. RÍKISSTJÓRN JAPANS HVETUR ÞEGN- ANA TIL AÐ KLÆÐAST LÉTT Þessi unga stúlka lét ekki segja sér það tvisvar og skip- ti dragtinni út fyrir léttari klæðnað. VIÐSKIPTAHALLI Hefur aldrei ver- ið meiri í Bandaríkjunum. Sérfræð- ingar hafa miklar áhyggjur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.