Fréttablaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 10
FAGNAR FLUGRÉTTINDUM Hanadi Zakaria, fyrsta sádi-arabíska konan sem fær at- vinnuflugmannsréttindi, brosir hér til ljós- myndara í flugskólanum Mideast Aviation Academy í Amman í Jórdaníu. 10 22. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR Kortanúmerum stolið í Bandaríkjunum á allt að hálfs árs tímabili: Hundru› íslenskra korta í hættu ÞJÓFNAÐUR Talið er að tölvuþrjótar í Bandaríkjunum hafi komist yfir greiðslukortanúmer í allt að hálft ár áður en lokað var fyrir lekann. Á þriðja hundrað íslensk kortanúmer komust í hendur þjófanna og þurfa eigendur þeirra að fá ný kort. Lekinn var rakinn til Card- Systems Solutions í Bandaríkjun- um, en fyrirtækið sérhæfir sig í af- greiðslu greiðslubeiðna fyrir fjár- málastofnanir. Alls er talið að þjófarnir hafi haft aðgang að um 40 milljónum kortanúmera frá helstu greiðslukortafyrirtækjum. Bergþóra Karen Ketilsdóttir, forstöðumaður upplýsingatækni- sviðs Mastercard, segir búið að loka kortum sem talið er að þjófarnir hafi náð. „Við vorum búin að uppgötva 16 kort með okkar eigin svikavakt, en síðan fengum við upplýsingar um að þau væru 50 í allt og lokuðum þeim,“ segir hún. „Kort frá VISA Íslandi sem tengjast málinu eru 179 talsins, en þar af er talsvert af kortum sem búið var að loka,“ segir Þórður Jónsson, sviðsstjóri hjá VISA Ís- landi. -óká Deilurnar í Garðasókn: Engar sættir í nánd PRESTSDEILA „Ég sagði sem var, að sættir hefðu verið reyndar og ekki tekist,“ segir Matthías G. Pétursson, formaður Garða- sóknar, en áfrýjunarnefnd þjóð- kirkjunnar hefur sent málsaðil- um í deilumálinu í Garðasókn sáttatillögu. Sóknarpresturinn, Hans Markús Hafsteinsson, lýsti sig reiðubúinn til sátta en gagnaðilar hans ekki. „Ég svaraði erindinu þannig fyrir hönd sóknarprestsins að hann væri reiðubúinn til þrautar að ná sáttum sem allir gætu unað við og hann rétti þannig fram sáttahönd en því höfnuðu hinir,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Hans Markúsar. Lögmenn sóknarformannsins og varaformanns sóknarinnar auk djákna og prests hafa hafn- að sáttatillögu Páls Sigurðsson- ar, formanns áfrýjunarnefndar- innar. Er því búist við að áfrýj- unarnefndin kveði upp úrskurð sinn í málinu á næstu dögum en Hans Markús hefur þeg- ar tilkynnt að hann muni ekki una úr- skurði áfrýjunar- nefndarinnar um tilfærslu í starfi. -hb FLUGSAMGÖNGUR Lenging Akur- eyrarflugvallar um 460 metra er forsenda þess að hægt sé að hefja arðvænlegt millilandaflug til og frá Akureyri, segir Njáll Trausti Friðbertsson, viðskipta- fræðingur og flugumferðar- stjóri. Í Samgönguáætlun 2005 til 2008 er ekki gert ráð fyrir leng- ingu Akureyrarflugvallar heldur einungis að gerð verði könnun á þörf fyrir lengingu flugbrautar- innar ásamt fyrstu kostnaðará- ætlun. „Lengingin kostar 300 til 350 milljónir króna, svipað og tíu til fimmtán kílómetra langur vegaspotti,“ segir Njáll Trausti. Á fjölmennum kynningar- fundi á Hótel KEA á Akureyri í gær kynnti Njáll Trausti niður- stöður verkefnis sem hann hafði umsjón með, fyrir hönd Rann- sóknastofnunar Háskólans á Akureyri, um millilandaflug frá Norður- og Austurlandi til áfangastaða í Evrópu. Að hans mati er Akureyrarflugvöllur vannýttur og nauðsynlegt að lengja hann til að skapa forsend- ur fyrir aukinni nýtingu. „Akur- eyrarflugvöllur fullnægir öllum helstu kröfum flugrekstraraðila öðrum en flugbrautarlengd. Með því að lengja völlinn í 2.400 metra munu fleiri tegundir flug- véla geta notað hann og um leið yrði völlurinn hentugri fyrir lággjaldaflugfélög,“ segir Njáll Trausti. Kaupfélag Eyfirðinga kostaði rannsóknarverkefnið og segir Andri Teitsson, framkvæmda- stjóri KEA, að félagið sé tilbúið að leggja fram umtalsverða fjár- muni svo hægt verði að ráðast í lengingu flugbrautarinnar sem fyrst. „Við stefnum á að ræða við samgönguyfirvöld og þá fyrst kemur í ljós hvort hægt er að flýta framkvæmdum og hversu mikla fjármuni KEA er tilbúið að leggja í verkefnið,“ segir Andri. Grænlandsflug hélt uppi beinu flugi tvisvar í viku á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar á árinu 2003 og segir Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarð- ar, að 6.640 manns hafi nýtt sér þjónustuna: „Flugið var ákveðið með stuttum fyrirvara og nýting- in var slök til að byrja með en óx jafnt og þétt og var komin í um 70 prósent þegar Grænlandsflug ákvað snögglega að hætta fluginu.