Fréttablaðið - 22.06.2005, Page 38

Fréttablaðið - 22.06.2005, Page 38
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN14 F Y R I R T Æ K I F Ó L K Á F E R L I Erna Bryndís Halldórsdóttir, forstjóri stjórnunarþjónustunn- ar Hyrnu, segist hafa fengið nokkur ráð um ævina. Það besta hafi þó komið frá Ingibjörgu Elsu vinkonu hennar: „Hún sagði mér einhverju sinni að lífið væri eins og strætóferð þar sem fólk kemur og fer. Rétt eins og það á að taka vel á móti nýjum farþegum verður að leyfa öðrum að fara“. Erna Bryndís segir þetta ráð hafa nýst sér vel og að ástæðu- laust sé að halda í kunningsskap ef tilfinningar eða áhugamál eru ekki gagnkvæm: „Stundum verður maður að leyfa fólki að fara og stundum lætur maður það fara“. Ráðið eigi við vinnu, fjöl- skyldu og vini og alls staðar þar sem mannleg samkipti koma við sögu, jafnvel ástarmál: „Mér finnst Íslendingar oft á tíðum hugsa í kössum, ef svo má segja, og að fólki sé skylt að dvelja í þessum kössum allt sitt líf. En þannig á það alls ekki að vera“. - jsk B E S T A R Á Ð I Ð Kristbjörg Kristmundsdóttir segir blóma- dropa hjálpa til við að koma jafnvægi á lík- ama og sál. Þeir geti læknað allt frá gráa fiðr- ingnum til alvarlegra kvilla. Kristbjörg hefur verið að búa til íslenska blómadropa síðustu 20 ár og stefnir nú á ótrauð erlenda markaði. Kristbjörg segist hafa byrjað að búa til blómadropa úr íslenskum jurtum vegna þess að ekki mátti flytja inn erlenda blómadropa sem Kristbjörg hafði kynnst. „Neyðin kennir naktri konu að spinna. Ég varð að finna út hvaða íslenskar jurtir ég gat notað í stað þeirra erlendu. Þannig kynntist ég gjöfum náttúrunnar, því er neyðin besti kennarinn.“ Kristbjörg bjó á Vallanesi við Egilsstaði á þessum tíma og segir stórkostlegt hversu vel hún lærði að nýta náttúruna. ÍSLENSKAR JURTIR KRAFTMESTAR En hvað eru blómadropar og hvernig virka þeir? Kristbjörg segir að í stuttu máli séu þeir orka þar sem hver jurt hafi sína orku- tíðni. „Það eru engin virk efni í blómadrop- um. Það er einungis orka og það er fegurðin í þessu.“ Kristbjörg segir margar ástæður vera fyrir veikindum fólks og kvillar spretti upp aftur og aftur. Blómadroparnir vinni frekar á rótum vandans. „Sami kvilli er ekki með- höndlaður á einn hátt vegna þess að margar ástæður geta búið að baki. Fólk er vant því að biðja um lyf gegn veikindum en ég fer aðeins lengra og spyr af hverju þessi veiki hrjái við- komandi og hvað líkaminn sé að reyna að segja. Blómadroparnir vinna inn á til- finningahindranir, stress og streitu sem veik- ja varnir líkamans og hann myndar kvilla.“ Kristbjörg segir dropana virka á hluti eins og til dæmis hormónaójafnvægi og því sé hægt að fá blómadropa gegn gráa fiðr- ingnum, sem og öðrum tilfinningum sem fylgja hormónabreyting- um. Hún segir auðvitað marga efast en þegar þeir prófi og finni flestir fyrir virkni blómadroparnir mjög vel. Nú selur Kristbjörg blómadropana í heilsubúðum hér á landi og heita blöndurnar eftir virkni þeirra. Kristbjörg segir íslenska blómadropa kraftmeiri erlenda dropa vegna hreinnar og harðgerðrar náttúru Íslands. „Ég fæ góðar viðtökur við blómadropunum hvert sem þeir fara. Margir sem hafa verið að vinna með blómadropa í áratugi segja að íslensku jurt- irnar séu þær kraftmestu sem þeir hafi komist í kynni við.“ Kristbjörg segir í fyrstu ekki hafa trúað því en svo hafi hún áttað sig á að þessi staðreynd væri rétt. „Sumir erlendir aðilar sem hafa notað blómadropa lengi eru að skipta þeim erlendu út fyrir þá íslensku.“ LÆRÐI AÐ HUGSA STÓRT Kristbjörg sótti námskeið Brautargengis- kvenna og fékk viðurkenningu fyrir bestu viðskiptahugmyndina nú í vor. „Það er mjög mikilsvert fyrir lítil sprotafyrirtæki að fá góðan stuðning í upphafi og eins var það frábært að fá þessa viðurkenningu sem kom mér skemmtilega á óvart.