Fréttablaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 1
Valdamestu stjörnurnar ▲ KVIKMYNDIR 26 OPRAH WINFREY MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Fréttasími: 821 7556 ATVINNULEYFI „Það er alveg sjálf- sagt og eðlilegt að taka undir ýmislegt sem kemur fram í máli ASÍ en mér finnst málatilbúnað- ur sambandsins í heild sinni mjög furðulegur og því til skammar,“ segir Eiríkur Elís Þorláksson, lögmaður Geymis ehf., en ASÍ kannar nú hvort að- búnaður og launakjör pólskra starfsmanna fyrirtækisins stríði gegn lögum. Eiríkur segir að ASÍ hafi sent út tilkynningu í gær til þess að gera fyrirtækið ótrúverðugt. Hann hafi óskað eftir því að hitta forsvarsmenn ASÍ í gær til að benda þeim á tiltekin atriði sem væru röng í þeirra máli en því hafi verið hafnað. Meðal þess sem deilt er um er hvort mánaðarlaun verkamanna séu undir þeim samningum sem gilda hér á landi. Halldór Grönvold, aðstoðar- framkvæmdastjóri ASÍ, segir að Pólverjarnir fái laun og kjör langt undir samningum og aðbún- aður þeirra sé ekki með viðun- andi hætti. Nú sé verið að reyna að leiðrétta kjör þeirra hjá þeim fyrirtækjum sem þeir starfa hjá. Samkvæmt einum samningnum átti starfsmaðurinn að fá 120.000 fyrir 250 stunda vinnu á mánuði. Sjá síðu 14/ - hb Lögmaður Geymis ehf. vegna ummæla ASÍ um aðbúnað pólskra verkamanna: Fur›ulegar ásakanir og ósannindi ÞRIÐJUDAGUR 22. júní 2005 - 167. tölublað – 5. árgangur Nýtt v iðski ptabl að með Frét tablaðinu alla miðvikudaga Sögurnar • Tölurnar • Fólkið Auglýsingasími 550 5000 Þverrandi virðing fyrir stjórn- málamönnum Jón Ormur Halldórsson segir að stjórnmálamenn séu hvorki trúverðug- ir talsmenn sígildra við- miða né heldur traustvekj- andi túlkendur hins al- þjóðlega og almenna inn í staðbundinn og sérstakan heim. UMRÆÐAN 16 Betri en ég átti von á Þjálfari spútnikliðs Vals, Willum Þór Þórsson, segir að liðið hafi leikið betur en hann hafi átt von á fyrir mót. Valur er með hæstu meðaleinkunn allra liða í Landsbankadeildinni í einkunnagjöf Fréttablaðsins. ÍÞRÓTTIR 20 Vinnuskóli Hafnarfjarðar Unglingar í blaða- mennsku skrifa greinar í unglinga- vinnunni. UNGA FÓLKIÐ 24 Úr vísindatrylli í Kvöldþáttinn Marteinn Þórsson kvikmyndagerðar- maður framleiðir Kvöld- þáttinn, sem sýndur verður á sjónvarps- stöðinni Sirkus. Hann er þekktastur fyrir mynd sína og vísinda- tryllinn One Point 0. FÓLK 32 St‡rir alfljó›legum barnaskóla BERTA FABER Í MIÐJU BLAÐSINS ● nám ● ferðir ▲ Stjórnin falast eftir stofnfé sparisjó›sins Einhverjir stofnfjáreigendur sem ekki studdu núverandi stjórn Sparisjó›s Hafnarfjar›ar hafa fengi› tilbo› í stofnfjárbréf sín. Tali› er a› núverandi stjórn sé a› tryggja fla› a› gamla stjórnin nái ekki völdum á n‡. VIÐSKIPTI Enn á ný er tekist á um völdin í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Gengið er á stofnfjáreigendur í sparisjóðnum um að kaupa af þeim stofnfjárbréfin. Eigendur stofnfjár í sjóðnum eru um 47 talsins. Mikil verðmæti liggja í stofnfénu, sem er 15,5 milljónir að uppfærðu nafnverði, og