Fréttablaðið - 22.06.2005, Side 19

Fréttablaðið - 22.06.2005, Side 19
3MIÐVIKUDAGUR 22. júní 2005 hertzerlendis@hertz.is 15.400 Vika í Frakklandi Opel Corsa eða sambærilegur kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. *Verð á viku miðað við 14 daga leigu. * ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 2 77 07 03 /2 00 5 50 50 600 Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta golfvöllur vikunnar } Þorláksvöllur GOLFKLÚBBUR ÞORLÁKSHAFNAR Þorláksvöllur er 18 holu völlur og sá lengsti á landinu eða um sex kílómetrar. Völlurinn þykir dálítið erfiður og sérstakur, meðal annars vegna þess að hann er einn af fáum völlum á landinu með sandundirlagi. Vinsælasta holan er sú sext- ánda, par þrjú hola með vatn öðrum megin við flötinn og órækt hinum megin þannig að menn þurfa að vera mjög nákvæmir til að hitta. Vallargjöldin eru 2.800 krónur en 4.000 fyrir hjón. Fjórtán til átján ára komast á völlinn fyrir 1.400 krónur en yngri en fjórtán ára fá frítt. Nánari upplýsingar má fá á www.golf.is. Fréttablaðið/Edwin Rögnvaldsson Hver laxveiðiáin af annarri fer í gang þessa dagana og má segja að yfir heildina lofi veiðin góðu. Veiði er misjöfn svo eftir er tekið. Menn eru sjálfsagt óþolin- móðir í Laxá í Kjós þar sem hefur verið rólegt í vor, en veiðin er farin af stað eftir hæga byrjun í Norðurá. Hópur sem lauk þar veiði eftir þrjá daga fyrr í vikunni var með 34 laxa, en það er rétt rúmlega lax á stöng á dag, miðað við tíu stangir í þrjá daga. Áin er því komin í hið fræga „meðaltal meðaltala“ fyrir laxveiði: einn á stöng á dag. Eftir því sem fregnir herma skera þrjár ár sig úr, með væna fiska: Blanda, Miðfjarðará og Haffjarðará ñ en þar er uppistaðan í afla lax sem hefur verið tvö ár í sjó - yfir 10 pundum.ÝLax sem gengur fyrst eins og lögmál náttúrunnar segja. Það vekur athygli að þetta eru ár sem flokka má sem „sjálfbærar“, lítið um seiðasleppingar eða ekki neitt, og haustveiði takmörkuð svo ekki kemur niður á hrygningu. Er þetta lykill að gátunni um hvers vegna lítið sést af stórfiski annars staðar? Kjarrá, Þverá, Norðurá og fleiri gefa sárafáa fiska af þeirri stærð sem áður voru uppistaða í vorveiði. Silungsveiðimenn eru almennt ánægðir með lífið, enn er mikill gangur á urriðasvæðinu í Laxá í Þing, alltaf eru einhverjir að gera það gott á Þingvöllum og einn náungi sem er að byrja í Elliðavatni varð heldur undrandi þegar hann heyrði á tal tveggja „gamal- reyndra“ þar sem kom í ljós að annar var búinn að landa 200 í vor! Úr heilræðabankanum drögum við þá ábendingu að nú þegar líður á júní fara vötn og ár hlýnandi. Silung- urinn er því í miklu æti, sem oftar en ekki gefur góð- ar vísbendingar um hvernig flugur sé best að nota. Stærðin skiptir þar máli. Eða öllu heldur smæðin. Ætið er oft miklu minna en vorflugur silungsveiði- manna, svo nú má prófa smáar flugur, allt niður í VEIÐISUMARIÐ með Stefáni Jóni Hafstein VEIÐIFRÉTTIR Í SAMSTARFI VIÐ FLUGUR.IS Hvað má flugan vera stór? Benedikt Jóhannesson og Viktor Smári Sæmundsson skipta með sér feng! Þeir sem kjósa að skipuleggja sín- ar utanlandsferðir sjálfir geta farið inn á