Fréttablaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 36
Hægt er að nálgast nánast allar bíómyndir á íslenskum
gagnastöðvum á sama tíma og þær eru til sýninga í kvik-
myndahúsum. Þetta kemur fram í rannsókn sem Elfa
Björg Aradóttir gerði í lokaverkefni sínu í Háskólanum í
Reykjavík.
NÆSTUM ALLAR BÍÓMYNDIR KOMNAR Á NETIÐ
Elfa Björg skoðaði annars vegar hvaða myndir væri hægt
að nálgast á innlendum skráaskiptisíðum og hins vegar
hvaða myndir væri hægt að sækja til útlanda með svoköll-
uðum Torrent-hugbúnaði. Elfa Björg bar saman lista yfir
sýningar kvikmyndahúsa og niðurstöður leitar á bæði
innlendum og erlendum síðum. Þetta gerði hún þrisvar í
vetur. Í ljós kom að hægt er að nálgast 82 prósent mynda
kvikmyndahúsana með BitTorrent-búnaði og 45 prósent
þeirra mynda sem ekki hafa verið frumsýndar en eiga að
koma til sýningar á næstu tveimur vikum.
Innhal á gögnum frá útlöndum hefur lengst af kostað
nokkuð mikið hér á landi og er það ekki fyrr en á allra síð-
ustu misserum sem fjarskiptafyrirtækin hér á landi
breyttu þeirri stefnu sinni í kjölfar komu Hive inn á
markaðinn. Fram að þeim tíma kostaði hvert gígabæt af
innhali frá útlöndum ríflega tvö þúsund krónur. Þar sem
hver bíómynd er að minnsta kosti 700 megabæt var ekki
hagkvæmt að hlaða niður heilli bíómynd frá útlöndum,
sérstaklega í ljósi þess að aldrei er hægt að hafa fulla
vissu um gæði myndar sem sótt er ólöglega.
LOSNA VIÐ ERLEND INNHAL
Af þessum sökum voru starfrækt hér á landi mjög öflug
dreifinet. Notendur gátu því sótt bíómyndir án þess að
greiða fyrir erlent innhal. Í rannsókn Elfu Bjargar kemur
fram að í vetur var hægt að nálgast á íslenskum gagna-
bönkum ríflega 70 prósent mynda sem voru í sýningum
kvikmyndahúsana og um 35 prósent þeirra mynda sem til
stóð að frumsýna á næstu vikum eftir að rannsóknirnar
voru gerðar.
Áður en takmörk á erlendu innhali voru felld niður var
algengast að einstaklingar nýttu sér aðstöðu í vinnu eða
skóla til þess að sækja myndir til útlanda og kæmu þeim
síðan í dreifingu á innlendum netþjónum. Flestir hér á
landi nota samskiptaforritið DC++. Notendur tengjast inn
á miðlæga netþjóna en til þess að geta hlaðið niður gögn-
um þarf einnig að bjóða öðrum upp á slíkt hið sama og
eftir því sem menn geta séð öðrum fyrir meira magni efn-
is þeim mun betri aðgang hafa þeir af efni annarra. Þannig
myndast ákveðin stéttskipting í samfélagi þeirra sem
stunda það að skiptast á gögnum á netinu. Þeir sem eru
duglegir við að dreifa efni komast inn á betri svæði þar
sem þeir geta nálgast meira úrval efnis og verið tryggari
um að gæðin séu í lagi. Þetta kerfi ýtir einnig undir sam-
félagsvitund í hópnum en um leið gerir það að verkum að
þátttakendur verða allir samsekir í kolólöglegu athæfi.
NETUMFERÐ FÉLL UM HELMING
Á síðasta ári hófst mikil rannsókn á ólöglegri dreifingu
tónlistar og myndefnis á netinu hér á landi. Fjöldi af
tölvum var gerður upptækur og nokkrir þurftu að gista
fangageymslur. Þegar aðgerðin fór af stað minnkaði
umferð á netinu hér á landi um helming. Það gefur til
kynna umfang ólöglegs afþreyingarefnis á netinu.
Refsingin við því að eiga og dreifa efni sem varið er af
höfundarrétti getur varðað sektum og fangelsi í allt að tvö
ár. Að auki geta eigendur höfundarréttar höfðað einkamál
á hendur dreifingaraðilum og hafa kröfur í slíkum málum
numið gríðarlegum upphæðum í Bandaríkjunum þar sem
um verulega hagsmuni er að ræða.
