Fréttablaðið - 03.08.2005, Page 24

Fréttablaðið - 03.08.2005, Page 24
Vasahnífur Vasahnífurinn er ómissandi í ferðalagið. Í útilegum kemur hann sér vel því hann má nota sem hníf, flísatöng, tappatogara, naglaklippur og jafnvel grilltöng. Hann kemur líka að góðum notum ef gera þarf við eitthvað og svo má borða með honum ef plasthnífapörin klikka. [ ] Klettur í Tungunum Guðfinna Jóhannsdóttir rekur sveitakaffihúsið Klettinn þar sem umhverfið er einstakt en bíltúrafólkið lætur ekki sjá sig ef sólin skín of glatt. Guðfinna Jóhannsdóttir ásamt manni sínum Henk Hoogland fyrir utan Klettinn. Fimm ár eru síðan Guðfinna hóf að reka kaffihúsið Klettinn í Reykholti í Biskupstungum ásamt manni sínum Henk Hoog- land. Henk er frá Hollandi og Guðfinna hafði búið þar í tíu ár þegar þau fluttu heim. Aðspurð um hvernig kom til að hún fór að reka kaffihús í Biskupstungnum segir hún að hlutirnir hafi ein- faldlega æxlast þannig. „Við vorum fjögur sem byrjuðum með þetta um sumarið árið 2000 en við hjónin tókum síðan alveg við rekstrinum þá um haustið.“ Reksturinn gengur að sögn Guðfinnu bara vel og hún stefnir að því að gera enn betur. „Það eru skin og skúrir í þessu eins og öllu. Ég er samt eiginlega orðin tuttugu árum of gömul í þetta og hugurinn er meiri en kraftarnir,“ segir hún og hlær. Góðar vin- konur hennar koma samt oft og hlaupa undir bagga þegar þess þarf og þá gildir gamla góða orðatiltækið „að kýla á þetta og ekkert vesen“. Umhverfið í kringum Klettinn er áberandi fallegt og gróið með litríkum blómabeðum. Guðfinnu segist ekki muna um vinnuna í garðinum. „Maðurinn sér nú að- allega um það og ég reyti svona þegar ég er búin að loka á kvöld- in. Mér finnst bara afslöppun í því að fara aðeins út á kvöldinn og svo slappa ég af í heita pottin- um.“ Stór hluti viðskipavina Kletts- ins er svokallað bíltúrafólk. „Veðrið má ekki vera of gott því þá liggja allir í sólbaði. Þegar er aðeins skýjað og svona er gott að gera því þá er bíltúraveður,“ segir Guðfinna. Mikið kemur af sumarbústaðafólki og hestafólki sem stoppar oft og fær sér einn kaffi eða ölsopa. „Við lögðum áherslu á að koma upp góðri að- stöðu fyrir hestafólk, þannig að hestagerðið var drifið upp strax á öðru rekstrarári.“ Á veturna er Kletturinn ekki opinn á hverjum degi en bætir þó Tungurnar með reglulegum skemmtunum. „Þá erum við með menningarkvöld einu sinni í mán- uði, hattaball og alls konar skemmtanir.“ Eystri-Rangá setur nú hvert metið á fætur öðru, met- vika, metafli miðað við fyrri ár, metdagar, metfjöldi laxa á dag á stöng! Sex laxar á dag á stöng að meðal- tali er feiknaleg veiði því fjöldi stanga í ánni er um- talsverður og ekki geta alltaf verið stórveiðimenn á bakkanum hverju sinni? Meðaltal allra meðaltala á stöng á dag á Íslandi er talinn að jafnaði einn lax, svo sexfaldur afli á dagsstöng segir nokkuð um lætin þar eystra. Þessi mikla veiði þarna kemur ofan í frábæran júlíveiðimánuð hvarvetna á Suður- og Vesturlandi, með örfáum undantekningum. Hafið hefur greinilega verið gott við laxinn í vetur. En sárar undartekningar eins og Stóra-Laxá