Fréttablaðið - 22.06.2005, Page 28
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN4
F R É T T I R
Afli eykst á árinu
Veiðar á botnfiski aukast en minnka á kolmunna.
Novator Finland, eignarhaldsfélag
sem er í eigu Björgólfs Thors
Björgólfssonar, hefur keypt um
ellefu prósenta hlut í finnska far-
símafyrirtækinu Saunalahti á
tæpa 24 milljarða króna. Á
Novator nú alls tæplega 45 pró-
senta hlut í fyrirtækinu. Novator
hefur auk þess gert hluthafasam-
komulag við aðra stóra hluthafa
sem tryggir yfirráð í félaginu.
Saunalahti hefur verið í mik-
illi sókn á finnska fjarskipta-
markaðnum og hefur viðskipta-
vinum fyrirtækisins fjölgað á
skömmum tíma úr tæplega 30
þúsundum í 400 þúsund. -jsk
Dögg Hjaltalín
skrifar
Aðalbanki Landsbanka Íslands er
stærsta einstaka útibú viðskipta-
bankanna þriggja, Íslandsbanka,
Landsbankans og KB banka. Inn-
lán, það eru bankainnistæður í
eigu viðskiptavina bankanna,
nema tæpum 34 milljörðum í
stærsta einstaka útibúinu, Aðal-
banka Landsbankans. Þar á eftir
kemur Gullinbrúarútibú Íslands-
banka með 12 milljarða í útlán og
fjóra milljarða í innlán. Athygli
vekur hversu mikill munur er á
innlánum og útlánum í því útibúi.
Lækjargötuútibú Íslandsbanka
kemur næst á eftir með 11 millj-
arða í útlán til viðskiptavina. Þar
eru innlánin mun hærri, 17 millj-
arðar.
Það kemur ekki á óvart að tvö
stærstu útibú landsbyggðarinnar
séu á Akureyri þar sem það er
fjölmennasti bærinn fyrir utan
höfuðborgarsvæðið. Stærst er
útibú Íslandsbanka þar en á hæla
þess kemur útibú Landsbankans
þar ef miðað er við útlán. Innlán
útibús Landsbankans eru þó
hærri en innlán útibús Íslands-
banka. Þar á eftir kemur Selfoss,
þar sem útlánin eru lægri en inn-
lánin.
Útibú KB banka á Hellu er
fjórða stærsta útibú landsbyggð-
arinnar en þar búa tæplega 700
manns en gera má ráð fyrir að
nærsveitungar nýti sér einnig
útibú KB banka á Hellu. Næst á
eftir kemur útibú Íslandsbanka í
Vestmannaeyjum.
Útlán höfuðstöðva bankanna
vega þó þyngst í útlánum bank-
anna og eru útlán höfuðstöva
Landsbankans mest eða 312
milljarðar króna. Þar á eftir
koma höfuðstöðvar Íslandsbanka
með 279 milljarðar króna. Útlán
höfuðstöðva KB banka eru 265
milljónir króna. Útlán og innlán
bankanna jukust mjög mikið á
síðasta ári.
Algengt er að útlán útibúa séu
til einstaklinga og smærri rekstr-
araðila en höfuðstöðvarnar láni
fyrirtækjum.
Tölur um útlán og innlán úti-
búa viðskiptabankanna voru
fengnar í skýrslu um fjármála-
stofnanir á vef Fjármálaeftirlits-
ins.
Aðalbanki Landsbankans
stærsta bankaútibúið
Útibú Landsbanka og Íslandsbanka á Akureyri stærst á
landsbyggðinni.
Undirbýr sölu Stangarholts
Ingvi Hrafn Jónsson vill láta fóðra seiði Langár
með ösku sinni.
Coke borið þungum sökum
Afli í maí dróst saman um tutt-
ugu þúsund tonn borið saman við
sama tímabil á síðasta ári. Heild-
araflinn í maí var alls 135 þúsund
tonn. Þó jókst aflinn fyrstu mán-
uði ársins 2005 miðað við árið
2004 eða um 126 þúsund tonn.
Heildarafli íslenskra fiskiskipa
frá því í byrjun fiskveiðiársins í
september síðastliðnum var um
1.426 milljónir tonna en 1.348
milljónir tonna á fyrra tímabili.
Samkvæmt tölum frá Fiski-
stofu jukust veiðar á botnfiski
um fimm þúsund tonn í maí, þótt
þorsk- og grálúðuaflinn hafi
verið minni. Minna veiddist af
kolmunna og síld en þar var sam-
dráttur um 24 þúsund tonn.
Kolmunninn dróst saman um
rúm tuttugu þúsund tonn á milli
maímánaða. - eþa
Ingvi Hrafn Jónsson, þáttastjórn-
andi á Talstöðinni og eigandi jarð-
arinnar Stangarholts við Langá,
segir að milli sextíu og sjötíu
manns hafi í síðustu viku komið
að skoða frístundalóðir sem hann
er að selja á jörðinni. Nú þegar
séu um fjörutíu lóðir seldar.
Hver lóð er um tveir til fimm
hektarar. Hver hektari selst á 550
þúsund með vegi og vatni að lóða-
mörkum. Samtals fara undir frí-
stundalóðirnar um 400 hektarar
af 500 hektara landi sem Stangar-
holt stendur á. Miðað við að hver
lóð sé um 3,5 hektarar mun Ingvi
Hrafn fá samtals 115 milljónir
fyrir lóðirnar, en einhver kostnað-
ur fellur til á móti.
