Fréttablaðið - 03.08.2005, Síða 16
Ítalskir fjölmiðlar greindu frá því um síðustu helgi að hryðju-
verkamaðurinn Osman Hussain, breskur ríkisborgari af afrísk-
um uppruna, hefði við yfirheyrslur hjá lögreglunni í Róm sagt
að Íraksstríðið væri ástæðan fyrir hinu misheppnaða ódæðis-
verki sem hann og félagar hans unnu í London 21. júlí síðastlið-
inn. Hussain er sagður hafa skýrt frá því að hann og fleiri ung-
ir menn í borginni hafi komið saman og horft á kvikmyndir sem
lýstu því hvernig konur og börn væru fórnarlömb innrásarherj-
anna í Írak. Það hafi komið þeim úr jafnvægi og skapað hatur í
brjósti þeirra. Þeir hafi strengt þess heit að hefna fyrir þá
glæpi sem unnir væru í Írak.
Áður höfðu íslömsk hryðjuverkasamtök lýst því yfir að
grimmdarverkið í London 7. júlí, þegar 52 voru myrtir og um
700 særðir, væri hefnd fyrir þátttöku Breta í innrásinni í Írak.
Þá hefur verið leitt í ljós að sprengingarnar í Madríd í apríl í
fyrra voru tilraun íslamskra öfgamanna til að fá Spánverja til
að kalla herlið sitt frá Írak. Þáverandi ríkisstjórn Spánar reyndi
að fela vitneskju um það og kenna baskneskum öfgamönnum
um glæpinn, því hún óttaðist dóm kjósenda.
Þrátt fyrir þessar upplýsingar vilja stjórnvöld í Bretlandi
ekki ræða hryðjuverkin og ógnina sem yfir vofir í tengslum við
Íraksstríðið. Þau benda á að árásir í nafni íslamskrar ofstækis-
trúar og haturs á vestrænni menningu og lýðræði hafi marg-
sinnis átt sér stað áður en ráðist var inn í Írak. Í því sambandi
er til dæmis bent á hina mannskæðu árás á tvíburaturnana í
New York 11. september 2001. Enn fremur er sagt að með því
að blanda Íraksstríðinu og hryðjuverkunum saman séu menn
vitandi vits eða óafvitandi að skapa réttlætingu fyrir grimmd-
arverkunum. Málsvarar Íraksstríðsins í öðrum löndum, þar á
meðal hér á landi, taka undir þetta.
Það er rétt að vel má ímynda sér að hryðjuverkaárás hefði
verið gerð á London án þess að Bretar hefðu tekið þátt í inn-
rásinni í Írak. Og hitt ber líka að hafa í huga, að jafnvel þótt
Íraksstríðið væri eina ástæðan fyrir hryðjuverkum á Vestur-
löndum væri það eitt ekki nægileg ástæða að telja innrásina
ranga og óréttmæta. Hvert mál verður að vega og meta á sjálf-
stæðum forsendum.
En það er hættulegt hinu frjálsa þjóðfélagi okkar þegar
menn leggjast í afneitun staðreynda. Við verjumst ekki hryðju-
verkum með þeim hætti. Íraksstríðið er greinilega orðið sjálf-
stæð orsök fyrir auknu fylgi ofstækismanna sem hata vestræna
menningu og lýðræði. Ástæðan fyrir því að Blair, forsætisráð-
herra Bretlands, og samherjar hans og skoðanabræður í öðrum
löndum vilja hvorki ræða þetta né viðurkenna er sú að þeir hafa
slæma samvisku. Innrásin í Írak var gerð á grundvelli rangra
og að hluta til falsaðra upplýsinga. Innanlandsmál í Írak hafa
síðan ekki þróast með þeim hætti sem stjórnendur innrásarinn-
ar, menn eins og Blair og Bush Bandaríkjaforseti, fullyrtu að
þau myndu gera.
Ljóst er að bregðast verður við hryðjuverkaógninni með
stóraukinni öryggisgæslu í flestum löndum í okkar heimshluta.
En um leið verða forystumenn lýðræðisafla í heiminum að hafa
hugrekki til að horfast í augu við það sem nærir og eflir hryðju-
verkaöflin, jafnvel þótt óþægilegt sé, og bregðast við því af
kaldri skynsemi. ■
Aðstaða til einokunar, fákeppni og
innheimtu pólitískt varinna fríð-
inda er lokisins hætt að vera lang-
helsta uppspretta auðs einstak-
linga á Íslandi. Ný kynslóð manna
hefur snúið sér að viðskiptum í
opnum heimi þar sem ímyndunar-
afl, áræði og fagmennska ræður
árangri en ekki pólitísk tengsl og
klíkuskapur eins áður var. Ís-
lenskt atvinnulíf hefur breyst í
grundvallaratriðum á fáum árum.
