Fréttablaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 40
Öll þjónustufyrirtæki landsins vilja að neytendur viti að þjón- ustan sé góð. Því gerist það gjarnan að öll þjónustufyrirtæki landsins setja orðin „góð þjón- usta“ stórt og áberandi í auglýs- ingar sínar. Neytendur sjá því orðin „góð þjónusta“ hjá öllum fyrirtækjum, algjörlega óháð því hvort þjónustan sé góð eða ekki. Og þá gerist nokkuð merki- legt. Orðin „góð þjónusta“ missa merkingu sína í auglýsingum. Neytendur finna og sjá að hér er ekki verið að segja neitt sem skiptir þá máli. Við hættum því að sjá þessi orð. Þau fara inn um annað augað og út um hitt og verða ósýnileg. Þau eru mörg ósýnilegu orðin. „Leiðandi“, „heildarlausn“, „þjónusta“, „þægindi“, „öryggi“ og „traust“ eru vinsælust en þau eru fleiri og þau eiga það öll sam- eiginlegt að vera almenns eðlis - víðar alhæfingar sem lofa engu ákveðnu. Hvað er „góð þjónusta“ nákvæmlega? Hvað er „öryggi“ eiginlega? Hvenær nær fyrir- tæki því stigi að geta boðið við- skiptavinum sínum „HEILDAR- lausn“? BLA BLA BLA Fyrir nokkrum árum var varla hægt að finna það fyrirtæki á landinu sem var ekki „fyrir þig“ á einhvern hátt. Bílar, símar, tryggingar, bankar - allt var „fyrir þig“. Í óformlegri rann- sókn gerðri af nokkrum auglýs- ingamönnum vorið 2003 fundust yfir 30 slagorð sem innihéldu þennan frasa. Þá voru ótaldar ótal auglýsingar sem notuðust við þessa klisju í einhverri mynd. Og svo getum við blandað þessu saman. Við getum byrjað á „þjónusta fyrir þig“. Það hljómar kunnuglega en augljóslega er engin leið að muna hvaðan það kemur. „Örugg heildarlausn fyrir þig“ gæti verið frá eiginlega hvaða b2b fyrirtæki sem er og sennilega hafa flest mátað fras- ann a.m.k. einu sinni. LOÐIN SKILABOÐ Ósýnilegu orðin spretta upp þegar erfitt er að lofa ákveðnum mælanlegum hlutum. Þess vegna eru þau algengari í þjónustugeir- um. Það eru engar ABS-bremsur eða loftpúðar í bönkum - það er bara „góð þjónusta“ sem erfitt er að festa hönd á. Síðan eru önnur fyrirtæki sem vilja ekki segja neitt ákveðið en samt auglýsa - þannig er það nú bara. Þá eru það fyrirtækin sem líta á alla Íslendinga sem mögulega viðskiptavini (oft réttilega) en draga þá röngu ályktun að allar auglýsingar sínar þurfi að höfða til allra Íslendinga og eina leiðin til að tala við alla sé að senda út almenn og innihaldslítil skilaboð. Í þessum tilfellum fara auglýs- ingar fyrirtækja að minna á aug- lýsingar stjórnmálaflokka. Því er leitað í hið almenna og innihalds- lausa og hvað gæti verið almenn- ara og innihaldslausara en „fyrir þig“? Það er alveg ósýnilegt. SÝNILEGU ORÐIN Og hvað eigum við þá að gera? Hvernig getum við hrist af okkur ósýnilegu orðin ef strategía fyrirtækisins er „öryggi fyrir fjölskylduna“? Tvennt þarf að gerast: Fyrst þarf auglýsingastofan að vinna vinnuna sína vel og segja það sem sagt hefur verið þúsund sinnum áður á nýjan, grípandi og eftir- minnilegan hátt. Þetta tekst aug- lýsingastofunum stundum en alls ekki alltaf. Síðan þarf auglýsand- inn að muna að til þess að einhver hlusti á þig þarftu að segja eitt- hvað sem fólk hefur ekki heyrt þúsund sinnum áður. Auglýsinga- gerð er í rauninni ekkert annað en listin að endurorða - að segja sama hlutinn með öðrum orðum og koma sömu tilfinningu til skila frá nýju sjónarhorni. Dæmi? Einu sinni sat einhver flinkur auglýsingamaður við skrifborðið sitt og þurfti að gera auglýsingu fyrir tryggingafélag. Eins og svo oft áður hjá trygg- ingafélögum landsins voru skila- boðin: „Öryggi fyrir fjölskyld- una“, en það eru enn í dag skila- boðin í óteljandi ósýnilegum aug- lýsingum í dagblöðum og sjón- varpi. Hann gerði þau hins vegar sýnileg með fimm orðum: „Þú tryggir ekki eftir á.