Hann segist líka búinn að finna
kaupendur að bæ og útihúsum
Stangarholts sem séu sér að
skapi. Nú sé hann í viðræðum við
þá um kaup á jörðinni sem fari
ekki undir frístundalóðirnar.
Hann muni þó áfram búa sjálfur í
húsi sínu við árbakka Langár.
„Ég er búinn að mæla svo
fyrir um að þegar ég fer þá verð
ég brenndur og fóðraður seiðum í
Langá. Það má dreifa ösku í vatn.
Og síðan verður hægt að selja
Vinstri grænum veiðileyfi í
Langá tveimur árum seinna, sem
geta þá barið mig í hausinn,“
segir Ingvi Hrafn og reiknar með
að veiðileyfin hækki mikið í
verði í kjölfarið. - bg
Gosdrykkjaframleiðand-
inn Coca-Cola hyggst
endurskoða viðskiptahætti
sína í Indlandi og Kólumbíu
eftir að háskólinn í Michig-
an hótaði að segja upp
samningi sem skólinn
gerði við fyrirtækið.
Samningurinn er 80
milljóna króna virði á
ári fyrir Coca-Cola.
Nemendur í Michig-
an-háskóla kvörtuðu
yfir viðskiptaháttum
Coca-Cola við skólayfir-
völd og var í kjölfarið
ákveðið að setja skilmála
við endurnýjun samn-
ingsins.
Eitt nemendafélaga
skólans sakar Coke um að
valda þurrkum á ökrum
bænda í Indlandi og að
selja gosdrykki sem inni-
halda skordýraeitur. Fyrir-
tækið er jafnframt sakað
um að styðja hægri-
sinnaða skæruliða í
Kólumbíu.
„Við höfum ekkert
rangt gert og ég er
fullviss um að rann-
sóknin muni leiða
það í ljós,“ sagði
Kari Bjorhus, tals-
maður Coca-Cola. -jsk
Útibú Útlán Innlán Útibú Útlán Innlán
Aðalbanki LÍ 22,8 33,6 Akureyri ÍSB 9 6,5
Gullinbrú ÍSB 12,2 3,8 Akureyri LÍ 8,1 7,5
Lækjargata ÍSB 11,4 17 Selfoss LÍ 5,4 6,3
Austurbær LÍ 10,5 11,6 Hella KB 5 5
Kirkjusandur ÍSB 10 22,2 Vestmannaeyjar ÍSB 4,4 3,8
Aðalbanki KB 8,1 13,6 Akranes LÍ 4,2 4,1
Breiðholt LÍ 7,8 7 Selfoss KB 4 2,7
Suðurlandsbraut ÍSB 7,6 8,8 Ísafjörður ÍSB 3,9 2
Þarabakki ÍSB 5,7 7,7 Akureyri KB 3,8 4,2
Kópavogur KB 5,4 4,5 Selfoss ÍSB 3,7 2,8
Allar tölur eru í milljörðum króna
T Í U S T Æ R S T U Ú T I B Ú V I Ð S K I P T A B A N K A N N A Á
H Ö F U Ð B O R G A R S V Æ Ð I N U O G U T A N Þ E S S
FISKVEIÐAR Þrátt fyrir aflasamdrátt í maí
hefur heildaraflinn aukist á árinu frá sama
tímabili í fyrra. Aukningin á árinu er um
126 þúsund tonn.
INGVI HRAFN JÓNSSON Er tilbúinn að
selja jörðina Stangarholt við Langá.
BJÖRGÓLFUR THOR, EIGANDI
NOVATOR FINLAND Novator hefur keypt
ellefu prósenta hlut í finnska farsímafyrir-
tækinu Saunalahti.
Novator bætir við sig
SKÆRULIÐADRYKK-
UR? Coca-Cola er sak-
að um stuðning við
hægri-sinnaða skæru-
liða í Kólumbíu.
Fjármálaeftirlitið hefur birt tekj-
ur og gjöld sparisjóðanna. Hlut-
deild SPRON í vaxtatekjum og
vaxtagjöldum sparisjóðanna á síð-
asta ári var um 30 prósent. Heild-
arvaxtatekjur allra sparisjóðanna
24 voru tæpir 18,5 milljarðar
króna en vaxtagjöldin um 10,7
milljarðar. Sparisjóður Hafnar-
fjarðar kemur næst á eftir með 15
prósenta hlut. Hlutdeild SPRON í
öðrum rekstrartekjum er enn
hærri. Hreinar rekstrartekjur
sparisjóðsins voru um fimm millj-
arðar króna sem er yfir 31 pró-
sent af samanlögðum hreinum
rekstrartekjum sparisjóðanna.
Þar af var hlutdeild SPRON í
gengishagnaði af fjármálastarf-
semi 41,6 prósent. - eþa
SPRON með þriðjung tekna
STÆRSTI SPARISJÓÐURINN SPRON er
með langhæstu hlutdeildina innan spari-
sjóðanna í hreinum vaxta- og rekstrartekj-
um samkvæmt tölum frá FME.
STÆRSTA ÚTIBÚIÐ Landsbankinn í miðbæ Reykjavíkur er bæði með mestu innlán og mestu útlán útibúa viðskiptabankanna.