Fréttablaðið - 03.08.2005, Page 27

Fréttablaðið - 03.08.2005, Page 27
Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.06.2005–30.06.2005 á ársgrundvelli. Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.li.is 410 4000 | landsbanki.is 8,0%* Peningabréf Landsbankans ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 88 74 07 /2 00 5 Atkins Satt lífdaga Sala Símans Óttuðust hátt verð Íslenskir fótboltamenn Ekki nógu dýrir Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 3. ágúst 2005 – 18. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Methagnaður KB banka | KB banki hagnaðist um 24,77 millj- arða á fyrstu sex mánuðum árs- ins. Hagnaður KB banka á sama tíma í fyrra nam 6,5 milljörðum króna. Síminn seldur | Síminn var seld- ur Skipti hf. sem er félag í eigu Exista, KB banka, Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Gildi - lífeyris- sjóðs og fleiri smærri fjárfesta fyrir 66,7 milljarða króna. 11 milljarða hagnaður Lands- bankans | Landsbankinn hagnað- ist um 11 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við sex milljarða árið áður. Arð- semi eigin fjár var 56 prósent á tímabilinu. Össur keypti | Össur keypti bandaríska fyrirtækið Royce Medical Holding, Inc. Royce hef- ur um árabil verið einn af fremstu framleiðendum stuðningstækja í Bandaríkjunum. Burðarás skipt upp | Burðarás hefur verið skipt upp milli Straums Fjárfestingarbanka og Landsbankans en markaðsvirði Burðaráss var um 91 milljarður króna. Straumur fær stóran hluta eignasafns Burðaráss en Lands- bankinn styrkir mjög eigin fjár- stöðu sína. Atkins í aðhaldi | Megrunarfyr- irtækið Atkins Nutritional á í miklum rekstrarvanda og hefur sótt um svokallaða gjaldþrots- vernd í Bandaríkjunum. Baugur kaupir | Baugur hefur keypt bresku verslanakeðjuna Jane Norman fyrir 13,5 milljarða. Sem fyrr eru stjórnendur og KB banki með í kaupunum. Jane Norman sérhæfir sig í sölu á fatn- aði til ungra kvenna á aldrinum 15 til 25 ára. Undir merkjum félags- ins eru reknar 39 verslanir og 56 sérleyfisverslanir. Arðgreiðslan flyst á Straum Burðarás hef- ur skuldbund- ið sig til að greiða hluthöf- um sínum um fimm millj- arða króna í formi hluta- bréfa í flutn- ingafélaginu Avion Group. Skuldbinding B u r ð a r á s s vegna Avion- arðgreiðslu til hluthafa flyst yfir til Straums-Burðaráss fjár- festingarbanka gangi samruni félaganna í gegn. Burðarás fékk um níu millj- arða króna í hlutabréfum í Avion Group þegar Eimskipafélagið var selt snemma sumars. Greiðsla þessi fer fram um hálfu ári eftir að Avion Group fær skráningu í Kauphöll Íslands og fá því hluthafar Straums bréf- in í sínar hendur. Fyrirhugað er að skráning Avion verði í síðasta lagi í lok janúar á næsta ári. - eþa Björgvin Guðmundsson skrifar „Markmið sameiningarinnar er að mynda stærri og öflugri fjármálafyrirtæki sem eru betur í stakk búin til að takast á við breyttar aðstæður í banka- og fjár- festingastarfsemi,“ segir Björgólfur Thor Björg- ólfsson, stjórnarformaður Burðaráss, um uppskipti félagsins á milli Landsbankans og Straums Fjárfest- ingarbanka. „Samruninn er einn af stærstu samrun- um sinnar tegundar á Íslandi sé horft til hluthafa- fjölda, fjárhagslegs styrks og eigin fjár.“ Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir markaðsvirði Burðaráss hafa verið fyrir helgi 97,5 milljarðar króna. Við skiptingu félagsins fær Landsbankinn 40,3 milljarða króna. Þar af eru rúm- ir 17 milljarðar greiddir með peningum. Stærstu eignirnar sem renna til Landsbankans eru 10,5 millj- arðar í sænska fjárfestingabankanum Carnegie, fimm milljarðar í Marel og 2,2 milljarðar í Straumi sjálfum. Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums, seg- ir að um 57 milljarðar af markaðsverðmæti Burðar- áss renni inn í sitt félag. Þar af séu fjórtán milljarð- ar viðskiptavild og því greitt 33ja prósenta yfirverð fyrir eigið fé félagsins. Aðrar eignir eru hlutabréf í Íslandsbanka, Icelandic Group og Skandia. Að auki tekur Straumur yfir skuldbindingar Burðaráss á greiðslu arðs til hluthafa vegna sölu Eimskips. Stjórnendum Straums og Landsbankans var tíð- rætt um aukna fjárfestingargetu félaganna eftir þessi viðskipti þegar þeir kynntu samrunann á Hót- el Nordica í gær. Eigið fé hvors félags fyrir sig væri í kringum hundrað milljarðar króna. Sigurjón sagði að Landsbankinn gæti allt að tvöfaldað stærð sína. Þórður sagði svigrúm til fjárfestinga í einstökum verkefnum aukast um 175 prósent. Straumur yfirtekur starfsemi Burðaráss og þangað flytjast allir starfsmenn. Friðrik Jóhanns- son, forstjóri Burðaráss, lætur af störfum til að sinna öðrum verkefnum. Hann segist sáttur við við- skilnaðinn. Eftir samrunann eignast hluthafar Burðaráss um nítján prósent í Landsbankanum og 43 prósent í Straumi. F R É T T I R V I K U N N A R 6 10-11 19 Björgvin Guðmundsson skrifar Erlendur Hjaltason, fram- kvæmdastjóri Exista, hefur sagt sig úr stjórn Vátryggingafélags Íslands (VÍS). Gerir hann það til þess að uppfylla skilyrði einka- væðingarnefndar um að tengdir aðilar megi ekki fara með meira en 45 prósent í Símanum. Hefur fjárfestahópur Exista þá uppfyllt öll skilyrði sem kaupendum Sím- ans voru sett í einkavæðingarferl- inu. Erlendur sat í stjórn VÍS ásamt Lýði Guðmyndssyni, stjórnarfor- manni Exista. Þar sitja einnig Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, en Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, situr í stjórn KB banka. Samanlagt ráða Exista og KB banki yfir 75 prósentum í Síman- um eftir kaupin. Samkvæmt regl- um einkavæðingarnefndar mega þessi félög ekki vera tengd ef þau ráða yfir svo stórum hluta. Áður en Erlendur sagði sig úr stjórn VÍS voru þessi félög hins vegar tengd þar sem þau deildu fleiri en einum stjórnanda í gegnum stjórn VÍS. Fjárfestahópurinn mun skrifa undir kaupsamning í þjóðmen- ningarhúsinu á föstudaginn. Sjá út- tekt síðu 10-11 Útrásarvísitalan hækkar: Intrum Justitia hækkar mest Útrásarvísitalan hækkaði um rúmt prósent í síðustu viku og er hún nú komin í 113 stig. Þrjú fé- lög hækkuðu um meira en fimm prósent og hækkaði Intrum Justita um rúm sjö prósent. Breska fyrirtækið NWF, sem At- orka á hlut í, hækkaði um tæp sex prósent og einnig sænska fyrir- tækið Scribona, sem Burðarás á hlut í. Gengi krónunnar veiktist lítil- lega í síðustu viku og hækkaði því Útrásarvísitalan meira en gengi félaganna á erlendum mörkuðum. Flest félögin í Útrásarvísitölunni hækkuðu nokkuð í síðustu viku. EasyJet lækkaði langmest fé- laga í Útrásarvísitölunni eða um rúm fimm prósent. Önnur félög sem lækkuðu voru Cherryföretag, Low & Bonar og Skandia. - dh Landsbankinn fær 17 milljarða í reiðufé Um fjörutíu milljarðar af eignum Burðaráss fara til Lands- bankans en tæpir sextíu milljarðar til Straums. Fjárfesting- argeta félaganna margfaldast eftir viðskiptin. Sagði sig úr stjórn VÍS Exista og KB banki voru tengdir aðilar samkvæmt skilyrðum einkavæðing- arnefndar. Fjárfestarnir hafa nú uppfyllt öll skilyrði sem þeim voru sett. ARÐURINN TIL EIG- ENDA STRAUMS Hluthafar Burðaráss, nú Straums, fá fimm milljarða greidda í Avion-hlutabréfum. 01_20_Markadur 20 lesið 2.8.2005 16:21 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.