Fréttablaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 70
30 22. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR
Á laugardaginn fá áhorfendurbandarísku sjónvarpsstöðvarinn-
ar HBO að sjá nýja enska sjónvarps-
mynd The Girl in the Café sem ger-
ist að hluta til á Íslandi. Handritið
er skrifað af Richard Curtis, hinum
sama og skrifaði handritið að Love
Actually. Hann segist hafa skrifað
handritið til að þrýsta á átta helstu
iðnríki heims til þess að fella niður
skuldir þróunarríkjanna en fundur
þeirra í myndinni fer fram í Reykja-
vík. Curtis lenti reyndar í klónum á
óþekktum íslenskum blaðamanni
sem sakaði hann um að hafa ekki
kynnt sér aðstæður nægjanlega vel.
Erlendu þjóðarleiðtogarnir lentu
nefnilega allir í Reykja-
vík en ekki á alþjóða
flugvellinum í Kefla-
vík.
P rófkjör sjálfstæð-ismanna í Reykja-
vík er hafið bak við
tjöldin. Nú er full-
yrt að tvær
fylkingar
muni kljást
um fyrsta
sætið. Annars vegar fylking Gísla
Marteins Baldurs-
sonar sem muni
hvetja liðsmenn
sína til að veita
Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur
brautargengi í
annað sæti próf-
kjörsins.
Hins vegar
er um að
ræða liðsmenn Vilhjálms Þ. Vil-
hjálmssonar sem
munu hvetja sína
liðsmenn til að gefa
Guðlaugi Þór Þórð-
arsyni atkvæði sitt.
Munu báð-
ar fylk-
ingar vera
að
leggja
lín-
urnar í að raða öðr-
um frambjóðendum í
sínar fylkingar til að
ná sem víðtækust-
um og breiðust-
um stuðningi.
Lárétt: 1 rýrt, 6 sár, 7 hræðast, 8 öfug
röð, 9 fæða, 10 lengst frá, 12 á fæti,
14 kraftur, 15 íþróttafélag, 16 verkfæri,
17 stefna, 18 frjáls.
Lóðrétt: 1 þvaðra, 2 for, 3 bifreiðateg-
und, skammstöfun, 4 vill breytingar, 5 lín,
9 heit tilfinning, 11 lita, 13 kjáni, 14 mál,
17 hæð.
LAUSN.
Lárétt: 1 magurt, 6aum,7óa,8sr,
9átu,10yst,12tær, 14táp,15ka,16 al,
17 átt,18laus.
Lóðrétt: 1masa,2aur, 3gm,4róttækt,
5tau,9ást,11mála,13rati,14tal,
17ás.
Ekkert
MSG
Allur okkar fiskur er án MSG (þriðja kryddið)
Mikið úrval af grilfiski. Grillspjót, risarækjur, hörpuskel og humar.
Jon Anderson, söngvari hljóm-
sveitarinnar Yes, heldur tónleika í
Háskólabíói 16. október. Þar mun
hann flytja lög af sólóferli sínum
sem og mörg af hinum sígíldu lög-
um Yes.
Á meðal laga sem hann flytur
má nefna Owner of a Lonely
Heart, Heart of the Sunrise og I’ll
Find My Way Home. Á milli laga
mun hann segja áhorfendum
skemmtilegar sögur og jafnvel
svara nokkrum spurningum.
Tónleikarnir eru hluti af tón-
leikaferð Jons um heiminn
sem nefnist Work in Progress
Tour of the Uni-
verse. Þetta
verða síðustu
tónleikarnir í
ferð hans
um Ísrael
og Evr-
ópu sem
hefst 1.
septem-
ber. ■
JON ANDERSON
Söngvari Yes ætlar að halda tónleika í
Háskólabíói 16. október.
Marteinn Þórsson kvikmynda-
gerðarmaður framleiðir Kvöld-
þáttinn, sem sýndur verður á
sjónvarpsstöðinni Sirkus sem fer
í loftið á föstudag. Marteinn er
líklega best þekktur fyrir mynd
sína og vísindatryllinn One Point
0. Þá mynd gerði hann ásamt
félaga sínum Jeff Renfroe en
myndinni var meðal annars boðið
á Sundance Kvikmyndahátíðina.
Marteinn sem hefur undanfar-
in ár búið í Kanada hefur nú snúið
sér frá kvikmyndagerð í bili. „Við
Guðmundur ætluðum reyndar
báðir aðallega að grilla í sumar en
svo hringdi Árni Þór Vigfússon í
okkur og við slógum til,“ segir
Marteinn og á við Guðmund Stein-
grímsson þáttastjórnanda Kvöld-
þáttarins. „Þessir þættir eru
spennandi verkefni sem er gaman
fyrir mig að taka þátt í.“ Aðspurð-
ur hvort þættirnir munu einungis
verða sýndir í sumar segir hann:
„Nei þeir verða sýndir að eilífu.
Eilífu. Það er engin spurning að
þetta er albesta íslenska sjón-
varpsefni sem komið hefur fyrir
augu landsmanna og er það mikill
heiður að fá að taka þátt í að skapa
það,“ segir Marteinn, kannski í ör-
lítið húmorískum tón og bætir við
að auðvitað sé líka bara gaman að
koma heim.
