Fréttablaðið - 22.06.2005, Page 30

Fréttablaðið - 22.06.2005, Page 30
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN6 Ú T L Ö N D Jón Skaftason skrifar Olíuverð hefur hækkað gríðarlega undanfarin misseri og stendur nú í rúmum 59 dölum á tunnu. Olíuverð hefur á árinu hækkað um 30 prósent og sér ekki fyrir endann á hækkunum. Í síðustu viku tóku samtök olíuuframleiðsluríkja, OPEC, þá ákvörðun að auka ársframleiðslu um hálfa milljón tunna og freista þess þannig að knýja fram verðlækkanir. Sérfræðingar telja hins vegar ólíklegt að það ætlunarverk takist. Í fyrsta lagi sé ekki gefið að framleiðendur ráði við aukninguna og í öðru lagi sé eftirspurn svo gríðarleg að óvíst sé að verð lækki þrátt fyrir að framboð aukist. Eftirspurn hefur undanfarið aukist mjög í Bandaríkjunum, þar sem sumarfrí standa nú yfir og bensínþörfin eftir því. Einnig heldur olíuþörf Kínverja áfram að aukast samfara sífellt meiri framleiðslu. Síðasta áfallið dundi svo yfir í Nígeríu á dögun- um en nokkrar stórþjóðir; til að mynda Bandaríkin, Bretland og Þýskaland, neyddust til að loka sendi- ráðum sínum í Lagos, stærstu borg landsins, eftir að sprengjuhótanir bárust frá íslömskum víga- mönnum. Nígería er áttunda stærsta olíuframleiðsluríki veraldar og kaupa Bandaríkjamenn mikla olíu þaðan. Ástandið í landinu hefur undanfarið ekki verið beysið, í síðustu viku var til að mynda þrem- ur starfsmönnum olíurisans Shell rænt en þeim var síðan sleppt nokkrum dögum seinna. Þóttu þessir atburðir leiða í ljós þann titring sem ríkir meðal olíuframleiðenda en ekki þarf mikið til að skortur verði á olíu. Svo er komið að smávægi- legar truflanir geta valdið miklum verðhækkunum. Tobin Gorey hjá Samveldisbankanum sagðist efast um að framleiðendur önnuðu eftirspurn: „Olíubirgðir eru af skornum skammti og eftirspurn mikil. Það er ekki ólíklegt að skortur verði á olíu í náinni framtíð“. Daniel Hynes, sérfræðingur í orkumálum hjá ANZ banka, var ekki bjartsýnni: „Það er ólíklegt að bandarískir olíuframleiðendur anni eftirspurn landa sinna. Það kæmi mér ekki á óvart þótt verð skytist yfir 60 dali á næstu misserum“.                                                     ! """"  !   #$% & !   !'         ( )*  )+( )   ' ),    -    (      )% & (          ' !   ).  -  *!     )/ ),% & )%0     -   1  )     )     % & -   -   -  (    )2 -    "          )3       !   ( (     - (   )    04  - )#   -        ), '"  (      )5  ) % & 6(    7 0     (    )- % &  6      (    (    (     ( ),% & )8'    0      - ( 9   )1  )#    ) 3 1  -     ! '   % &   9  ) 1 ) :4 + 4 : ')                       % & +% 0 +;<=)>#$?@A(-)  B" " )# B)C>B)@@@)7 % & 2 % 0 =0=B)=#$?@@(-)  >" " )# >)C$B)@@@)7 % & 2 D =0=B)=#$?@@(-)  >" " )# E)?$B)@@@)7FFF)  & ) % & + % & 2  % & 8% #'    Netbóksalan Amazon.com fagnar um þessar mundir tíu ára afmæli sínu. Hyggst fyrirtækið halda upp á afmælið með trompi og heldur risatónleika, þar sem meðal annars koma fram Bob Dylan og Norah Jones. Aðgang fá þó einungis starfsmenn fyrir- tækisins, hinir verða að gera sér að góðu að sjá tónleikana í gegn- um vefsíðu Amazon. Amazon var stofnað árið 1995 af Jeff Bezos, sem nú er stjórnar- formaður fyrirtækisins. Bezos hafði áður selt bækur út úr bíl- skúrnum heima hjá sér og ári áður hafði hann stofnað aðra net- bókabúð, Cadabra.com. Sú varð þó ekki langlíf og var rekstri fljótlega hætt. Bezos gafst þó ekki upp og stofnaði Amazon. Á þessum árum var internetið að festa sig í sessi og fékk Bezos þá flugu í höfuðið að fyrst hefð- bundin bókabúð gæti selt 200 þúsund bækur á ári, gætu selst margfalt fleiri bækur í gegnum netið. Það reyndist rétt hjá hon- um. Það