Öfugt við það sem menn virðast
stundum álykta hafa allar þessar
byltingar og breytingar ekki gert
íslenskt atvinnulíf sérstakara á
heimsvísu en það var áður. Þvert
á móti. Íslenskt atvinnulíf hefur á
síðustu árum orðið líkara við-
skiptalífi annarra vel stæðra
landa í heiminum. Það hefur þó
auðvitað enn sín sérkenni. Sum
þeirra eru góð, önnur eitthvað
verri og einstaka sérkenni gætu
beinlínis verið hættuleg ef heppni
þrýtur. Ef menn líta nokkur ár
aftur í tímann sjá þeir hins vegar
að sérkennunum hefur fækkað og
að hið alþjóðlega og almenna mót-
ar sífellt meira það sérstaka og
staðbundna.
Það er ekki aðeins atvinnulífið
á Íslandi sem hefur orðið líkara
því sem best gerist á alþjóðavísu.
Það sama má segja um listir og
menntir af öllu tagi. Aftur er það
opnun út í heim sem ekki aðeins
býr til möguleikana, heldur knýr
og mótar þá sköpun sem á sér
stað. Íslenskt listalíf hefur raunar
miklu lengur líkst umheiminum
en viðskiptalífið. Sömu sögu má
segja um æðri menntir og rann-
sóknir á Íslandi. Þar er opnunin til
umheimsins ekki ný. Stóraukin al-
þjóðavæðing síðustu ára hefur
hins vegar knúið umfangsmiklar
og djúpstæðar breytingar sem
flestar einkennast af því að við
lærum af þeim sem best kunna til
verka og sköpum um leið eitthvað
sem er sérstakt og hefur í leiðinni
skírskotun langt út fyrir okkar
samfélag.
Getum við sagt eitthvað af
þessu sama um stjórnmál á Ís-
landi? Einkennast þau af stórauk-
inni fagmennsku, þekkingu og
opnun til umheimsins? Mótast þau
af hinu almenna og alþjóðlega eða
af því sértæka og lokaða? Er þar
að finna nýja kynslóð vel mennt-
aðra manna sem með ímyndunar-
afli, sköpunarkrafti, áræði, fag-
mennsku og þekkingu á veröld-
inni gerir hlutina eins og þeir eru
best gerðir úti í heimi? Er einhver
sem segir já við því?
Mótmælir einhver þeirri stað-
hæfingu að í íslensku atvinnulífi,
íslenskum listaheimi og íslensk-
um menntaheimi séu hlutir nú
gerðir eins vel og þar sem þeir
eru best gerðir? Telur einhver að
eitthvað svipað megi segja um ís-
lenska stjórnmálaheiminn?
Hvers vegna skyldu stjórn-
málin sitja eftir með svo nötur-
lega áberandi hætti þegar flest
annað í þjóðfélaginu einkennist af
vaxandi þekkingu á veröldinni,
aukinni fagmennsku og skapandi
samkeppni? Svarið við því er
sjálfsagt ekki einfalt. Einhver
sagði að einn anga af skýringunni
mætti finna í því hvað stjórn-
málamenn eru hlutfallslega
margir á Íslandi. Ef aðrar þjóðir
hefðu hlutfallslega eins marga
stjórnmálamenn og við væru
nokkuð á fjórða þúsund ráðherrar
í þýsku stjórninni og tólf þúsund í
þeirri bandarísku að ekki sé talað
um þingmenn sem myndu skipta
tugum þúsunda í þessum og öðr-
um stórum ríkjum. En einhvern
veginn höfum við eignast fjölda
færra manna í atvinnulífi, listum
og menntun. Er hugsanlegt að ís-
lendingar geri minni kröfur til
stjórnmálamanna en nálægar
þjóðir? Eða eru stjórnmál á Ís-
landi svo ómerkileg að fáir vilja
leggja þau fyrir sig? Eða eru aðr-
ir hlutir svo spennandi að stjórn-
málin standist ekki samanburð?
Kannski er einhverra skýringa
að leita í aflvökum þeirrar ný-
sköpunar sem átt hefur sér stað í
atvinnulífi og menningu. Þar hef-
ur sköpunin verið knúin áfram af
opnun til umheimsins sem býr
ekki aðeins til nýja möguleika
heldur eyðir þeim gömlu með því
að svipta menn vernd heimahaga.
Íslenskir stjórnmálamenn verða
líklega seint að útflutningsvöru
en heim stjórnmálanna þarf með
einhverjum hætti að opna, þó
ekki væri nema út í þjóðfélagið.