erlenda ferðavefi og skoðað upplýsingar um ferðir og gisti- möguleika. Það er hins vegar oft mjög tímafrekt. Nú er hægt að fara inn á nýjan íslenskan ferða- vef þar sem er að finna upplýs- ingar um flest sem lýtur að spennandi ferðalagi í útlöndum Á vefnum er meðal annars að finna tilboð erlendra ferðaskrifstofa og flugfélaga, upplýsingar um gist- ingu, íbúðaskipti, borgir, afþrey- ingu, veitingastaði og veður víða um heim svo fátt eitt sé nefnt. Á vefnum er hægt að gerast áskrifandi að fréttabréfi með því helsta sem er að gerast. Slóðin á vefinn er www.ferdalangur.net Stafafell í Lóni er víðáttumikið útivistar- svæði sem nær frá eyjunni Vigur og fjöru allt að vatnaskilum milli Lóns og Fljótsdals. Það er einstakt 40 km þver- snið af íslenskri náttúru og þar er margt að sjá og fræðast um. Gunnlaugur B. Ólafsson, líffræðingur frá Stafafelli, hefur skipulagt göngur um svæðið undanfarin ár og í sumar verður það sama uppi á teningnum. „Þetta svæði er mjög vinsælt til gönguferða enda margt að sjá og landslagið ákaf- lega fjölbreytt, maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt,“ segir Gunnlaugur. Á hverjum degi er boðið upp á rútu- ferðir frá Stafafelli inn á Illakamb og þar er farið í þriggja tíma gönguferðir. Þeir sem vilja labba lengra geta farið í fjög- urra til fimm daga ferðir, sem Gunn- laugur segir að séu afar fjölbreytilegar og spennandi. „Þetta er ein allsherjar náttúruupplifun. Náttúran hér hefur upp á svo margt að bjóða og sérstaða svæðisins felst einmitt í breytileikanum. Hér höfum við votlendi, hrjóstruga mela, gil, tinda, fossa, kjarr og snjó. Fólk fær tækifæri til þess að njóta svæðisins til fulls því í gönguferðunum reynum við að bjóða upp á afurðir frá svæðinu. Við grillum lambalæri og sil- ung úr ánni, tínum krydd og þess hátt- ar,“ segir Gunnlaugur sem á von á maörgum gestum í Stafafell í sumar. Á vefnum eru nytsamlegar upplýsingar um ferðalög erlendis. Nýr íslenskur ferðavefur Á VEFNUM ER MEÐAL ANNARS HÆGT AÐ NÁLGAST UPPLÝSINGAR UM TILBOÐ ERLENDRA FERÐASKRIFSTOFA OG FLUGFÉLAGA. stærðir 14-16 og þaðan af smærra. Í Elliðavatni er Tailor góð, í stærð 14-16. Á heiðum uppi má nota mýlirfueftirlíkingar, og þá þarf að grenna tauminn líka, 4-5 punda taumur er margfalt meira en nóg til að landa vænum silungi. Sjálfur veiddi ég spik- feitar bleikjur um helgina, allt upp í 4-5 pund, en þær voru út- troðnar af lirfu sem var 3-4 millimetrar að lengd. Flugan sem gaf var lítill kúluhaus, Pheasant tail númer 16. Fleiri veiðifréttir daglega og heilræði við veiðar á www.flug- ur.is; Flugufréttir koma alla föstudaga í tölvupósti til áskrifenda á flugur.is með ítarlega umfjöllun um allt sem varðar veiði- skap í sumar Langar og stuttar gönguferðir í stórbrotinni náttúru STAFAFELL Í LÓNI ER MIKIL NÁTTÚRUPARADÍS. Í SUMAR VERÐUR BOÐIÐ UPP Á STUTTAR OG LANGAR GÖNGUFERÐIR UM SVÆÐIÐ. Göngumenn á ferð í Víðagili í Stafafelli í Lóni. Náttúran er fjölbreytileg á þessu svæði. Háskaleg gil og skjólsælir birkihvammar í bland við litadýrð líparítsins. M YN D : G U N N LA U G U R B . Ó LA FS SO N

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.