Fréttablaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 12
12 03. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR Tekur myndir af ferfættum vinum Inger Helene Bóasson ljósmyndari býður upp á þá þjónustu að taka myndir af gæludýrum. Hún segir að Íslendingar sýni áhuga en hafi enn sem komið er lítið lagt leið sína með ferfætlinga á ljósmyndastofu. Gæludýraeign landsmanna hefur aukist gríðarlega á síðustu árum svo og þjónusta í kringum þau. Eitt af því sem eigendum gæludýra finnst ómissandi eru myndir af vin- um sínum. Ekki hefur tíðkast að fara með dýr sérstaklega á ljós- myndastofur en á því gæti orðið breyting. Inger Helene Bóasson er ein þeirra sem bjóða Íslendingum upp á að taka myndir af ferfættum og loðnum vinum. Hún er fædd og upp- alin í Noregi en er íslensk að einum fjórða og hefur dvalist á Íslandi annað veifið. Hún rak sína eigin ljósmyndastofu í Drammen í Nor- egi í tuttugu ár en ákvað árið 2001 að rífa sig upp, selja bæði fyrirtæki og íbúð, flytja til Íslands, kaupa sér jeppa og ferðast frjáls og óháð um landið og taka myndir af því sem hana lysti. Hún segir Íslendinga sýna þó nokkurn áhuga á því að láta taka myndir af gæludýrum en enn sem komið er hafi fáir látið verða af því. Hún segir að vissu leyti erfiðara að taka myndir af dýrum. „Þau skilja auðvitað ekki þegar maður talar við þau en ég held að allt snú- ist þetta um tilfinningu,“ segir Inger, sem viðurkennir þó að erfitt geti verið að hafa hömlur á tveimur líflegum kettlingum sem ekki vilji sitja kyrrir. „Maður tekur þá mikið fleiri myndir og verður að velja úr eftir á,“ segir Inger hlæjandi en hún er sjálf uppalin á sveitabæ í Noregi. Inger hefur skoðað töluvert af myndum á netinu hjá eigendum gæludýra. „Það er svo mikið í kring- um myndina sem skemmir þannig að dýrið nýtur sín ekki,“ segir Inger, sem telur að bakgrunnurinn skipti höfuðmáli þegar taka á góða mynd af dýri. Inger tekur myndir af öllum dýr- um sem beðið er um þó hún sé hrifn- ari af þeim minni. Skrítnasta dýrið var þó stór bóaslanga sem hún myndaði í Noregi. „Ég var ekkert hrædd og það var bara þægilegt að koma við hana,“ minnist Inger, sem býður fólki einnig upp á það að koma í heimahús til að mynda dýr- in. Hægt er að skoða fleiri myndir á heimasíðu Inger, www.photo- ihb.com solveig@frettabladid.is ÁSTKÆRA YLHÝRA Er gaman a›? Nýjasta og heitasta æðið í mál- farsruglingi er að þekkja ekki muninn á að og af, en þar sem ambögur eru lífseigari en flestar fatabylgjur er ástæða til að eyða á þetta fyrirbæri nokkrum orðum. Sumir tala og skrifa um að „hafa gaman AГ einhverju í stað þess að hafa gaman af. Það er svo sem ekkert mál að klúðra þessu með því að skrifa bara eftir talanda, en það má skipta gamn- inu út fyrir ýmislegt, til dæmis peninga, til að sjá hversu asna- legt þetta er í rauninni. „Svika- hrappur hafði milljónir að gamalli konu“ er vonandi nógu gapandi klúðurslegt til að vekja þá sem ekki eru klárir á þessu atriði. magnus@frettabladid.is Við ferðalangar komum bara nokkuð vel undan verslunarmannahelginni. Urðum ekki varir við mikla