Fréttablaðið - 03.08.2005, Síða 19

Fréttablaðið - 03.08.2005, Síða 19
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er miðvikudagur 3. ágúst, 215. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 4.41 13.34 22.25 AKUREYRI 4.09 13.19 22.25 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Grettistak er haldið er í Vestur-Húnavatnssýslu um næstu helgi. Hátíðin hefur verið haldin allt frá árinu 1996 og er því fastur liður í tilveru Húnvetninga. Hátíðin er kennd við kappann mikla Gretti sterka Ásmundarson og er einn dagskrárliða hátíð- arinnar einmitt krafta- keppni milli húnvetnskra karla og kvenna. Sundlaugin í Borgarnesi hefur verið gríðarlega vin- sæl í sumar en hátt í tvö þúsund manns heimsækja hana um hverja helgi. Eftir því sem fram kemur á heimasíðu Borgar- byggðar stefnir í metaðsókn í sumar. Enda kannski ekki skrítið að fólk heimsæki laug- ina þar sem endurbótum á eimbaði og heitum potti er loksins lokið. Göngukort af svæðinu í kringum Húsavík á Tjörnesi, við Kelduhverfi og Jökulsár- gljúfur er komið út. Kortið sýnir þrjátíu og níu göngu- og hestaleiðir ásamt útskýr- ingum með hverri leið og gefur í mörgum tilfellum upp GPS-hnit um upphaf og enda leiðanna. Kortið er þriðji þáttur í korta- röðinni Útivist og afþreying. Skíða- og göngu- ferð um Þórisjökul og í Þórisdal er fyrirhuguð á laugar- daginn og Ferðafélag Íslands sér um skipulagningu. Um er að ræða dagsferð sem hefst með því að ekið verður inn að Prestahnjúk við Þórisdal. Því næst er gengið vestur yfir jökulinn en þeir sem fara hann ekki ganga Þórisdal í staðinn. ferdir@frettabladid.is Búi fer stundum út að hjóla með son sinn í tengivagninum aftan í hjólinu. LIGGUR Í LOFTINU í ferðum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL BÖRN o.fl. KRÍLIN Ef þetta er pabbi, hver er þá eiginlega sköllótti kallinn sem býr heima hjá okkur? Bókin er félagi barna BLS. 5 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG Á visir.is Búi Bendtsen, gítarleik- ari í Brain Police og út- varpsmaður á XFM, fer út að hjóla með syni sín- um og viðheldur and- legri heilsu með því að spila rokkaða tónlist. „Það sem ég geri til að halda mér í formi er að borða reglulega, drekka ekki bjór og borða fullt af vítamínum. Mér finnst bjór bara ekki góður,“ segir Búi en bjór er einmitt afskaplega fitandi. „Já, miðað við fólkið í kring- um mig þá virðist það skipta miklu máli hvort maður drekkur bjór eða ekki upp á þyngdina. Ég fæ mér í mesta lagi einn.“ Búi stundar enga reglu- lega líkamsrækt en eyðir tíma með syni sínum og fær hreyfingu í leiðinni. „Ég fer oft út að hjóla með strákn- um mínum, sem varð eins árs fyrir helgi. Ég er með tengivagn aftan í hjólinu þar sem hann getur legið. Ég þarf kannski að fara að bæta úr hreyfingarleysinu og hreyfa mig reglulega. Ég eltist samt ekki við nokkur kíló til eða frá enda hef ég aldrei þurft að hafa áhyggj- ur af því. Mér líður bara mjög vel.“ En hvað með andlegu heilsuna? Er hún líka í góðu standi? „Það er allt í góðu þar. Ég spila tónlist með Brain Police og það er mín hugleiðsla. Þá gleymi ég öllu í smá tíma, sem er frábært og alveg nóg andleg leik- fimi.“ lilja@frettabladid.is ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is Tónlistin er mín hugleiðsla FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M 19 (01) allt forsíða 2.8.2005 20:28 Page 1

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.