er meðaleign hvers stofnfjáreig- anda um 328 þúsund krónur. Talið er líklegt að heildarverðmæti stofnfjár í Sparisjóði Hafnar- fjarðar sé vel á fimmta tug millj- óna króna virði á hvern stofnfjár- eiganda. Nokkrir stofnfjáreig- endur sem rætt var við í gær- kvöldi staðfestu þetta en svo virðist sem aðeins hafi verið rætt við hluta stofnfjáreigenda um kaup á bréfum þeirra. Mikið hefur verið undir niðri í sparisjóðnum eftir hallarbylting- una í vor þegar hópur undir forystu Páls Pálssonar, núverandi stjórnarformanns, felldi gömlu stjórnina. Þá sagði Páll að mark- mið nýrrar stjórnar væri að tryggja rekstur SPH, sem væri sterk og góð fjármálastofnun. Páll sá meðal annars tækifæri í því að stækka hlutdeild SPH á fyrirtækjasviði. Við það tilefni sagði Páll: „Við boðum hugmynd- ir um ákveðna útrás og ætlum að stækka sjóðinn,“ og bætti því við að höfuðstöðvar Sparisjóðsins yrðu áfram í Hafnarfirði. Ekki náðist í Pál í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hyggst núverandi stjórn styrkja tök sín á sparisjóðnum. Sigurður G. Guðjónsson lögmað- ur vann fyrir stjórnina í aðdrag- anda hallarbyltingarinnar. Sigurður G. neitaði í samtali við Fréttablaðið að eiga nokkurn þátt í söfnun bréfanna. Það fékkst staðfest í gærkvöldi að hvorki SPRON né Sparisjóður vélstjóra, tveir af stærstu spari- sjóðum landsins, eru meðal kaupenda. - eþa/bg FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR FREMUR HÆG NORÐLÆG EÐA BREYTILEG ÁTT OG BJART VÍÐA SYÐRA Skýjað með köflum og lítilsháttar rigning norðanlands. VEÐUR 4 VEÐRIÐ Í DAG ÚTLENDINGASTOFNUN Í SETUSTOFUNNI Fulltrúi frá Útlendingastofnun kannaði aðstæður pólsku verkamannanna og ræddi við þá í setu- stofu húsnæðisins sem þeir fengu úthlutað til búsetu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA GIN LJÓNSINS Björgun telpunnar kom mjög á óvart. Skynugar skepnur: Ljón bjarga lítilli stúlku ADDIS ABABA, AP Þrjú ljón björguðu tólf ára gamalli eþíópískri telpu úr klóm mannræningja sem hugðust neyða hana í hjónaband. Stúlkunni hafði verið haldið í sjö daga og hún sætt barsmíðum. Þá skárust ljónin í leikinn, ráku ill- mennin á brott og biðu hjá telpunni uns lögreglan kom á vettvang nokkrum klukkustundum síðar. Dýrafræðingar telja að ljónin hafi að líkindum ruglað kjökri stúlkunnar saman við mjálm unga sinna og því hafi þau haldið yfir henni hlífiskildi. ■ Menntaskólinn á Ísafirði: Deilt um námsmat SKÓLAMÁL Enn er ósætti milli Ólínu Þorvarðardóttur, skólameistara Menntaskólans á Ísafirði, og Ingi- bjargar Ingadóttur, enskukennara við skólann, vegna einkunnagjafa, en dómssátt náðist milli þeirra um svipað mál í apríl. Farið var yfir vorpróf Ingibjarg- ar og henni tilkynnt að þau yrðu send þriðja aðila til yfirferðar. Ingi- björg hefur vísað málinu til lög- manns Kennarasambandsins. Hún segir að Ólína hafi ekki rætt við sig áður en farið var yfir prófin. Ólína segir málið mjög sorglegt en kýs að tjá sig ekki um málefni einstakra starfsmanna. - ss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.