umferð enda reynd- um við að sneyða hjá henni eins og kostur var. Lundaveiðin gekk þó ekki sem skyldi enda næstum algert logn. Þó fengum við fimm upp úr krafsinu og bíður matseld þeirra betri tíma. Við erum þegar þetta er ritað staddir á Hótel Hamri í Borgarnesi þar sem við fengum að reyna í fyrsta sinn að spila golf. Okkur fórst það bara nokkuð vel úr hendi að eigin mati og aldrei að vita nema menn fari að stunda þetta svona í ellinni. Þegar við komum í söluskálann Baulu á sunnudag hittum við Helgu vinkonu Bjarka sem ákvað að bjóða okkur í mat en þá um kvöldið skelltum við okkur í heitan pott við sumarbústað í Skorradal en þá höfðum við komist alla leið í Borgarnes. Við erum farnir að gera út í bænum núna. Fáum því að sofa heima hjá okkur og keyrum dag hvern þangað sem við hættum degi fyrr. Það var yndislegt að sofa í eigin rúma og að koma heim og taka allt upp úr töskum og setja á sinn stað. Það er frábært að búa ekki lengur í töskum. Ferðinni fer nú alveg að ljúka. Við lokum hringnum klukkan þrjú við Rauða- vatn á morgun og ætlum að ganga með- fram Hringbraut, Sóleyjargötu og að Ing- ólfstorgi þar sem boðið verður upp á eitt- hvað sprell í tilefni dagsins um fimmleytið. Hlökkum til að sjá sem flesta þá. Kær kveðja, Guðbrandur og Bjarki. Spilu›u golf á hótel Hamri HALTUR LEIÐIR BLINDAN: PÓSTKORT FRÁ BJARKA OG GUÐBRANDI nær og fjær „Starfi› sameina›i flannig stórhættuleg eiturefni og jó›l. fia› er varla hægt a› bi›ja um miki› meira.“ ÓTTARR PROPPÉ BÓKSALI Í FRÉTTA- BLAÐINU. „Kærastan mín átti a› fara í flug um kvöldi› og ba› lögregluna um a› sækja vegabréfi› sitt upp í íbú› en fla› var bara hlegi› a› okkur.“ ORRI PÉTURSSON, ÍBÚI Í LONDON, Í FRÉTTABLAÐINU. OR‹RÉTT„ “ Þriðja líkamsárás Árna á þjóðhátíð Hefur Árni sungið sinn síðasta brekkusöng? Íþróttamannvirki hljóta nöfn: Brattahlí› og Byltan Nýrisin íþróttamannvirki á Bíldudal og Patreksfirði hafa hlotið nöfn. Patreksfirðingar munu stunda sínar leikfimi- æfingar í Bröttuhlíð en Bíl- dælingar geta hrist kroppinn í Byltunni. Bæjarstjórnin í Vesturbyggð hafði leitað eftir innblæstri frá almenningi með nöfn á mann- virkin. Hún valdi úr fjögur nöfn á hvert hús og síðan gafst fólki kostur á að kjósa um nöfnin á netinu. Bæjarstjórnin ákvað síð- an endanlega nafngift með nið- urstöður könnunarinnar til hlið- sjónar. Þótti bæjarfulltrúum Brattahlíð viðeigandi fyrir Patreksfirðinga og Byltan gott nafn fyrir Bíldælinga. - sgi GLÆSILEGUR Góður ótruflandi bak- grunnur er mikilvægur þegar teknar eru myndir af dýrum. Þannig njóta þau sín best að mati Inger. LOÐINN VINUR Inger segir það taka lengri tíma að ná góðum myndum af dýrum en mönnum enda ekki hægt að segja þeim hvernig þau eigi að standa eða sitja. LJÓSMYNDARINN Inger Helene Bóasson seldi bæði íbúð og fyrirtæki í Noregi og fluttist til Íslands árið 2001 til að vera frjáls og taka myndir af því sem hana langaði til. IN G ER H EL EN E B Ó SS O N FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI 12-13 tilveran / myndir 2.8.2005 22:04 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.