Fréttablaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN20 F Ó L K O G F Y R I R T Æ K I Nýbýlavegi 14, Kópavogi. Sími 554 4443. Fax 554 4102. rafport@rafport.is www.rafport.is Umboðsmenn um land allt • Miðar á bréf, pakka, bréfabindi o.fl. • Á CD/DVD diska, miðar úr plasti • Prentar miða úr Word-, Excel- og Outlook • Prentar merkiborða bæði á pappír og plast, stærðir eftir vali, allt að eins meters langa • Allt að 62mm breidd • 50 miðar á mínútu* • USB tenging • Windows hugbúnaður • Sjálfvirk klipping • Heilar lengjur eða staðlaðar *Staðlaðir póstfangamiðar Fljótvirkasti miðaprentarinn Umboðsaðili: QL-550 NÝTT ! Kynningarverð t i l áramóta 12.999 kr. Augl. Þórhildar 1390.39 FAGNAÐ MEÐ STARFSMÖNNUM ATHYGLI Árni Þórður Jónsson, ráðgjafi hjá Athygli, Anna Guðný Aradóttir, markaðsstjóri Samskipa, Hulda Kristín Magnúsdóttir, aðstoðarmaður stjórnarformanns Samskipa, Guðmundur Hjaltason, forstjóri Kers hf. og Kristján G. Hauksson, forstjóri Heklu hf. Fr ét ta bl að ið /S te fá n GLAÐIR MEÐ NÝTT HÚSNÆÐI Gunnar E. Kvaran, ráðgjafi hjá At- hygli og Helgi Már Arthursson, upp- lýsingafulltrúi í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu. STINGA SAMAN NEFJUM Katrín Júlíusdóttir alþingismaður og Gunn- ar E. Kvaran, ráðgjafi hjá Athygli. Athygli ehf. hefur flutt starfsemi sína í nýinnréttað húsnæði að Síðumúla 1 í Reykjavík en þar starfa tíu manns að ráðgjöf í al- mannatengslum og útgáfu. Að auki er fyrirtækið með starfsstöð að Hafnarstræti 82 á Akureyri en þar eru tveir starfsmenn. Að sögn Valþórs Hlöðversson- ar, framkvæmdastjóra Athygli, var fyrirtækið stofnað vorið 1989 og hélt því upp á 16 ára starfsaf- mæli fyrir skömmu. „Við störf- um fyrst og fremst á fyrirtækja- markaði en meðal viðskiptavina okkar eru mörg af stærstu fyrir- tækjum landsins. Þá starfa ráð- gjafar Athygli einnig í þágu rík- isstofnana og ráðuneyta, sveitar- félaga og félagasamtaka. Sérsvið okkar er að skapa viðskiptavin- unum jákvæða ímynd og koma henni á framfæri með ýmsum hætti, meðal annars í fjölmiðlum. Við teljum að með öflugu starfi í almannatengslum megi tryggja fyrirtækjum og samtökum stað í huga almennings og sterka stöðu í viðskipta- og athafnalífi.“ -dh Athygli í nýtt húsnæði Sérhæfa sig í að skapa fyrirtækjum jákvæða ímynd og koma henni á framfæri. ÁNÆGÐIR MEÐ STARTIÐ Derek Lovelock, forstjóri Mosaic Fashion og Þórður Frið- jónsson, forstjóri Kauphallar Íslands voru ánægðir með hvernig viðskipti með Mosaic fóru af stað í Kauphöllinni í gærmorgun á fyrsta viðskiptadegi. Útboð félagsins heppn- aðist vel og umframeftirspurn var töluverð. Einhverjir vildu bæta við eign sína í félag- inu við upphaf viðskipta. Bréfin hækkuðu og fjörug viðskipti hófust með nýjasta félag- ið í Kauphöllinni. Fr ét ta bl að ið /T ei tu r Tíu milljónir í tónlist Úthlutað var úr Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur. Í síðustu viku var 61 milljón króna úthlutað úr Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur. Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Lands- bankans og formaður sjóðstjórnar, afhenti styrkina til 178 verkefna. Alls bárust 540 umsóknir. Styrkirnir skiptust þannig: 39 aðilar, sem tengj- ast verkefnum sem flokkast undir menningu, leik- list og sjónlist, fengu tæpar tuttugu milljónir. 29 að- ilar í tónlist fengu samtals tæpar tíu milljónir. Tæpum þrettán milljónum var varið til heilbrigðis- mála, forvarna og mannræktar, um sex milljónum króna til íþrótta og menntamála og 13,5 milljónir fóru í námsstyrki til 63 einstaklinga. Í fréttatilkynningu segir að markmiðið með Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur sé að auka almannaheill og bæta mannlíf á Íslandi með öflugra menningar-, lista- og íþróttalífi. Samkvæmt stofnskrá sé úthlutað úr sjóðnum tvisvar á ári. Næst verði auglýst eftir umsóknum í október á þessu ári. ÞÓRA HALLGRÍMSSON OG BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON Foreldrar Margrétar Björgólfsdóttur heitinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.