“ kk@frettabladid.is Forstjóri Neytendastofu: Níu sækja um stö›una NEYTENDUR Níu sóttu um starf for- stjóra Neytendastofu, átta karlar og ein kona. Þau eru Egill Heiðar Gíslason, Ingibjörg Björgvinsdóttir, Ingólf- ur Oddgeir Georgsson, Jóhannes Þorsteinsson, Jón Egill Unndórs- son, Jón Magnússon, Leo J.W. Ingason, Páll Haraldsson og Tryggvi Axelsson. Neytendastofa er ný ríkis- stofnun. Hún á að gegna eftirlits- hlutverki á sviði neytendamála, ásamt því að vinna að stefnumót- un og annast útgáfu upplýsinga um þau mál. Ráðið verður í stöðuna frá 1. júlí. ■ BERGÞÓRA KAREN KETILSDÓTTIR Búið er að loka öllum greiðslukortum sem grunur lék á að hefðu komist í hendur tölvuþrjóta í Bandaríkjunum. Hún hvetur fólk til að fylgjast vel með greiðsluyfirliti sínu. Morðhótun rekin ofan í sendiherra Jón Baldvin Hannibalsson dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur SPÁNN RÁÐIST GEGN MAFÍÓSUM Spænska lögreglan handtók um helgina 28 manns frá fyrrverandi Sovétlýðveldum sem grunaðir eru um að standa fyrir skipu- lagðri glæpastarfsemi á vinsæl- um ferðamannastöðum í landinu. Rassían var gerð á Costa del Sol, Alicante og í Barcelona. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L M YN D A P ALFREÐ ÞORSTEINSSON Í Elliðaánum á opnunardegi á mánudag. Borgarstjórn: Alfre› forseti SVEITARSTJÓRNARMÁL Alfreð Þor- steinsson var kjörinn forseti borg- arstjórnar í gær. Tekur hann við forsetastarfinu af Árna Þór Sig- urðssyni, sem gegnt hefur starfinu frá árinu 2002, en í leyfi hans aðundanförnu hefur Stefán Jón Hafstein gegnt starfi forseta borg- arstjórnar. Alfreð hefur átt sæti í borgarstjórn fyrir hönd Reykja- víkurlistans frá árinu 1994 en fyrst tók hann sæti í borgarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn árið 1971 og sat þá til ársins 1978. -hb FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Niðurhal dótturinnar: Mó›ir fer í fangelsi BRETLAND Emily Price, tánings- stúlka frá Cheltenham á Englandi, hefur heldur betur komið móður sinni í klandur með því að hlaða niður tónlist með vinsælum hljóm- sveitum á tölvu sína. Þar sem móð- irin, Sylvia að nafni, er ábyrgðar- maður stúlkunnar hefur henni verið send sekt upp á hálfa milljón króna fyrir athæfi dótturinnar. „Ég veit ekki hvernig ég get aflað þessara peninga. Ég verð að fara í fangelsi af því að ég á ekki svo mikið fé,“ sagði Sylvia Price í viðtali við The Guardian. Vegna ólöglegs niðurhals verða tónlistarmenn af talsverðum tekj- um og því tekur lögreglan á slíkri iðju af mikilli hörku. ■ Kaupfélagi› vill styrkja lengingu Akureyrarflugvallar Til a› koma á hagkvæmu millilandaflugi til og frá Akureyri flarf a› lengja flugvöllinn. Kostna›urinn er talinn vera 300 til 350 milljónir króna og er KEA tilbúi› a› leggja fram umtalsver›a fjármuni svo hægt ver›i a› rá›ast í framkvæmdir hi› fyrsta. VÍDALÍNSKIRKJA Í GARÐASÓKN Úrskurðar- nefnd þjóðkirkjunnar kveður upp úrskurð sinn á næstu dögum í deilu- málinu í Garða- sókn. Þau mistök urðu í blaðinu þegar fjallað var um framúrkeyrslu ráðuneyta úr fjárlögum 18. júní síðastliðinn að talað var um sýslumannsembættið í Keflavík þegar átt var við sýslumanns- embættið á Keflavíkurflugvelli. Rangt var farið með nafn viðmæl- anda í grein Fréttablaðsins um bensínverð í gær. Konan heitir Sig- ríður Böðvarsdóttir. Rangt var farið með nafn sjón- varpsstjóra Skjás eins, Magnúsar Ragnarssonar, í forsíðufrétt Frétta- blaðsins í gær. LEIÐRÉTTING FJÖLMENNUR KYNNINGARFUNDUR Um 100 manns mættu á fundinn og þurfti að stækka salinn þar sem fundurinn var haldinn og bæta við borðum og stólum til að allir fundar- gestir kæmust fyrir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.