Fréttablaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 22.06.2005, Blaðsíða 14
ASÍ gagnr‡nir me›fer› pólskra verkamanna Tólf pólskir verkamenn hafa leitað á náðir Alþýðusambands Íslands þar sem þeir telja að kjör og aðbún- aður í húsnæði sem þeim hefur ver- ið úthlutað til að búa í hér á landi séu með öllu óviðunandi. Verka- mennirnir komu hingað til lands í apríl síðastliðnum til starfa í bygg- ingageiranum eftir að hafa undir- ritað ráðningarsamning í Póllandi við fyrirtækið Geymi ehf. Í einum ráðningarsamningnum kemur fram að tiltekinn starfsmað- ur eigi að fá greiddar um 120.000 krónur á mánuði fyrir 250 tíma mánaðarvinnu en almennt er gert ráð fyrir um 160 tíma mánaðar- vinnu hér á landi. Í samningnum kemur fram að öll vinna umfram það greiðist sem yfirvinna að upp- hæð 480 krónur á tímann. Verka- mennirnir hafa enn fremur fengið úthlutað húsnæði til búsetu sem er ekki skipulagt sem íbúðarhúsnæði. Vinnumálastofnun fékk öll gögn Halldór Grönvöld hjá Alþýðusam- bandi Íslands segir að mennirnir hafi leitað til ASÍ fyrir milligöngu aðila sem hafi orðið þess áskynja að kjör þeirra og aðstæður væru óvið- unandi. „Þeir sýndu okkur gögn um kjör þeirra og svo húsnæðið til bú- setu sem atvinnuveitandinn hafði látið þeim í té. Við sáum strax að þetta var með öllu óviðunandi og höfum núna brugðist við þessari kvörtun þeirra,“ segir Halldór. Hann segir að þegar sótt hafi verið um atvinnuleyfi fyrir mennina tólf hafi það verið gert á fölskum for- sendum og framvísað hafi verið gögnum hjá Vinnumálastofnun þar sem fram hafi komið að kjör þeirra væru betri en þau eru í raun og veru í dag. Eiríkur Elís Þorláksson, lögmað- ur Geymis ehf., hafnar þessu alfarið og segir að honum komi málflutn- ingur ASÍ á óvart. Það sé hins vegar ljóst að einhver atriði sem varða Pólverjana kunni að vera í ólagi og nú sé unnið að því að bæta það. „Það var sótt um atvinnuleyfi hjá Vinnu- málastofnun, sem var í framhaldinu veitt og sú ákvörðun hlýtur að byggja á þeim athugunum sem stofnunin hefur gert. Samkvæmt lögum um atvinnuréttindi útlend- inga verða þeir að fá tilskilin gögn í hendur, til dæmis um að fyrirtæki ábyrgist greiðslu á heimflutningi mannanna og svo framvegis. Öll þessi gögn voru veitt og atvinnu- leyfið gefið út væntanlega í fram- haldi af því að Vinnumálastofnun hefur ígrundað þessi gögn,“ segir Eiríkur. Búa í atvinnuhúsnæði Verkamennirnir fengu úthlutað húsnæði þar sem þeir hafa dvalið og hefur ASÍ gert athugasemdir við að húsnæðið sé þeim ekki bjóðandi þar sem um er að ræða atvinnuhúsnæði. Auk þess hefur ASÍ gert athuga- semdir við það að kjör þeirra séu undir launaviðmiðum verkafólks. „Venjuleg laun faglærðra manna eru um 130-150.000 krónur fyrir utan yfirvinnu og þarna er því verið að borga laun undir samningum. Auk þess er ekkert orlof, ákvæði um veikindaleyfi og svo framveg- is,“ segir Halldór. Hann segir enn fremur að unnið verði að því næstu daga að bæta kjör verkamannanna í samstarfi við þau fyrirtæki sem þeir starfi hjá en ASÍ ætli einnig að beita sér fyrir því að þeim samning- um verkamannanna sem gerðir hafa verið með sviksamlegum hætti verði rift, auk þess sem reynt verði að finna þeim viðunandi húsnæði. „Það er þannig að þetta húsnæði er vissulega ekki skipulagt sem íbúðahúsnæði en mér finnst verið að reyna að draga fram heldur svarta mynd af málinu. Inni í þeim tölum sem hér um ræðir hvað mán- aðarlaunin varðar er ljóst að þegar hefur verið tekið tillit til þess að þeim hefur verið útvegað húsnæði og ýmislegt annað. Ég held að það sé verið að þyrla upp óeðlilega miklu ryki í þessu máli,“ segir Eiríkur. ■ 14 22. