Fréttablaðið - 22.06.2005, Page 58

Fréttablaðið - 22.06.2005, Page 58
sumar gjafir skipta öll börn máli! „Það er mjög gaman og mikil virð- ing í því að fólk taki eftir því sem maður er að gera og meti það að einhverjum verðleikum,“ segir Rúnar Júlíusson, sem var út- nefndur bæjarlistamaður Reykja- nesbæjar á þjóðhátíðardegi Ís- lendinga, 17. júní. Rúnar tók við viðurkenningunni úr höndum Árna Sigfússonar bæjarstjóra á hátíðarhöldum í skrúðgarðinum. „Kannski völdu þeir mig af því ég varð sextugur á árinu,“ segir Rúnar, sem fæddist aðeins nokkrum metrum frá staðnum þar sem verðlaunin voru afhent. Bæjarlistamaður Reykjanes- bæjar er valinn af bæjarráði einu sinni á hverju kjörtímabili og ber því titilinn í fjögur ár. Hann hlýtur styrk frá bænum til að auðvelda honum að stunda list sína en í stað- inn ber honum að kynna list sína fyrir bæjarbúum með einhverjum hætti. „Það fylgdi ekki bréfinu að þetta væri kvöð, en maður gerir það nú samt,“ segir Rúnar, sem heldur reglulega tónleika í bæn- um. Hann segir líklegt að hann standi fyrir einhverjum uppákom- um í tilefni af nafnbótinni. „Síðan kemst maður á stall í skrúðgarðinum með hinum bæj- arlistamönnunum,“ segir Rúnar en nöfn bæjarlistamanna eru skráð á stall listaverks eftir Er- ling Jónsson, sem fyrstur hlaut nafnbótina 1991. Rúnar kemur mikið við sögu í sýningu Poppminjasafns Íslands sem opnuð var á þjóðhátíðardag- inn í Gryfjunni í Duushúsum. Sýn- ingin heitir Stuð og friður og er tileinkuð áttunda áratugnum. „Við Magnús Kjartansson og sonur minn spiluðum þar,“ segir Rúnar sem segir að það hafi alltaf verið draumur sinn að það yrði tónlist- arminjasetur í Reykjanesbæ þar sem hægt væri að fletta upp í öllum poppfræðum. Rúnar ætlar að verja sumrinu á svipaðan hátt og síðustu 45 ár, þ.e. spilandi hér og þar um landið. „Það hefur aldrei verið meira að gera,“ segir Rúnar sem er meðal annars bókaður til að spila í fimm- tugsafmæli árið 2012. Rúnar hefur ekki skipulagt neitt frí í sumar enda hvorki hald- inn golf- né veiðidellu. „Tónlistin er mín della og vinna,“ segir Rúnar sem finnst gaman að fá viðurkenn- ingu og segist loks vera farinn að heyra grasið vaxa sem hann hefur sáð fyrir í gegnum tíðina. ■ 18 22. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR NICCOLO MACHIAVELLI (1469-1527) lést á þessum degi. RÚNAR JÚLÍUSSON ÚTNEFNDUR BÆJARLISTAMAÐUR REYKJANESBÆJAR Bókaður í afmæli 2012 „Stjórnmál eiga ekkert skylt við siðferði.“ Ítalski rithöfundurinn Machiavelli skrifaði meðal annars Furstann, eitt áhrifamesta stjórnmálaheimspekirit allra tíma. timamot@frettabladid.is BÆJARLISTAMAÐUR Aldrei hefur verið jafn mikið að gera hjá Rúnari Júlíussyni. Hér er hann í fullu fjöri ásamt Björgvini Halldórssyni. Á þessum degi árið 1941 gerði þýski herinn innrás í Rússland. Árásin hlaut viðurnefnið Barba- rossa. Þrjár milljónir þýskra her- manna réðust inn fyrir landa- mæri Rússlands á þremur stöð- um; þetta var öflugasta innrásar- lið allra tíma. Hitler og Stalín undirrituðu friðar- samkomulag árið 1939 en voru þó ávallt tortryggnir í garð hvors annars. Þegar Stalín réðst inn í Rúmeníu árið 1940 taldi Hitler olíubirgðum sínum á Balkan- skaga teflt í tvísýnu og sendi tíu herdeildir til Póllands til að minna Stalín á sig. Í kjölfarið byrj- aði Hitler að skipuleggja innrás í Rússland, þótt ráðgjafar Hitlers mæltu gegn því; reynslan úr fyrri heimsstyrjöldinni sýndi að Þýska- land gæti ekki barist á tveimur vígstöðvum í einu. Hitler var hins vegar sannfærður um að eina ástæðan fyrir því að Bretar streitt- ust enn á móti væri sú að þeir hlytu að hafa gert samning við Rússa, sem ætluðu sér að ráðast á Þýskaland von bráðar. Hinn 22. júní lét Hitler til skarar skríða. Rússneski herinn var stærri en Þjóðverjar gerðu ráð fyrir, en átti óhægt um vik þar sem Stalín hafði ekki gert neinar ráðstafanir til að bregðast við innrás. Þrátt fyrir fjölmargar við- varanir trúði Stalín því hreinlega ekki að Hitler myndi snúast gegn sér. Í lok fyrsta dags árásarinnar höfðu Þjóðverjar eyðilagt meira en þúsund rússneskar flugvélar og komust 500 kílómetra inn í landið á allra næstu dögum. ADOLF HITLER ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1633 Galileo Galilei er neyddur til að draga kenningu sína um að jörðin sé á spor- baug um sólu til baka. 1772 Þrælahald er bannað í Englandi. 