Töluverð harka hefur færst í heim ólöglegrar dreifin-
gar á netinu og ljóst að forsprakkar slíkrar starfsemi gera
sér vel grein fyrir þeirri áhættu sem henni fylgir og
leggja áherslu á að hylja slóð sína. Í kjölfar lögreglu-
rannsóknarinnar í fyrra tók þó ekki langan tíma að koma
dreifingu aftur í gang en mikil leynd hvílir yfir mörgum
af helstu miðstöðvum ólöglegs afþreyingarefnis á Íslandi.
Aðeins þeir sem er algjörlega treyst í er gefinn kostur á
að tengjast bestu tengipunktunum þar sem nýjasta og
besta efnið er að finna.
VINSÆLT AÐ STELA SJÓNVARPSEFNI
Rannsókn Elfu Bjargar náði til kvikmynda en það færist
einnig mjög í vöxt að vinsælir sjónvarpsþættir séu sóttir
á netið. Nú er vinsælast að hala inn Desperate House-
wives en spennuþættirnir Lost og 24 eru einnig í mikilli
dreifingu.
„Ef þáttur er sýndur í Bandaríkjunum á mánudagi þá
er oftast hægt að finna hann á þriðjudagi eða miðvikudegi
á innlendu vefjunum. Ef þátturinn er ekki kominn þá
skoða ég hvort ég sæki hann ekki sjálfur til útlanda og
kem honum þannig í dreifingu hér á landi. Þannig ber fólk
sem tekur þátt í þessu ákveðna ábyrgð og þurfa að vera
fyrstir til að sækja ákveðna hluti,“ segir netverji sem
tekið hefur þátt í skjalaskiptum á netinu í mörg ár.
Elfa Björg einskorðaði rannsókn sína við kvikmyndir
en segist telja að um þessar mundir sé mun algengara að
sjónvarpsþáttum sé hlaðið niður heldur en kvikmyndum.
KVIKMYNDIR TAKA VIÐ AF TÓNLIST
Fyrstu kynni flestra netverja af svökölluðum „peer-to-
peer“ skjalaskiptum urðu í kjölfar tilkomu Napster-for-
ritsins. Útbreiðsla þess var gríðarlega þegar hæst lét og
hægt var að nálgast nánast hvað sem er. Tónlistariðnaður-
inn hefur þó barist um á hæl og hnakka til að stemma
stigu við þeim hugverkaþjófnaði sem hann hefur orðið
fyrir. Forsvarsmenn í tónlistinni segja að minni sölu á
geisladiskum megi rekja til auðvelds aðgengis að stolinni
tónlist á netinu.
Þó hafa rannsóknir ekki sýnt fram á einhliða niðurstöð-
ur í þessum efnum og því er jafnvel haldið fram að dreif-
ing tónlistar með ólöglegum leiðum hafi ýtt undir sölu á
tónlist þar sem áhugi fólks á tónlist hafi vaxið mjög með
auknu aðgengi.
TÓNLISTARIÐNAÐURINN Í VARNARSTÖÐU
Þeir sem telja viðbrögð tónlistariðnaðarins of harkaleg
vilja halda því fram að tónlistariðnaðurinn geti að nokkru
leyti kennt sér sjálfum um hversu algengur þjófnaðurinn
sé og benda á að tónlistariðnaðurinn hafi verið seinn til að
bregðast við tækninýjungum líkt og verið hafi með hljóð-
snælduna á sínum tíma. Þá óttuðust tónlistarframleið-
endur að sala á hljómplötum hryndi sökum þess að ein-
staklingar gætu sjálfir tekið upp tónlist úr útvarpi.
Reyndin varð hins vegar önnur og hljóðsnældan reynd-
ist hafa jákvæð áhrif á tónlistariðnaðinn.
Hið sama gæti verið að eiga sér stað hvað varðar dreif-
ingu tónlistar um netið. Tónlistarverslun Apple, iTunes,
er mjög öflug og áhugamenn um tónlist virðast vera til-
búnir til þess að kaupa tónlist á netinu en framleiðendur
hafi dregið lappirnar og ekki fylgt kröfum markaðarins.