byrjaði þó heldur brösug- lega hjá fyrirtækinu og var það rekið með tapi fyrstu árin. Árið 1997 var fyrirtækið sett á hluta- bréfamarkað en ávöxtun hlut- hafa var í fyrstu heldur lítil. Höfðu margir á orði að Amazon yxi heldur hægt samanborið við önnur internetfyrirtæki. Amazon var þó eitt þeirra fyrirtækja sem eftir stóðu þegar netblaðran sprakk árið 2000 og smám saman byrjuðu hjólin að snúast. Árið 2002 var í fyrsta skipti afgangur af rekstrinum og á síðasta ári var hagnaður Amazon um 50 milljarðar króna. Amazon er ekki lengur ein- ungis bóksala og má í dag finna þar nánast allt milli himins og jarðar; allt frá matvælum og verkfærum að raftækjum og skartgripum. Fyrirtækið rekur einnig fjöld- ann allan af vefsíðum og hliðar- verkefnum; frægast þeirra er líklega kvikmyndagagnagrunn- urinn Internet Movie Database (www.imd.com), þar sem finna má upplýsingar um allt milli him- ins og jarðar er við kemur kvik- myndum. Jeff Bezos þykir hafa unnið mikið afrek með því að koma Amazon á laggirnar og er talinn til frumkvöðla er kemur að versl- un á netinu. Hið virta bandaríska tímarit Time valdi hann til að mynda mann ársins 1999. -jsk S Ö G U H O R N I Ð Amazon.com – tíu ára Enn hækkar olíuverð Olíuverð hefur hækkað um þrjátíu prósent á þessu ári. Sér- fræðingar óttast að framleiðsluaukning nægi ekki til að knýja fram verðlækkanir og tala um að olíuskortur sé á næsta leiti. Fyrirtæki Land Gengi Gjald- (Gengi Breyting miðill gjaldmiðils) BTC Búlgaría 393,18 Lev 40,88 0,46% Carnegie Svíþjóð 82,50 SEK 8,63 1,84% deCode Bandaríkin 8,28 USD 65,21 6,80% EasyJet Bretland 2,43 Pund 119,09 -4,78% Finnair Finnland 7,14 EUR 79,65 -0,05% French Connection Bretland 2,70 Pund 119,09 -0,11% Intrum Justitia Svíþjóð 53,00 SEK 8,63 2,50% Low & Bonar Bretland 0,97 Pund 119,09 0,35% NWF Bretland 5,37 Pund 119,09 -0,08% Scribona Svíþjóð 14,70 SEK 8,63 4,01% Singer & Friedlander Bretland 3,15 Pund 119,09 1,48% Skandia Svíþjóð 41,90 SEK 8,63 3,76% Somerfield Bretland 1,96 Pund 119,09 -0,27% Miðað við gengi bréfa og gjaldmiða 20. júní 2005 Ú T R Á S A R V Í S I T A L A 1 1 0 , 3 5 1 , 2 5 % Danski bjórrisinn Carlsberg hefur komist yfir 46 prósenta hlut í kínverskri bruggverk- smiðju. Kaupverðið var um 150 milljónir króna og var Carlsberg eini bjóðandinn. Vill Carlsberg með kaupunum minnka framleiðslukostnað og auka umsvif sín í Vestur-Kína. Fyrirtækið á nú þegar nokkrar bjórverksmiðjur í Kína, auk einnar í Tíbet. Forsvarsmenn Carlsberg stað- festu kaupin, en vildu ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Kína er stærsti bjór- framle iðandi veraldar, þrátt fyrir að meðal- neysla á mann sé einungis tíundi hluti af því sem tíðkast á Vesturlönd- um. Kínverska bjóriðn- aðarsambandið segir framleiðslu hafa aukist um fimmtán prósent á síðasta ári og búast þeir við frekari aukningu í ár, en í landinu eru meira en 400 bruggverksmiðjur. -jsk JEFF BEZOS, STOFNANDI AMAZON.COM Fyrir- tækið fagnar um þessar mundir tíu ára afmæli sínu. Bezos hyggst af því tilefni halda risatón- leika fyrir starfsmenn sína. OLÍUHREINSISTÖÐ Í KALIFORNÍU Bandaríkjamenn framleiða talsvert af olíu en þurfa einnig að kaupa hana annars staðar frá. Nú óttast menn að olíuskortur kunni að koma upp eftir að fréttir bárust af miklum óstöðugleika í Nígeríu, sem er áttundi stærsti olíufram- leiðandi veraldar. BJÓR Carlsberg hefur komist yfir stóran hlut í kínverskri bruggverk- smiðju. Fyrirtækið á nokkrar verk- smiðjur fyrir í landinu. Carlsberg til Kína Danski bjórrisinn hefur fest kaup á bjórverksmiðju í Kína. Hvergi er bruggaður meiri bjór en í Kína.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.