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR Síðustu daga hefur Fréttablaðið fjallað um fram- kvæmd fjárlaga ársins 2004. Þrátt fyrir góða stöðu, en alls var ríkisreikningurinn 9,7 milljarða innan fjárheimilda, er víða pottur brotinn. Hverjir fara fram úr? Mestu munar um skóla og heilbrigðisstofnanir, en í þeim geirum virðist jafnvel vera viðvarandi rekstrarvandi þrátt fyrir að framlög ríkisins til þeirra hafi aukist ár frá ári. Landspítalinn einn fór nærri milljarð fram yfir á árinu 2004 og búast má við að hann geri það aftur í ár. Einnig hafa sendiráðin kostað sitt og hvað eftir annað farið yfir fjárlög. Hvernig eru fjárlög unnin? Fjárlögin eru eitt fjöl- þættasta verkefni ríkisvaldsins. Flestar stofnanir ríkisvaldsins koma að henni með einum eða öðrum hætti ásamt fjöldamörgum hagsmunahóp- um. Fjármálaráðuneytið hefur í samstarfi við fjár- laganefnd Alþingis yfirumsjón með fjárlagagerðinni, sem stendur yfir sleitulítið allt árið um kring í formi upplýsingaöflunar, viðræðna, útreikninga og áætl- anagerðar. Fjárlagafrumvarp er síðan sett fyrir Alþingi sem setur síðan endanleg fjárlög - en fjár- lögin eru lög. Hver fylgir fjárlögum eftir? Ríkisendurskoðun hefur eftirlit með framkvæmd fjárlaga og er þing- nefndum til aðstoðar við störf sem varða fjárhags- málefni ríkisins en hvert ráðuneyti á að hafa hemil á sínum eigin stofnunum og ráðherra ber mesta ábyrgð á því að fjárlögin séu ekki brotin. Þegar einhver stofnun fer fjögur prósent fram úr heimildum ber henni að greina ráðuneytinu frá því og ráðuneytinu ber þá skylda til að bregðast við með einhverjum hætti. Eins og gefur að skilja er aldrei hægt að sjá fyrir öll útgjöld fyrir allt ríkið eitt ár fram í tímann og Alþingi samþykkir því fjár- aukalög sem taka á útgjöldum sem ekki er gert ráð fyrir í upphaflega frum- varpinu. Fjárlög eru líka lög FBL-GREINING: FJÁRLÖG fréttir og fró›leikur SVONA ERUM VIÐ KARTÖFLUUPPSKERA Á ÍSLANDI Í TONNUM TALIÐ Heimild: Hagstofan 2000 20039 .8 4 3 7. 0 9 0 7. 3 2 4 1995 Forstjóri Vinnumálastofnunar: Stéttarfélög rá›a ekki fer›inni „Stéttarfélög eins og Efling hafa aðeins umsagnarrétt en taka ekki ákvörðun um hvort við getum út atvinnuleyfi,“ segir Giss- ur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Efling-stéttarfélag sendi í gær frá sér tilkynningu um að það hefði margsinnis hafnað atvinnuleyfum félagsins, sem hefur ráðið Pólverjana til starfa, en Vinnumálastofnun ekki tekið tillit til þess. Efling hefði ítrekað við Vinnumálastofnun að umsagnir félagsins yrðu virtar. Gissur segir að tekið sé tillit til þeirra að- stæðna sem umsækjendur tína til og ákvörð- un um útgefin atvinnuleyfi geti gengið þvert á jákvæðar eða neikvæðar umsagnir stétt- arfélaga og ráðist af hverju tilfelli fyrir sig. „Hvað þetta tiltekna fyrirtæki varðar þá þarf auðvitað að skoða þau gögn sem lögð hafa verið fram og hvort sótt hafi verið um leyfi á röngum forsendum. Ef svo er ekki þá þarf að taka ákvörðunina upp að nýju og endurskoða hana,“ segir Gissur. -hb GISSUR PÉTURSSON Lögma›ur Geymis ehf., sem hefur flutt tólf pólska verkamenn hinga› til starfa, segir ASÍ flyrla upp ryki flegar fla› gagnr‡nir me›fer› fleirra. ASÍ telur launagrei›slur undir samningum og ætlar a› reyna a› fá samningunum rift. HALLDÓR GRÖNVOLD EIRÍKUR ÞORLÁKSSON SJÖ MANNS DEILA ELDHÚSINU SEM EIN STÓR FJÖLSKYLDA. SVEFNAÐSTAÐAN ER EKKI BJÓÐANDI AÐ MATI ASÍ. BAÐHERBERGIÐ Í HÚSNÆÐI PÓL- VERJANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.