STÓRMYNDUM FREKAR STOLIÐ
Erlendar rannsóknir hafa sýnt að það eru stóru myndirn-
ar sem mest er stolið á netinu og að tengsl eru milli gróða
af bíómynd og líkinda á því að hægt sé að stela henni af
netinu. Sömu rannsóknir hafa einnig sýnt að myndir sem
finnast á dreifisíðum eru gjarnan mjög nýlegar en erfið-
ara er að ná í eldri myndir og að mun líklegra sé að stór-
myndum sé stolið heldur en myndum sem njóta álits
gagnrýnenda.
Þá leiða kannanir erlendis í ljós að þeir sem fara oftast
í bíó, á vídeóleigur og kaupa oftast mynddiska eru líkleg-
ir til þess að stunda einnig innhal á kvikmyndum. Eins
virðist sem viðhorf einstaklinga til verðlagningar á af-
þreyingunni hafi ekki áhrif á hvort þeir steli myndum af
netinu eða ekki. Margt bendir því til þess að stór hluti inn-
halsins sé eingöngu til kominn vegna þess að notandanum
finnst þægilegt að nálgast myndirnar með því móti - ekki
vegna þess að þeir tími ekki að borga sanngjarnt verð.
Elfa Björg segir það í raun illskiljanlegt að eigendur
höfundarréttar á kvikmyndum hafi ekki fyrr brugðist við
þeirri augljósu þörf á markaðinum sem er fyrir nýtingu á
netinu sem dreifileið. „Sérstaklega í ljósi reynslunnar
með tónlistina er skrýtið að þessir aðilar geri ekkert til að
mæta þessari þörf,“ segir hún. Þar vísar hún til þess að
tónlistargeirinn barðist lengi gegn þeirri þróun að tónlist
yrði dreift um netið án árangurs. Eftir að stærstu aðilarn-
ir í tónlistargeiranum byrjuðu að nýta sér tæknina hefur
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN12
Ú T T E K T
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/S
te
fá
n
Annars vegar er það innanbúðarfólk í kvikmyndageir-
anum sem sendir nýjar myndir í ólöglega dreifingu og
hins vegar er það almenningur. Í ritgerð Elfu Bjargar
eru nokkrar leiðir nefndar.
EINTAK LEKUR ÚR
FRAMLEIÐSLUNNI
Einhver starfsmaður,
til dæmis í klippiher-
bergi, kemur eintaki af
myndinni undan. Eintök
sem er stolið með þess-
um hætti eru gjarnan
ókláruð og ekki í full-
um gæðum.
AFRIT SENT GAGNRÝN-
ANDA LEKUR ÚT
Kvikmyndaframleið-
endur senda gagn-
rýnendum og ýmsum öðrum, til dæmis meðlimum í
kvikmyndaakademíunni, eintök af mynd á sama tíma
og hún fer í sýningu - eða örlítið fyrr. Þessi eintök eiga
það til að leka út á netið.
SÝNINGARMENN STELA EINTAKI
Sýningarmenn í kvikmyndahúsum hafa orðið uppvísir
að því að nota stafrænar vélar til að taka upp bíómynd-
ir. Eintak sem næst með þeim hætti er í réttum hlutföll-
um og ágætum gæðum.
FRAMLEIÐANDI DVD LEKUR EINTAKI
Þegar verið er að framleiða DVD disk koma margir af
framleiðslunni og ef myndin er ekki komin í dreifingu
á þeim tímapunkti er líklegt að leki eigi sér stað og
ólögleg eintök komist út.
H V E R N I G K E M S T B Í Ó M Y N D Í D R E I F I N G U
Flestar myndir í
bíó líka til á netinu
Ný rannsókn sýnir að hægt er að nálgast ólögleg eintök af nánast
öllum bíómyndum sem verið er að sýna í bíóhúsum borgarinnar.
Þá er hægt að sækja um helming þeirra mynda sem til stendur að
frumsýna á næstunni. Þetta kemur fram í útskriftarritgerð Elfu
Bjargar Aradóttur við Háskólann í Reykjavík. Þórlindur Kjartans-
son kynnti sér stöðu mála og ræddi við Elfu.
STAR WARS VAR STOLIÐ Ekki leið
langur tími á milli þess að búið var að
ganga frá endanlegri útgáfu af nýjustu
Star Wars myndinni og þar til hún var
komin í heilmikla ólöglega dreifingu
um heim allan á netinu.
Refsingin við því að eiga og dreifa efni sem varið er af höfundarrétti getur varðað
sektum og fangelsi í allt að tvö ár.