Hæfasta og menntaðasta kynslóð
Íslandssögunnar virðist vilja
sniðganga heim stjórnmálanna.
Menn finna að hann lýtur ekki
lögmálum opinnar samkeppni um
þekkingu, færni og fagmennsku
sem hafa endurskapað atvinnulíf
og menningu á Íslandi. Þetta
framlengir líf heimóttarlegra og
klíkukendra einkenna hans sem
sífellt verða nöturlegri í þjóðfé-
lagi sem einkennist af stórauk-
inni þekkingu, fagmennsku og
sköpun. ■
3. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR
SJÓNARMIÐ
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Afneitun staðreynda er ekki vörn gegn hryðjuverkum.
Írak er ástæ›an
FRÁ DEGI TIL DAGS
Íraksstrí›i› er greinilega or›i› sjálfstæ› orsök fyrir auknu fylgi
ofstækismanna sem hata vestræna menningu og l‡›ræ›i. Ástæ›-
an fyrir flví a› Blair og samherjar hans og sko›anabræ›ur í ö›r-
um löndum vilja hvorki ræ›a fletta né vi›urkenna er sú a› fleir
hafa slæma samvisku. Innrásin í Írak var ger› á grundvelli
rangra og a› hluta til falsa›ra uppl‡singa.
Í DAG
STJÓRNMÁL
JÓN ORMUR
HALLDÓRSSON
Hvers vegna skyldu
stjórnmálin sitja eftir
me› svo nöturlega áber-
andi hætti flegar flest
anna› í fljó›félaginu ein-
kennist af vaxandi flekk-
ingu á veröldinni, aukinni
fagmennsku og skapandi
samkeppni?
Stö›nun mitt í sköpun
Einkamálavæðing
Fyrst kom einkavæðingin. Allir gátu
orðið ríkir. Svo kom einkavinavæð-
ingin. Þar fór í verra... Og nú er það
„einkamálavæðingin“, svo notað sé
nýtt hugtak úr smiðju Jónasar Krist-
jánssonar ritstjóra DV. Öll peninga-
mál eiga að vera leyndó, sérstaklega
upplýsingar um skatta sem menn
greiða til samfélagsins.Í Vefþjóðvilj-
anum, helsta málgagni einkamála-
sinna, fara pistlahöfundar hamförum
yfir því að birt séu nöfn hæstu skatt-
greiðenda í hverju umdæmi. Þetta
„ætti vitaskuld að vera fyrir neðan
virðingu annarra blaða en þeirra
sem með umfjöllun sinni og efnis-
tökum skilgreina sig sem sorprit“
segir blaðið í bræði sinni.
Lágar hvatir
„Það er einhver blanda af hnýsni, öfund
og öðrum lágum hvötum fólks sem fær
það til að velta sér upp úr tekjum annarra,
til dæmis með því að kaupa sérrit óvand-
aðra tímarita eða jafnvel með því að
leggja leið sína á skattstofur landsins og
fletta þar listum. Tæplega er hægt að
hugsa sér mikið ömurlegri iðju en að
gramsa í slíkum einkamálum og furðu
vekur að nokkur leggist svo lágt. Með ólík-
indum er að ríkið skuli ýta undir
þessar lægstu hvatir fólks og
láta eins og eðlilegt sé að vera
með nefið ofan í hvers manns
koppi,“ segir Vefþjóðviljinn, sem
að sjálfsögðu er skrifaður af
göfugum hvötum. Ekki hefur
þó fengist skýring á því af
hverju höfundar pistla blaðsins treysta sér
ekki til að setja nafn sitt undir þá.
Gegnsætt þjóðfélag
Jónas Kristjánsson ritstjóri er á öðru máli.
Hann segir í DV í gær: „Skattskrá, þjóðskrá
og tjónaskrá eru dæmi um gagnlegar skrár,
sem eiga að vera opnar almenningi í þjóð-
félagi, sem stefnir að því að verða gegn-
sætt, svo að valda-, mektar- og frægðarfólk
geti ekki falið meira eða minna opinber
mál sín í skjóli útvíkkunar á hefðbundnum
skilningi einkamála. Mikilvægt er, að al-
menningur styðji viðleitni fjölmiðla til að
varðveita gegnsæi í þjóðfélaginu og standi
gegn tilraunum til að varpa slæðu yfir
upplýsingar, sem eru viðkvæmar, af því
að þær varpa ljósi á spillingu í þjóðfé-
laginu.“
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI:
Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR:
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 –
prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
LESTU GREININA Á VISIR.IS
OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA
16-17 leiðari 2.8.2005 19:43 Page 2