Fréttablaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 21
Flestar konurnar eru á aldr- inum 18-24 ára. Fóstureyðingum hefur fjölgað jafnt og þétt milli ára í Englandi og Wales, samkvæmt tölum frá heil- brigðisráðuneyti Bretlands. Árið 2002 fóru 176.000 enskar konur í fóstureyðingu en í fyrra voru þær 185.400 og er aukningin um 5,3%. Flestar voru konurnar á aldrinum 18-24 ára en fækkun er milli ára í aldursflokknum 16-18 ára. Flestar voru fóstureyðingarnar framkvæmdar fyrir þrettándu viku meðgöngu og um sextíu prósent fyrir tíundu viku. Eitt prósent fóst- ureyðinganna var framkvæmt vegna fósturgalla sem myndi leiða til mikillar fötlunar eða dauða í fæðingu ef meðgangan fengi að renna sitt skeið. Á Englandi er leyfilegt að eyða fóstrum fram á tuttugustu og fjórðu viku með- göngu en miklar umræður eru nú um að þrengja þennan tímaramma. Á Íslandi er miðað við tólf vikur. Í hraða nútímans getur verið erfitt að slaka á. Fanný Jón- mundsdóttir hefur gefið út tvo nýja geisladiska sem hjálpa fólki að öðlast sálarró. Fanný Jónmundsdóttir hefur árum saman leiðbeint fólki um slökun, hugleiðslu og orkuæfingar. Fyrir tíu árum síðan gaf hún út kasettur með slökunartónlist og nú hefur hún endurtekið leikinn og gefið út tvo spánnýja geisladiska með slök- unaræfingum, tónlist og sjávarnið. „Það var kominn tími á að gefa út eitthvað nýtt. Grunnurinn er reyndar alltaf sá sami því þótt ýms- ar nýjar kenningar spretti fram í sambandi við slökunina þá byggir þetta allt á sama grunni. Til að ná slökun og hugarró þarftu að leita inn á við og það er gott að hafa ein- hver verkfæri eins og til dæmis tónlistina til að hjálpa sér.“ Diskarnir tveir byggja fyrst og fremst á tónlist og sjáv- arnið. Annar diskur- inn er hugsaður fyrir þá sem vilja slaka vel á fyrir svefninn og sofa vel en hinn diskurinn veitir slökun og sjálf- styrkingu fyrir daglegt amstur. „Þetta byggir á heilmiklum rannsóknum og það hefur margsýnt sig að tónlist af þessu tagi er góð fyrir heilsuna. Tónlistin er í taktin- um 60 slög á mínútu sem er sami taktur og hjartað slær í þegar mað- ur slakar vel á. Við það að hlusta á tónlistina hægist á hjartslættinum.“ Fanný segir að diskarnir hafi gefið góða raun og fólk á öllum aldri nýti sér þá. Ýmsir fagmenn hafi einnig tekið þeim vel og til að mynda noti Náttúrulækningafélag- ið diskana. Geis lad iskarnir fást í öllum helstu bóka- verslunum og þá má einnig nálgast víða annars stað- ar. Til dæmis hjá Skífunni, Betra lífi og á bókasöfnum. 3MIÐVIKUDAGUR 3. ágúst 2005 Fóstureyðingum hefur fækkað í aldurs- hópnum 16-18 ára í Englandi og Wales. Spirulina inniheldur meira af æskilegum næringarefnum en nokkur önnur þekkt planta, korn eða jurt og er því einhver kjarnbesta fæða sem völ er á. Spirulina jafnar matarlystinaog hefur hreinsandi áhrif á líkamann. Spirulina er náttúrlegur orkupakki. BÆTIEFNI Á BETRA VERÐI! Skólavörðustíg 16 101 Reykjavík Vertu fallega sólbrún(n) - innan frá Vísindalega staðfest. Imedeen Tan Optimizer - hylki verka innan frá og veita gylltan húðlit, sem helst lengur en þig hefur nokkurn tímann dreymt um. Hylkin undirbúa húðina fyrir sólina, minnka roða og viðkvæmni fyrir sól, verja húðina gegn öldrun af völdum sólar og örva myndun á fallegri sólbrúnku. „Þetta hefur gengið mjög vel og á meðan þetta hjálpar öðrum held ég áfram,“ segir Fanný. Útsölustaðir m.a:Yggdrasil, Fjarðarkaup, Maður lifandi, Lífsins lind -Hagkaup, Lyfjaval og Árnes apotek Selfossi. Sendum í póstkröfu S: 462-1889 heilsuhorn@simnet.is www.simnet.is/heilsuhorn KALK ÚR JURTARIKINU SEM NÝTIST EINSTAKLEGA VEL Flensan sem þú færð í dag getur verið stökkbreytt á morgun. Flensuveirur geta skipt um gen á ógnarhraða til að bregðast við sýklalyfjum og búa til ný afbrigði sem eru ónæm fyrir þeim. Vís- indamenn hafa hingað til talið að genaskiptingin verði hægt og ró- lega milli árstíða en rannsóknir sem gerðar voru við Heilbrigðis- stofnun Bandaríkjanna sýna svo ekki verður um villst að til dæm- is inflúensa af A-stofni skiptir út mörgum genum og veiran breyt- ist því stórvægilega á mjög stutt- um tíma. Þessar niðurstöður valda áhyggjum af ónæmi flensu- veira gegn bólusetningum og einnig er óttast að fuglaflensan gæti tekið upp á því að stökk- breytast á þennan hátt og smitast því auðveldlega milli manna. Gyðingar láta umskera litla drengi en nýjar rannsóknir benda til þess að það hafi fyrirbyggjandi áhrif á HIV-smit. HIV-veiran þrífst í forhúð UMSKURÐUR KARLA GÆTI MÖGULEGA KOMIÐ Í VEG FYRIR HIV-SMIT HJÁ ÞEIM. Nýjar rannsóknir benda til þess að umskurður karla gæti haft fyrirbyggjandi áhrif á HIV smit hjá þeim. Rannsóknin var gerð í Suður-Afríku á meira en 3.000 mönnum af Frönsku eyðnirann- sóknarstofnuninni og niðurstöð- urnar kynntar á ráðstefnu í Bras- ilíu. Þær leiða í ljós að umskurð- ur kom í veg fyrir sjö af hverjum tíu smitum. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að umskornir menn eru síður smitaðir af HIV en óumskornir. Talið er að frumur í forhúðinni séu viðkvæmari fyrir HIV en aðrar frumur á svipuðum slóðum svo smithætta minnki með því að fjarlægja hana. Heilsufulltrúar Sameinuðu þjóð- anna vilja þó fá meiri sannanir áður en þeir mæla með um- skurði sem aðferð til að koma í veg fyrir alnæmissmit. Flensuveirur stökkbreytast hraðar og meira en talið var. Flensur stökkbreytast hraðar en talið var Fóstureyðingum fjölgar á Englandi Annar diskurinn er hugsaður fyrir þá sem vilja sofa vel og ná að slaka vel á fyrir svefninn. Hinn byggir á slökun sem kemur sér vel yfir daginn. Slökunartónlist í takt við hjartsláttinn AMERICAN DAD MÁNUDAGA KL. 21:00 FYLGSTU MEÐ! 20-21 (02-03) allt heilsa 2.8.2005 20:26 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.