1812 Napóleon gerir innrás í Rússland. 1847 Fyrsti kleinuhringurinn er búinn til. 1911 Georg V Englandskonungur er krýndur. 1933 Flokkur sósíaldemókrata er bannaður í Þýskalandi. 1941 Eistar hefja vopnaða upp- reisn gegn sovéska her- námsliðinu. 1991 Hjónum frá Hellissandi er bjargað eftir að þau féllu 20 metra niður í sprungu á Snæfellsjökli. fijó›verjar rá›ast inn í Rússland Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Þórður Annas Jónsson frá Gestsstöðum, áður til heimilis í Markholti 7, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju föstudaginn 24. júní kl. 15. Þeir sem vilja minnast hans vinsamlega látið elli- og hjúkrunar- heimilið Grund njóta þess. Sæberg Þórðarson Magný Kristinsdóttir Guðbjörg Þórðardóttir Stefán Magnús Jónsson Guðmundur Vignir Þórðarson María Kristjánsdóttir Bergþóra Þórðardóttir Viggó Jensson Brynjar Viggósson Svanlaug Aðalsteinsdóttir afabörn, langafabörn og langalangafabörn. Ástkær sonur okkar, stjúpsonur, bróðir og barnabarn, Arent Pjetur Eggertsson Sindragötu 4, Ísafirði, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 25. júní klukkan 14.00. Minningarathöfn verður haldin í Friðrikskapellu á Hlíðarenda fimmtudaginn 23. júní klukkan 17.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlega bent á Umhyggju, félag langveikra barna. Berglind Sveinsdóttir Pálmi Ó. Árnason Kristrún Sif Gunnarsdóttir Jóna Sigurlína Pálmadóttir Sveinn Jóhann Pálmason Ingibjörg Kristjánsdóttir Sveinn Jóhannsson Eggert Hjartarson Gríma Huld Blængsdóttir Lára Ósk Eggertsdóttir Gunnar Smári Eggertsson Laura Claessen Björg Kristmundsdóttir Lindasíðu 4, Akureyri Fædd 23. 6. 1915 tekur á móti vinum og vandamönnum föstudaginn 24. 6. 2005 í Húsi aldraðra, Lundargötu 7, Akureyri, milli 15 og 19. 90 ára afmæli www.steinsmidjan.is Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, Margrét Þórdís Egilsdóttir, glerlistakona, Kambaseli 21, Reykjavík, lést sunnudaginn 19. júní á heimili sínu. Útförin verður auglýst síðar. Óskar Smári Haraldsson Haraldur Helgi Óskarsson Anna Fanney Gunnarsdóttir Brynjar Þór Óskarsson Magdalena Hilmisdóttir Oddur Jarl Haraldsson ANDLÁT Margrét Eiríksdóttir, fótaaðgerðafræð- ingur, Grundargarði 5, Húsavík, lést mið- vikudaginn 15. júní. Árni Finnbjörnsson, Hvassaleiti 39, Reykjavík, lést föstudaginn 17. júní. Jóhann Páll Ingólfsson, Uppsölum, Eyjafjarðarsveit, lést föstudaginn 17. júní. Þórarinn Samúel Guðmundsson lést af slysförum 17. júní. Anton Ófeigur Antonsson, útskurðar- meistari (Tony trélist), Munkaþverárstræti 11, Akureyri, lést laugardaginn 18. júní. Guðmundur Gunnarsson, Skólabraut 5, Seltjarnarnesi, lést sunnudaginn 19. júní. Þórey Kristjánsdóttir, Fljótaseli 13, Reykjavík sunnudaginn 19. júní. Roberta Joan Ostroff lést sunnudaginn 19. júní. Unnur Aðalsteinsdóttir, Giljalandi 29, lést sunnudaginn 19. júní. Ingólfur Jóhannsson, Iðu, Biskupstung- um, lést mánudaginn 20. júní. JAR‹ARFARIR 13.30 Jón Valdimar Tryggvason, Grænumýri 10, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju. M YN D /V ÍK U R FR ÉT TI R/ ÞO RG IL S sextugur Í tilefni sextugsafmæli míns 22. júní verð ég með opið hús í þjónustumiðstöð BSRB í Munaðarnesi föstudaginn 24. júní nk. frá kl. 20. Léttar veitingar og heitt á könnunni. Kristján Axelsson frá Bakkakoti

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.