Fréttablaðið - 03.08.2005, Síða 10

Fréttablaðið - 03.08.2005, Síða 10
10 3. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR Samfylkingin á Akureyri heldur lokað prófkjör fyrir sveitarstjórnarkosningarnar: Stefnir í átök um efstu sætin KOSNINGAR Líklega munu að minnsta kosti sex einstaklingar sækjast eftir fjórum efstu sæt- unum á lista Samfylkingarinnar á Akureyri í komandi sveitar- stjórnarkosningum. Oktavía Jó- hannesdóttir leiddi listann síð- ast og gera flestir Samfylking- armenn á Akureyri því skóna að hún muni sækjast eftir því á ný. Hún segist ekki hafa gert upp hug sinn og muni ekki gera það fyrr en í haust. Hermann Jón Tómasson skip- aði annað sæti á listanum í síð- ustu kosningum en stefnir nú á það fyrsta. Sigrún Stefánsdóttir var í þriðja sæti en hefur hug á að færa sig upp um eitt og Jón Ingi Cæsarsson hefur sett stefnuna á annað eða þriðja sætið en hann var í því fjórða síðast. Helena Karlsdóttir var ekki á listanum fyrir þremur árum en segir hugsanlegt að hún bjóði sig fram í eitt af þremur efstu sætunum og Hermann Óskars- son, sem var í 13. sæti, er að hugleiða að bjóða sig fram í eitt af fjórum efstu sætunum. Ingi Rúnar Eðvarðsson sem skipaði fimmta sæti listans síð- ast segist ekki ætla að taka sæti á listanum að þessu sinni. - kk Vöxtur hefur orðið í ám norðan Vatnajökuls vegna hlýindanna undanfarið: Bílar skemmdust vegna fló›a HÁLENDIÐ Nokkrir bílar skemmd- ust í Lindá við Herðubreiðarlind- ir um helgina þegar vatn flóði yfir vélar þeirra. Hrafnhildur Hannesdóttir, landvörður í Herðubreiðarlind- um, segir að í hlýindunum og góðviðrinu að undanförnu hafi vaxið mjög í Jökulsá á Fjöllum. Þá hækkar einnig í Lindá sem bíl- ar þurfa að fara yfir á leið sinni í Herðubreiðarlindir og Öskju. „Við höfum haft í nægu að snúast alla helgina við að draga bíla upp úr Lindá. Vélar skemmd- ust í sumum en aðrir hafa komist í gang aftur.“ Hrafnhildur segir að þrátt fyrir þetta hafi enginn verið hætt kominn vegna flóð- anna. Talsverð umferð hefur verið við Öskju og í Herðubreiðarlind- um um Verslunarmannahelgina og gisti umtalsverður fjöldi á tjaldstæðum og í skálum í Herðubreiðarlindum og í Dreka- gili við Öskju. „Umferðin var minni í Kverkfjöll, sennilega vegna þess að í mestu vatna- vöxtunum flæddu Kreppa og Jökulsá yfir vegina í grennd við brýrnar í Krepputungu,“ segir Hrafnhildur. - jh fivinga›ur til kaupa á ís og vatni fyrir milljónir Kristinn Pétursson fiskverkandi segir landvinnsluna sæta afarkostum vi› vigtun hráefnis til vinnslu. Sjófrystingin og útflytjendur á ferskfiski í gámum búi vi› mun r‡mri skilyr›i. Hann krefst ska›abóta. FISKVINNSLA „Í rauninni hefur fiskvinnsla Gunnólfs á Bakka- firði verið þvinguð til að kaupa vatn og ís með fiski fyrir um 40 milljónir króna á undanförnum tólf árum,“ segir Kristinn Pét- ursson, fiskverkandi á Bakka- firði. Hann undirbýr nú máls- höfðun gegn íslenska ríkinu til greiðslu skaðabóta, enda sé um að ræða brot á samkeppnislög- um og lögum um mál og vog. „Þegar fiskur er vel kældur í sumarhitum getur hlutfall vatns og íss farið í 15 pró- sent. Reglurn- ar kveða á um að við megum draga frá þrjú prósent áður en við greið- um uppsett verð fyrir veginn afla. Af hverjum tíu kílóum sem við kaupum getur hæglega eitt þeirra verið vatn og ís eins og nú háttar til.“ Kristinn segir allt annað uppi á teningnum varðandi útflutn- ing á bolfisksafla í gámum. „Í fyrra voru flutt út um 53 þúsund tonn af ferskum fiski í gámum, einkum til Bretlands. Fiskkaup- endur þar sæta engum afarkost- um líkt og við. Menn áætla í mörgum tilvikum þyngdina í gámunum hér á landi og kaup- endurnir ytra fá oftar en ekki yfirvigt. Það sér hver heilvita maður að þetta eru afleit sam- keppnisskilyrði. Ég sætti mig ekki við þessar öfgar og einelti gagnvart landvinnslunni og fer með málið fyrir dómstóla. Eng- inn ætti að vera hissa á því að á níu mánuðum skuli tapast 500 störf í fiskvinnslu hér á landi,“ segir Kristinn. Aðalsteinn Baldursson, for- maður matvælasviðs Starfs- greinasambandsins, tekur í svipaðan streng. „Ég heyri af fiskvinnslufyrirtækjum sem fá ekki einu sinni að bjóða í afla ís- lenskra skipa jafnvel þótt þau bjóði jafn gott verð eða betra,“ segir Aðalsteinn. Hann bætir við að skýrslugerð og nefndar- störf séu einskisverð ef öllum tillögum sé stungið undir stól. Nefnd undir stjórn Gunnars I. Birgissonar fjallaði árið 2001 um starfsskilyrði í land- og sjó- vinnslu. Hún lagði til við sjávar- útvegsráðherra, að í löndunar- höfn yrði heimilt að draga allt að sjö prósent frá vegna íss og vatns í stað þriggja prósenta. Þessu hlutfalli hefur ekki verið breytt. johannh@frettabladid.is ÍSAFJARÐAR 5.099kr. Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR 5.289kr. Verð miðast við flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is EGILSSTAÐA 5.999 Milli Reykjavíkur og kr. HORNAFJARÐAR 5.899 Milli Reykjavíkur og kr. GRÍMSEYJAR 6.500kr. Milli Reykjavíkur og GJÖGURS 5.099kr. Milli Reykjavíkur og SAUÐÁRKRÓKS 5.099kr. Milli Reykjavíkur og BÍLDUDALS 5.099 Milli Reykjavíkur og VOPNAFJARÐAR/ ÞÓRSHAFNAR 7.500 Milli Reykjavíkur og kr. kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 2 91 21 0 8/ 20 05 flugfelag.is 4.409kr. Milli Reykjavíkur og VESTMANNAEYJA Börn, 2ja–12 ára, í fylgd með fullorðnum, greiða 1.940 kr. aðra leiðina. 3. - 9. ágúst OKTAVÍA JÓHANNESDÓTTIR Oddviti Sam- fylkingarinnar á Akureyri segist ekki hafa gert upp við sig hvort hún sækist eftir að leiða listann í komandi sveitarstjórnarkosn- ingum. FISKVINNSLA Þess eru dæmi að íslensk fiskvinnslufyrirtæki fái ekki að bjóða í afla þótt þau bjóði gott verð. KRISTINN PÉTURSSON FISKVERKANDI HERÐUBREIÐ OG LINDÁ Vaðið yfir Lindá er nærri ármótum Jökulsár á Fjöllum og Lindár og getur verið viðsjárvert þegar hækkar í Jöklu. 10-11 2.8.2005 20:24 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.