“ Fyrirtæki hennar, Kristbjörg Elí stækkar hratt og fram undan er fullt af nýjum vörum á markaðinn. Kristbjörg segist hafa farið kvennaleiðina, safnað peningunum fyrst og framkvæmdi svo. Fyrirtækið var upphaflega stofnað í kringum kennslu en nú einbeiti hún sér að framleiðslu á blómadropum. Hún er eini starfsmaðurinn en ætlar fljótlega að ráða til sína eina manneskju og nemendur hennar eru einnig í sjálfboðavinnu hjá henni. Kristbjörg segir það taka brautryðjendur einhver ár að koma fyrirtækinu á þann stað að það fari að borga sig að ráða starfsfólk. „Ég sinni þrem- ur stöðugildum eins og er.“ Kristbjörg Elí ehf. var stofnað þann 21. febrúar 2002 á afmælisdegi systur Krist- bjargar sem hún segir vera mikla viðskipta- konu. Fleiri fjölskyldutengsl eru í kringum fyrirtækið því fyrirtækið heitir í höfuðið á föður hennar, Kristmundi Elí. Kristbjörg hefur safnað 20 ára þekkingu og stefnir nú út í heim. Hún er spennt að sjá hversu langt hún komist með fyrirtækið en hún segist hafa lært á Brautargengisnám- skeiðinu að hugsa stórt og marka leiðina þangað. „Ég er komin í samband við risa- stórt fyrirtæki í Bandaríkjunum en hvað kemur út úr því veit ég ekki. Það tekur marga mánuði að vinna svona hluti og búðir bæði í Evrópu og Bandaríkjunum hafa sýnt áhuga.“ Orka íslenskrar náttúru hefur verið beisl- uð af Kristbjörgu og verður hún eflaust góð söluvara erlendis. Kristbjörg Elí: Stofnað: 21. febrúar 2002 Einn starfsmaður Neyðin kennir naktri konu að spinna Kristbjörg Kristmundsdóttir, jóga- og hugleiðslukennari með meiru, leggur nú mikið kapp á fram- leiðslu blómadropa. Þeir eiga að virka á margvíslega kvilla, allt frá gráa fiðringnum til alvarlegri kvilla. Síðustu 20 árin hefur Kristbjörg reynt að beisla orkuna í íslenskum jurtum og koma þeim í dropaform með góðum árangri. ROBERT CHARPENTIER hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kaupthing Bank Sverige AB, dóttur- félags Kaupþings banka í Svíþjóð. Charpentier hefur undanfarið gegnt starfi aðstoðarfram- kvæmdastjóra Swed- bank Markets í Svíþjóð en áður starfaði hann um átta ára skeið hjá Goldman Sachs í Lundúnum. Stefnt er að því að Charpentier hefji störf um eða upp úr næstu áramótum og eigi síðar en fyrir aðalfund Kaupþings banka árið 2006. Christer Villard mun í framhaldi af því láta af starfi framkvæmdastjóra en hann mun áfram sitja í stjórn Kaupthing Bank Sverige AB og gegna ráðgjafarstörfum fyrir Kaupþing banka. „Lífið er eins og strætóferð“ H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 3 3 3 2 STJÓRNENDUR LÍNUHÖNNUNAR Guðmundur Þorbjörnsson, Ríkharður Kristjánsson og Sigurð- ur Ragnarsson. Nýir stjórnendur Tveir nýir framkvæmdastjórar taka við hjá Línuhönnun, verk- fræðingarnir Sigurður Ragnarsson og Guðmundur Þorbjörnsson. Sigurður starfaði hjá Línuhönnun 1991-1997 og hjá dótturfyrirtækinu Forverki frá 1997-2001 en hefur gegnt stöðu aðstoðarframkvæmda- stjóra Línuhönnunar frá 2001. Guð- mundur hóf upphaflega störf á Línuhönnun sem verkfræðingur árið 1983, en eftir MBA-nám gegndi hann ýmsum störfum hjá Eimskipi, frá 1993 til síðustu ára- móta, og var meðal annars einn af framkvæmdastjórum fyrirtækis- ins frá árinu 2001. Sigurður Ragnarsson og Guð- mundur Þorbjörnsson munu stjórna fyrirtækinu sameiginlega, en einnig hafa með sér verkaskipt- ingu þar sem kjarnaverkefni Sig- urðar verða byggingar, vegagerð og verkefnastjórnun, en kjarna- verkefni Guðmundar rekstur, orkumál og umhverfismál. Dr. Ríkharður Kristjánsson verkfræðingur hefur verið fram- kvæmdastjóri Línuhönnunar und- anfarin átta ár. Þann 1. maí lét Rík- harður af störfum sem fram- kvæmdastjóri en hann starfar áfram hjá Línuhönnun af fullum krafti. Fr ét ta bl að ið /S te fá n BLÓMADROPAR KOMA JAFNVÆGI Á LÍKAMANN Kristbjörg Kristmundsdóttir innan um blómin og dropana. ERNA BRYNDÍS HALLDÓRSDÓTTIR Segir Íslendinga hugsa í kössum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.