Fréttablaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 555 7500 Gerum þök og svalagólf vatnsheld Nánari upplýsingar á www.pace.is Málarameistari sér um þakið Síðan 1991 Meistari sagnanna, Jónas Árna-son, lýsti einu sinni fótboltaleik sem strákpattar iðkuðu á Landakots- túni. Það var alveg sama hvar á tún- inu boltinn var, aldrei var innkast og aldrei var útspark og aldrei var hornspyrna. Það var ekki fyrr en einum leikmannanna varð á sparka boltanum af þvílíku afli að boltinn barst út á Túngötu, þar sem hann rann niður eftir götunni, og þegar sá sem hafði sparkað kom aftur með boltann, að loks var innkast. Regl- urnar voru sem sagt mjög óskýrar. Samt hélt leikurinn áfram lengi vel, ekkert var rifist og ekkert var deilt. Meira að segja var ekki nokkur leið að sjá hver átti boltann. SVO VERÐA STRÁKAR menn og þá er ekki lengur hægt að etja kappi daglangt án þess að á keppnisvellin- um séu strikaðar línur, dómari og fleiri sem sjá um að allt fari fram eins og ætlast er til og enginn hafi rangt við. Strákarnir hafa hins vegar leikinn svo einfaldan. Sá tekur vítið sem brotið var á. Það þarf ekki að ræða frekar. Og það sem meira er, að þegar börn eru börn er valið í liðið og skipað í stöður eftir því hvar hver og einn er heppilegastur og á mest erindi. SVO VERÐA STRÁKAR menn og þá eru gömlu einföldu lögmálin ekki lengur í gildi. Þá er ekki lengur valið í liðið eftir því hver er bestur hvar og hver er bestur í hverja stöðu. Þá er svo komið að þá skiptir mestu hver er hver og hver þekkir hvern. Vítaskyttan í þeim leik þarf ekki einu sinni að drífa að markinu. Önn- ur lögmál hafa tekið yfir. Þegar krakkarnir leika sér er keppnin í gangi, án þess að regluverkið sé yfir- þyrmandi. Þá skiptir máli að sigra. SVO VERÐA STRÁKAR menn og þá er keppnisskapið farið, komnar alls kyns reglur sem jafnvel er keppst við að brjóta. Svo það sem er kannski merkilegast af öllu. Þegar búið er að velja bestu vinina í liðið og allar stöður eru mannaðar eru kannski bara búin til ný lið fyrir næstbestu vinina og varamönnum jafnvel fjölgað og fjölgað fyrir þriðju bestu vinina. Þannig er til dæmis í sendiherraliðinu gomma af varamönnum. Hvernig verður leik- urinn þegar stelpurnar fá að vera með, verður skipt út af eða búin til ný lið? ■ BAKÞANKAR SIGURJÓNS M. EGILSSONAR Engar reglur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.