Fréttablaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 64
24 22. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR Tónleikar í Roswell Rokksveitin Foo Fighters, sem spilar í Egilshöll 5. júlí, hélt tón- leika í Roswell í Nýju Mexíkó á dögunum. Lengi hefur verið uppi orðrómur um að fljúgandi furðu- hlutur hafi brotlent á staðnum árið 1947. Dave Grohl, forsprakki Foo Fighters, er áhugamaður um fljúgandi furðuhluti og ákvað að bjóða vinningshöfum í léttri sam- keppni að fara á tónleikana. Þess má geta að Foo Fighter er slangur, sem á uppruna sinn úr síðari heimsstyrjöldinni, yfir undarleg- an ljósagang á himni sem flug- menn komu auga á. ■ Skrifa greinar í unglingavinnunni Mary-Kate og Ashley eins og svart og hvítt Tvíburasysturnar Mary-Kate og Ashley Olsen, sem eitt sinn var ekki hægt að þekkja í sundur, eru orðnar svo ólíkar í útliti að aug- ljóst þykir að þær séu komnar með nóg af því að vera ruglað saman. Stúlkurnar eru nú orðnar nítján ára og hafa leikið frá eins árs aldri. Þær hafa í átján ár byggt upp útgáfu- og afþreyingar- veldi sem malar gull. Þær voru yngstu framleiðendur Bandaríkj- anna þegar þær voru aðeins sex ára og yngstu sjálfsköpuðu millj- ónamæringarnir tíu ára gamlar. Núna eru þær í pásu frá leik- listinni og vinna báðar í tísku- heiminum þar sem Mary-Kate er á nemasamning hjá ljósmyndar- anum Annie Leibovitz og en Ashley vinnur fyrir tískuhönnuð- inn Zac Posen. Mary-Kate hefur verið að berj- ast við átröskun og þrátt fyrir að hafa farið í meðferð síðasta sum- ar er hún enn ekki búin að ná sér. Ashley hefur hins vegar ekki látið glepjast og segist gera sér grein fyrir því hversu slæm áhrif það hefur þar sem þær eru fyrir- myndir milljóna ungra stúlkna. Hún hefur lagt áherslu á heilbrigt útlit og sagði í viðtali nýlega að þær systur myndu að minnsta kosti aldrei falla í þá gryfju að reyna að vera kynbombur og klæða sig á ögrandi og ósiðlegan hátt. Að því leyti hafa systurnar þótt vera góðar fyrirmyndir. Þær eru mjög einbeittar og duglegar að vinna; eru báðar í háskólanámi í New York og ekki mikið úti á líf- inu eins og flestar táningastjörn- ur Hollywood. ■ Sjónvarpsstöðin Sirkus er alltaf í ólæstri dagskrá. Stöðin verður á rásinni þar sem Popp TíVí er núna. Popp Tíví verður á annarri rás á Digital Ísland. SJÓNVARPSSTÖÐIN SIRKUS FER Í LOFTIÐ Á FÖSTUDAGINN FYLGSTU MEÐ! AMERICAN DAD FRÁ FRAMLEIÐENDUM „FAMILY GUY“ MÁNUDAGA KL. 21:00 OLSEN-TVÍBURARNIR Þessi mynd var tekin rúmu árið áður en hinar myndirnar tvær voru teknar. ASHLEY Hún hefur ekki látið sjúklega megrun systur sinnar hafa áhrif á sig. MARY-KATE Systurnar láta aldrei sjá sig fáklæddar og sitja ekki fyrir. FOO FIGHTERS Rokksveitin Foo Fighters spilar á Íslandi 5. júlí. Hópur unglinga starfar vi› bla›amennsku í Gamla bókasafninu í Hafnarfir›i. Krakkarnir hafa skrifa› greinar í bæjarblö›in og vinna nú a› sjónvarpsflætti. FJÖLMIÐLAHÓPURINN Unglingarnir í hópnum fá borgað fyrir blaðamennskuna eins og aðrir í Vinnuskólanum. Starfinu lýkur í lok júlí og verður afraksturinn þá gefinn út í blaðinu Frumraun. Í Vinnuskóla Hafnarfjarðar vinnur nú hópur unglinga við blaðamennsku. Teitur Árnason heldur utan um hópinn, sem starfar í Gamla bókasafninu í Hafnarfirði. „Ég er flokksstjóri, en þetta er í rauninni bara eins og venjulegur hópur nema að hann vinnur við að búa til grein- ar og fréttir,“ segir Teitur. Viku- lega eru birtar fréttir og greinar eftir hópinn á unglingasíðu Víkurfrétta sem gefnar eru út í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álfta- nesi. Einnig er starfrækt net- útgáfa á heimasíðu Vinnuskólans og í lok sumars verður gefið út blaðið Frumraun með verkum unglinganna. „Svo erum við að vinna að heimildarmynd með jafningafræðslu Hafnarfjarðar, Competo-hópnum, sem er eins og fjölmiðlahópurinn nema að krakkarnir fræða jafnaldra sína um fordóma og annað slíkt,“ segir Teitur. Krakkarnir í hópnum voru á fjölmiðlanámskeiði síðasta vetur sem Hlynur Sigurðsson sjón- varpsmaður sá um og var tutt- ugu krökkum úr þeim hóp boðið að vinna við blaðamennsku í Vinnuskólanum. „Þessi fjöl- miðlahópur er hugmynd sem er komin frá mér og ég þróaði í samvinnu við Íþrótta- og tóm- stundanefnd Hafnarfjarðar. Þetta er þriðja sumarið sem hóp- urinn starfar. Ég held að þetta sé uppbyggilegt og skemmtilegt starf fyrir krakkana,“ segir Hlynur. Andrea Fleckenstein er ein af krökkunum í hópnum, en hún fer í tíunda bekk næsta haust. „Ég mæli með þessu, þetta er mjög gaman,“ segir Andrea. „Ég hef tekið viðtöl og núna er ég til dæmis að skrifa grein um notuð föt. Við tökum viðtöl við fólk og skrifum um það sem er búið að gerast í Hafnarfirði,“ segir hún. Andrea sá auglýsingu í skólan- um um námskeiðið síðasta vetur og í framhaldi af námskeiðinu var henni boðið að vinna í fjöl- miðlahópnum. „Ég er búin að læra ýmislegt,“ segir Andrea, en viðurkennir að enn sem komið er hafi hún ekki ákveðið að leggja blaðamennskuna fyrir sig í framtíðinni. rosag@frettabladid.is Karl Mueller, bassaleikari rokk- sveitarinnar Soul Asylum, er lát- inn 41 árs að aldri. Mueller, sem hafði glímt við krabbamein í hálsi í rúmt ár, lést á heimili sínu í Minneapolis. Mueller var einn af stofnend- um Soul Asylum og spilaði með sveitinni í yfir 20 ár, ásamt söngv- aranum og gítarleikanum Dan Murphy og Dave Pirner. Frægasta lag sveitarinnar er án efa Runaway Train af plötunni Grave Dancers Union frá árinu 1992. Skömmu fyrir dauða Mueller lauk Soul Asylum við sína fyrstu plötu með nýju efni síðan Candy From a Stranger kom út 1998. ■ Bassaleikari Soul Asylum látinn SOUL ASYLUM Karl Mueller, lengst til vinstri, ásamt félögum sínum í Soul Asylum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.