“ You said it, brother. MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN16 S K O Ð U N Utanríkisþjónustan á að leiðrétta villandi umfjöllun um íslenskt efnahagslíf: Skaðar íslenska hagsmuni Hafliði Helgason Erlendar fjárfestingar íslenskra kaupsýslumanna hafa vakið athygli í þeim löndum þar sem þær hafa verið mestar. Menn furða sig nokkuð á fyrirferð þessarar litlu þjóðar, sem telur ekki fleiri en sem nemur íbúum eins hverfis í stórborg. Fyrirferð og velgengni fylgir oft umræða sem markast af öfund og skilningsleysi. Slík umræða skýtur upp kollinum reglulega í er- lendum blöðum og jafnvel meðal hagspekinga. Nýjustu dæmin eru frá Noregi og Bretlandi. Norskur hagfræðiprófessor taldi á dögun- um að íslenskt bankakerfi væri í töluverðri hættu með að falla eins og spilaborg ef á móti blési. Ummælin vöktu athygli, en prófessor- inn kaus að horfa framhjá því að íslenskir bankar lúta sams konar eftirliti, bæði innlendu og alþjóðlegu, og bankar á Norðurlöndun- um. Þar er beitt nákvæmlega sömu mælikvörðum á áhættu og mat á fjárhagslegum styrk og við mat á bönkum alls staðar í heiminum. Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið eru með fingur á púlsi bankanna og hafa sem betur fer látið í sér heyra hafi tilefni verið til. Íslensk- ir bankar eru með lánshæfismat frá alþjóðlegum matsfyrirtækjum sem fara reglulega yfir útlán, eignir og skuldir bankanna og meta styrk og lánshæfi bankanna í kjölfarið. Framhjá þessu horfir prófessorinn og setur fram fullyrðingar sem hæglega geta verulega skaðað viðskiptahagsmuni Ís- lendinga og gert þá tortryggilega í við- skiptum á Norðurlöndum. Þótt fyrirferð íslenskra kaupsýslu- manna sé talsverð á Norðurlöndum hafa fjárfestingar Íslendinga í Bret- landi verið fyrirferðarmeiri. Þar gætir sömu tilhneigingar. Skýringar á kaup- getu íslenskra fyrirtækja eru sóttar yfir lækinn og látið að því liggja að hér norður í Atlantshafi sé efnahagskerfi sem hafi það meginhlutverk að þvo peninga fyrir rússnesku mafíuna. Ýms- ir kunna að taka bakföll af hlátri yfir svo langsóttum skýringum á framrás íslensks viðskiptalífs. Hins vegar er ekki víst að menn hlæi lengi ef slíkar hugmyndir festa sig í sessi í vitund viðskiptaritstjóra breskra blaða. Í viðskiptum svo sem víðast hvar í lífinu skiptast á skin og skúr- ir. Öruggt er að þegar á móti blæs munu menn dusta rykið af slík- um kenningum og beita þeim af fullum þunga gegn íslenskum hags- munum. Íslenskt viðskiptalíf hefur hreiðrað um sig erlendis án atbeina utanríkisþjónustunnar og afskipta hins opinbera. Hins vegar ætti að sjást til viðbragða ráðherra og utanríkisþjónustu við þær kringumstæður að rakalaus umræða um eðli íslensks efna- hagslífs fer á flug í útlöndum. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra skýrði ágætlega fyrir Dönum hvernig frelsi í fjármagnsflutningum, einkavæðing banka og öflugt lífeyrissjóðakerfi skýrðu það fjármagn sem íslenskir kaup- sýslumenn hefðu yfir að ráða þegar hann var þar í heimsókn fyrr á þessu ári. Íslendingar njóta þeirrar gæfu umfram flestar þjóðir að eiga þúsund milljarða í sjóði sem lætur nærri að vera hærri upphæð á mann en er í olíusjóði Norðmanna. Þessi eign er meðal þess afls sem við búum yfir og þarf að skýra fyrir þjóðum sem eru sjálfar með lífeyrismál í ólestri og skilja ekki að heilbrigðar og eðlilegar skýring- ar eru á afli Íslendinga til kaupa á erlendum fyrirtækjum. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Björgvin Guðmundsson, Dögg Hjaltalín, Eggert Þór Aðalsteinsson, Jón Skaftason, Þórlindur Kjartansson AUGLÝSINGASTJÓRI: Jónína Pálsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og aug- lysingar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Vandi Evrópu leystur? The Guardian | Victor Keegan, dálkahöfundur The Guardian, þykist hafa leyst vanda evrópsku hag- kerfanna. Hann segir vandann liggja í því að e v r ó p s k i r n e y t e n d u r haldi að sér höndum og því sé verkefni Evrópusam- bandsins að ýta undir neyslu. Hann leggur til að ráðist verði í víðtækar vaxtalækkanir. Með því megi auka eftirspurn og fá hjól atvinnulífsins til að snúast að nýju. Hann segir styrkleika Evrópu liggja í því að hagkerfið sé risastórt og að mestu sjálfbært. Aukist eftirspurn muni ríki Evrópu versla innbyrðis, öllum til góða. Vissulega sé hætta á að verðbólgu verði vart í kjölfar vaxtalækkunar og aukinnar eftirspurnar en það sé lítill fórnar- kostnaður: „Að leggja niður evruna án þess að nýta kosti þess gríðarstóra hagkerfis sem hún átti þátt í að skapa væri hrein flónska. Lítil eftirspurn haml- ar vexti, gefum fólki kost á að eyða meiru,“ segir Keegan. Húsnæðisblaðran farin að bólgna The Economist | The Economist segir húsnæðisverð hafa hækkað upp úr öllu valdi um allan heim og spá því að innan skamms springi blaðran með miklum hvelli. Segja þeir hækkanirnar einsdæmi í sögunni, aldrei hafi verð hækkað jafn mikið, í jafn mörgum löndum, á sama tíma. Svo bólgin sé blaðran orðin að hvellurinn verði þeim mun hærri þegar hann loksins heyr- ist. Segjast þeir þó ekki treysta sér til að spá fyrir um nákvæm- lega hvenær blaðran springi, en telja það þó ekki langt undan. Verðlækkana hafi orðið vart í Bret- landi og Ástralíu, Bandaríkin séu vart langt undan - innan árs segir blaðið. Yrði það í fyrsta skipti síðan í kreppunni miklu sem húsnæðisverð lækkar í Bandaríkjunum og segir í Economist að vegna þess að húsnæðiskaup séu oftar en ekki fjármögn- uð með lánum sé hættan meiri en ella. Halda þeir því fram fullum fetum að með hruni fasteigna- markaða geti fylgt alheimskreppa. U M V Í Ð A V E R Ö L D Ýmsir kunna að taka bakföll af hlátri yfir svo langsóttum skýr- ingum á framrás ís- lensks viðskiptalífs. Hins vegar er ekki víst að menn hlæi lengi ef slíkar hug- myndir festa sig í sessi í vitund við- skiptaritstjóra breskra blaða. bjorgvin@markadurinn.is l dogg@markadurinn.is l eggert@markadurinn.is haflidi@markadurinn.is l jsk@markadurinn.is l thkjart@markadurinn.is Viggó Örn Jónsson Meðeigandi auglýsingastofunnar Jónsson & Le’macks. A U G L Ý S I N G A R Sögurnar... tölurnar... fólkið... Ósýnilegu orðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.