Hann er þó alls ekkert hættur í
kvikmyndabransanum og vinnur
að tveimur kvikmyndum.
„Önnur myndin heitir Stray
Toasters og er byggð á teikni-
myndasögu. Hún er svolítið í lík-
indum við One Point 0 að vissu
leyti en hún verður mun dýrari í
framleiðslu.“ Hægt er að fletta
Stray Toasters upp á
www.imdb.com og þar er sögu-
þráðurinn stuttlega rakinn. Mynd-
in fjallar um sálfræðing sem sér-
hæfir sig í glæpastarfsemi og er í
miðjum klíðum að eltast við
fjöldamorðingja sem hefur myrt
ellefu drengi. Málið fléttast svo
inn í nýja glæparöð þar sem ungar
húsmæður eru myrtar. „Ég er svo
með aðra mynd í smíðum og það
verður hryllingsmynd sem mig
langar að taka upp á Íslandi,“
segir Marteinn.
hilda@frettabladid.is
MARTEINN ÞÓRSSON Kvikmyndagerð-
armaðurinn sem gerði íslensk/ameríska
vísindatryllinn One Point 0 ásamt félaga
sínum, framleiðir nú sjónvarpsþáttinn
Kvöldþátturinn.
FRÉTTIR AF FÓLKI
HRÓSIÐ
[ VEISTU SVARIÐ ]
Svör við spurningum á bls. 8
1
3
2
60 ára afmæli.
Í Suður-Kóreu.
213 leiki.
...fá Bleiku skæruliðarnir sem
skreyttu styttur Reykjavíkur með
bleikum borðum og skírskotuðu
til þess að enn ríkir ekki jafnræði
milli kynjanna í landinu, sem lýs-
ir sér til dæmis í því að nær eng-
ar af styttum bæjarins eru af
nafngreindum konum.
Frið fyrir klámi
Mér líst auðvitað
alls ekki vel á það,
sama hvort sjón-
varpsstöðin er í
eigu ríkisins eða
ekki. Nóg finnst
mér um hvað
klámið tröllríður
öllu, í afþreyingar-
iðnaðinum eins og
hann leggur sig,
þótt svo að ekki sé boðið upp á það í íslensku
sjónvarpi. Ég bið því um frið fyrir frekara klámi!
Eðlilegt mál
Það er verið að selja Símann
þannig að það verður einkafyrir-
tæki sem þjónustar sína viðskipta-
vini. Bara eðlilegt mál að þeir
bjóði upp á þetta ef það er læst
og þannig að börn komist ekki í.
Sérstaklega þegar Síminn verður í
einkaeign. En ríkið á ekki að
standa í rekstri yfir höfuð. Þetta er
álitamál, það er alveg jafnskakkt
að senda út teiknimyndir og klám-
myndir, þetta er bara sitt hvor
markhópurinn. Klámið er aðgengi-
legt nú þegar á netinu þannig að ég sé ekki muninn á
því að innlendir aðilar standi í svipuðum rekstri. Lág-
markið er að börn komist ekki í þetta.
Klám er ofbeldi
Mér finnst það fáránlegt. Mér finnst
að allir eigi að vera meðvitaðir um
að ekki eigi að sýna klám í sjón-
varpinu, því klám er ofbeldi og
niðurlægjandi fyrir konur og karla.
Til þess að ná jafnrétti á Íslandi og
alls staðar þá verðum við að vera
meðvituð um alla þætti jafnréttis og
þar af leiðandi berjast gegn klámi.
Erótík er eitt en klám er annað.
Klám er skaðlegt og getur haft
vondar afleiðingar í för með sér, sérstaklega fyrir ungu
kynslóðina sem er mun tæknivæddari en þeir eldri.
Hún á örugglega ekki í vandræðum með að opna
þessa lása á sjónvarpsefninu. Í kjölfar umræðunnar
um óheilbrigt kynlíf unglinga þá er þetta óviðeigandi.
HVAÐ FINNST ÞÉR UM AÐ SKJÁR EINN, SEM ER AÐ HLUTA Í EIGU RÍKISFYRIRTÆKISINS SÍMANS, BJÓÐI UPP Á EFNI FRÁ PLAYBOY?
ÞRÍR SPURÐIR
1
6 7
98
10
12 13
1514
16
18
17
11
2 3 4 5
ONE POINT 0 Úr myndinni One point O
sem Marteinn Þórsson gerði. Myndinni var
meðal annars boðið á Sundance-kvik-
myndahátíðina.
MARTEINN ÞÓRSSON : ÆTLAÐI AÐALLEGA AÐ GRILLA Í SUMAR
Úr vísindatrylli í Kvöldþáttinn
Söngvari Yes til Íslands
»
FA
S
T
U
R
» PUNKTUR
Fréttablaðið greindi frá því í gær að Skjár einn muni í september hefja gagnvirkar sjónvarpssendingar á ADSL, þar sem boðið verður upp á klámmyndir frá Playboy.
Kristín Tómas-
dóttir nemi
Friðbjörn Orri
Ketilsson, stjórn-
armaður í Frjáls-
hyggjufélaginu
Oddný Sturludóttir rithöf-
undur