Fréttablaðið - 03.08.2005, Síða 28

Fréttablaðið - 03.08.2005, Síða 28
Björgvin Guðmundsson skrifar Eftir að Burðarás seldi frá sér Eimskip lá fyrir að félagið þurfti að sækja um fjárfestingabanka- leyfi til Fjármálaeftirlitsins, seg- ir Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Burðaráss. „Það er hvatinn að því að við byrjuðum að skoða hvort betra væri sækja um fjárfestinga- bankaleyfi sjálf eða sameinast öðrum fjárfestingarbanka.“ Um verslunarmannahelgina var svo unnið að sameiningu Burðaráss við Straum Fjárfest- ingarbanka, sem tekur starfsemi félagsins yfir. Ákveðnar eignir renna inn í Landsbankann. Hefur þessi flétta verið samþykkt í stjórnum allra félaganna með fyrirvara um samþykkt hlut- hafa. Gert er ráð fyrir því að hluthafafundir verði haldnir um miðjan september. Eftir samein- inguna verður Landsbankinn og Straumur meðal fjölmennustu almenningshlutafélaga á Íslandi; Straumur með um 21 þúsund hluthafa og Landsbankinn með rúm 27 þúsund hluthafa. „Stækkunarmöguleikar bank- ans hafa aukist gríðarlega,“ sagði Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, þeg- ar þessi áform voru kynnt í gær. Hann sagði þess misskilnings hafa gætt í fjölmiðlum að unnið hafi verið að yfirtöku á sænska fjárfestingabankans Carnegie innan Landsbankans. „Við lítum á þetta sem góðan fjárfestingar- kost og gerum ekki ráð fyrir að kaupa meira í fyrirtækinu.“ „Við erum í stakk búin til að takast á við verkefni erlendis meira en við höfum gert. Við höf- um ekki keypt neina stórar stofnanir erlendis heldur höfum við keypt minni fyrirtæki sem hafa passað inni í þann vöxt sem við ætlum út í. Þau koma með verkefni til okkar sem við ætlum okkur svo að sinna“ segir Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbank- ans. „Það er okkar aðaláhersla að vera með fyrirtæki sem skapa okkur ný verkefni.“ Markaðurinn sagði frá því í síðustu viku að frekari kaup eða yfirtaka á Carnegie hefðu verið undirbúin innan Landsbankans en málinu slegið á frest. Í Sví- þjóð gilda ekki sömu reglur og í Bretlandi þar sem fjárfestum er óheimilt að taka félag yfir í sex mánuði eftir að þeir neita yfir- tökuáformum. Vika Frá áramótum Actavis Group 1% 8% Bakkavör Group 1% 60% Burðarás 0% 37% Flaga Group 1% -22% FL Group 1% 49% Grandi 1% 6% Íslandsbanki 1% 24% Jarðboranir 0% 7% Kaupþing Bank 1% 26% Kögun 0% 26% Landsbankinn 4% 59% Marel 0% 19% SÍF 0% -2% Straumur 1% 32% Össur 11% 14% *Miðað við gengi í Kauphöll á föstudaginn MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2005 MARKAÐURINN2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Hvatinn var breyting á rekstri Burðaráss Bankastjóri Landsbankans segir misskilning að Landsbankinn undirbúi yfirtöku á sænska fjárfestingarbankanum Carnegie. 410 4000 | www.landsbanki.is Við færum þér fjármálaheiminn Nú býðst þér að eiga milliliðalaus verðbréfaviðskipti með E*TRADE í gegnum netið á stærsta verðbréfamarkaði heims, Wall Street í Bandaríkjunum, og á mörkuðum í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Kynntu þér málið á www.landsbanki.is „Þessi tíðindi eru fagnaðarefni og samruninn er til þess að efla markaðinn,“ segir Þórður Frið- jónsson, forstjóri Kauphallar Ís- lands, aðspurður um samruna Burðaráss við Landsbankann og Straum. Hann bendir á að þetta sé einn stærsti samruni eða yfirtaka sem fram hefur farið á Íslandi og lítil breyting verði innan Kauphallar- innar þrátt fyrir