Fréttablaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 33
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 9
NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI
Fornleifafræðingar telja sig
hafa fundið sannanir þess að
Forn-Egyptar hafi fjöldafram-
leitt gler fyrir meira en 3.000
árum. Áður var talið að Egyptar
hefðu flutt inn gler frá
Mesópótamíu, þar sem nú eru
Sýrland og Írak, en fornleifa-
uppgröftur við árósa Nílar hef-
ur leitt annað í ljós.
Fundu vísindamennirnir
rústir glerverksmiðju frá 13.
öld fyrir Krist. Í rústunum voru
fjörutíu heilir glerlistmunir og
voru flestir þeirra rauðir að lit.
Rautt gler var afskaplega sjald-
gæft á fornöld og þótti mikil
munaðarvara.
Telja vísindamennirnir að
rauðir glermunir hafi verið
nokkurs konar stöðutákn og
nokkuð sem ríki gátu státað sig
af við nágranna sína. Einn forn-
leifafræðinganna, dr. Tilo
Rehren, líkti rauðu gleri við
kjarnorku: „Það má framleiða
orku á marga aðra vegu, en
kjarnorkan er nokkurs konar
stöðutákn. Aðeins stórveldi búa
yfir kjarnorku og í fornöld
framleiddu einungis stórveldi
rautt gler“. - jsk
Mikilvægara er að eiga góð
tengsl við vini sína en fjölskyldu
ef markmiðið er að lifa langa
ævi. Vísbendingar um þetta er að
finna í nýlegri ástralskri rann-
sókn.
Fylgst var með fimmtán
hundruð einstaklingum í tíu ár en
þeir voru allir yfir sjötugu þegar
rannsóknin hófst. Tíu árum síðar
höfðu 22 prósentum færri látist í
hópi þeirra sem áttu samskipti
við fimm vini eða fleiri en í hópi
þeirra sem voru vinafærri.
Ekki virðist hafa áhrif á lang-
lífi hvort samskipti við fjölskyld-
una séu mikil eða lítil. Vísinda-
mennirnir telja huganlegt að
samskipti við fjölskylduna kunni
í einhverjum tilvikum að valda
streitu en slíkt sé sjaldgæfara í
samskiptum jafnaldra. - þk
Gott að eiga gamla vini
Bólugrafnir unglingspiltar eru
ólíklegri til að fá hjartaáfall síðar
á ævinni en þeir sem eru lausir
við slík vandamál.
Rannsóknin var gerð í Bret-
landi. Fylgst var með tíu þúsund
mönnum og í ljós kom að þeir
sem voru bólugrafnir í æsku
voru í þriðjungi minni hættu á að
fá hjartaáfall. Vísindamennirnir
sem unnu rannsóknina segja að
líklegt sé að ástæða niðurstöð-
unnar tengist hormónastarfsem-
inni sem einnig veldur unglinga-
bólum.
Sá böggull fylgir hins vegar
skammrifi að mun meiri líkur
voru á því að bólugrafnir drengir
fengju krabbamein í skjaldkirtil-
inn síðar á ævinni þótt ekki hafi
tekist að sýna fram á óyggjandi
tölfræðileg tengsl þar á milli.
LUKE CHADWICK OG NICKY BUTT
Þriðjungi minni líkur eru á að Chadwick fá
hjartaáfall en Butt.
EGYPTALAND TIL FORNA Forn-Egyptar kunnu svo sannarlega að skemmta sér og
þótti fátt flottara en rauðir glermunir meðal ríka og fræga fólksins.
Fagnaðarefni fyrir
bólugrafna drengi
TRAUSTIR VINIR Hasarmyndahetjurnar Sly og Arnold ættu að halda góðu sambandi enda
gæti það lengt lífslíkur beggja.
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/G
et
ty
Im
ag
es
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/A
FP
N
or
di
c
Rautt gler stöðutákn
Egyptar fjöldaframleiddu gler fyrir meira en
3.000 árum. Rautt gler þótti eftirsóknarverðast
og líkja vísindamenn mikilvægi þess við kjarn-
orku dagsins í dag.