koma svo á móti, þar er lítið að hafa. Þau ánægjulegu tíðindi berast nú að Þingvallavatn er komið undir verndarvæng Veiðikortsins, sem veitir aðgang að yfir tuttugu vötnum víða um land fyrir örfá þúsund og gildir allt sumarið. Kortið er sannkallaður gleðigjafi og nú þarf bara að koma Elliðavatni til handhafa þess líka! Sjóbleikjan hefur gefið mönnum ánægjustundir á norðausturhorninu, Hofsá, Lónsá, Brunná, Fnjóská og Eyjafjarðará eru allar dæmi um bleikjuár sem gefa færi á vænum fiskum í fínu stuði (stundum!). Sil- ungasvæðið í Vatnsdalsá er hins vegar dapurt enn eitt árið og gaf Ármönnum lítið um helgina, sem þeir bættu sér upp með góðri laxveiði! Eggert Skúlason náði rúmlega átta punda flykki í Eyjafjarðará á Krók- inn og var höfundur flugunnar, Gylfi Kristjánsson, með í för, svo þetta hefur verið gaman hjá báðum. Sjóbleikjan er besti matfiskur sem finnst í íslenskum veiðiám, en hún er mishittin. Bleikjan „sullast“ inn VEIÐISUMARIÐ með Stefáni Jóni Hafstein VEIÐIFRÉTTIR Í SAMSTARFI VIÐ FLUGUR.IS Met ofan á mok með sjávarföllum í ósumog er þá stundum í miklu tökustuði. Svo gengur hún ofar í árnar og verður þá mun tregari. Þetta fengum við í „S-hópnum“ að sjá í Hofsá um helgina, það voru allar gerðir af bleikju- dyntum: Hún tók straum- flugur í ósnum, hún elti straumflugur með boða- föllum en tók ekki, vildi bara marfló eina stund- ina, stundum tók hún eina flugu, en alls ekki nema eina í einu, stundum sást hún alls ekki og svo komu torfur vaðandi. Í upp- ánni setti ég í fjórar á þurrflugu strax fyrsta morguninn og missti allar. Svo var bara ekkert flugnaklak í ánni næstu daga og bleikjan hafði hægt um sig, við reyttum eina og eina á þurr- flugu en annars stöku fisk á einhverja skrautflugu með hröðum inndrætti. Ég sem var með þrjú box full af „lífríki“ sem engin bleikja vildi! Heilræði vikunnar til þeirra sem reyna við sjóbleikju: Reynið allt sem ykkur dettur í hug! Ef hún tekur ekki fljótlega þýðir ekkert að hamast með sömu fluguna á sama stað, verið hreyfanleg, skiptið ört og leitið að tökufiski með nógu fjölbreyttum ráðum. Þá kemur það. Ef ekki: Þá er bara að njóta þess að vera til með svona fallegum fiski sem virðist stundum ósigrandi. Ég hef fjall- að ítarlega um sjóbleikjurveiðar á flugur.is og þar má finna alls konar efni sem varðar dynti sjóbleikjunnar, heilræði um flugur og aðferðir. Góða skemmtun. Veiðikveðja, Stefán Jón. Meiri veiðifréttir, heilræði, sögur og myndir í vikulegu frétta- bréfi, Flugufréttum, sem sendar eru út frá flugur.is alla föstu- daga til fjölda áskrifenda. Guðrún Kristín Sigurðardóttir með feiknafínan Breiðdalsárlax. Eyjaf jarðarsvei t 4. -7 . ágúst Þema - Hafið V e l k o m i n á www.hertz.is 18.450 Vika í Þýskalandi * Ford KA eða sambærilegur kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. *Verð á viku miðað við 14 daga leigu. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 2 89 09 06 /2 00 5 50 50 600 Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta 24-25 (06-07) allt ferðir 2.8.2005 20:10 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.