að félögunum fækki um eitt. „Efnahagurinn verður sá sami, félögin sem eftir verða styrkjast og hluthöfum fjölgar,“ segir hann. Kauphöllinni var tilkynnt um að viðræður væru í gangi milli félaganna um helgina og telur Þórður að vinnubrögð stjórnenda félaganna séu í fullu samræmi við lög og reglugerðir. - eþa Magnús Kristinsson, stjórnarfor- maður Straums, er hæstánægður með kaupin á Burðarási. „Við erum að kaupa eitt elsta hlutafé- lag landsins sem hefur á að skipa mjög hæfu starfsfólki og góðu eignarsafni.“ Eftir kaupin verður Straumur einn stærsti sérhæfði fjárfestingarbanki Norðurland- anna. Hann fagnar því að fá Björg- ólfsfeðga inn í hluthafahóp Straums-Burðaráss með beinum hætti og segir að þeir gangi til liðs við aðra öfluga fjárfesta. Straumur greiðir um 33ja pró- senta yfirverð fyrir eigið fé Burðaráss. Aðspurður um það verð sem greitt hafi verið fyrir Burðarás þá segir Magnús að verðið sé vel ásættanlegt. Meðal félaga sem Straumur fær í sitt safn eru Icelandic Group, Ís- landsbanki og Skandia auk fjölda óskráðra bréfa. Magnús sagðist hafa misst af Þjóðhátíðinni í Eyjum vegna mik- illa fundarhalda um verslunar- mannahelgina en það hafi verið þess virði. - eþa Hagnaður Íslandsbanka, KB banka, Landsbankans og Straums á fyrstu sex mánuðum ársins voru 54 milljarðar króna en allt árið í fyrra nam hagnaður bank- anna 46 milljörðum króna. Aukinn hagnað bankanna má rekja til umsvifameiri rekstrar þeirra, bæði hér á landi og er- lendis. Hagnaður af sölu eigna, gengishagnaður af eignum í öðr- um félögum, auknar vaxtatekjur vegna mikillar útlánaaukningar og auknar tekjur vegna fyrir- tækjaverkefna skýra hagnað fjármálafyrirtækjanna að stór- um hluta. Heildareignir bankanna nema tæpum 4.300 milljörðum króna og er KB banki með mestu eignirnar, 1.900 milljarða. Eignaaukning bankanna skýrist að mestu leyti af kaupum þeirra á erlendum bönkum, bæði á Norðurlöndunum og í Bretlandi. Sífellt stærri hluti af tekjum bankanna kemur frá útlöndum og stendur KB banki þar fremst en sjötíu prósent af tekjum bankans koma frá útlönd- um á fyrstu sex mánuðum ársins. Hluthafar í öllum bönkunum samanlagt eru 61 þúsund. - dh / Sjá nánar bls. 8 Hagnaður bankanna 54 milljarðar Hagnast meira á fyrstu sex mánuðum ársins en allt árið í fyrra. Kauphallarforstjóri fagnar fréttunum Stjórnarformaður ánægður með kaupin á Burðarási Verðið er gott að mati forsvarsmanna Straums. Væntingar um Carnegie Hlutabréf í sænska fjárfesting- arbankanum Carnegie tóku kipp upp á við þegar tilkynnt var um uppstokkun Burðaráss sem með- al annars á fimmtungshlut í sæn- ska bankanum. Hækkuðu bréf í Carnegie um sex prósent vegna orðróms um að Landsbankinn, sem fær hlut Burðaráss í sínar hendur, ætli sér að taka bankann yfir. Gengi Carnegie stendur í tæp- um 95 krónum á hlut og hefur ekki verið hærra í meira en þrjú ár. - eþa Við verðmat á Burðarás við skiptingu milli Straums og Ís- landsbanka voru ýmsar viðmið- anir notaðir við að verðleggja öll félögin þrjú sem tengjast við- skiptunum. Við ákvörðun skipti- hlutfalla hefur meðal annars verið miðað við skráð markaðs- verð hlutabréfa í félögunum, fjárhagslega stöðu þeirra, af- komu, markaðsstöðu og framtíð- arhorfur. Í Morgunkornum greiningardeildar Íslandsbanka kemur fram að sé miðað við lokagengi félaganna þriggja á föstudag var en þá var gengi Landsbankans 19,2 krónur á hlut, gengi Straums 12,6 og Burðaráss 16,4. Miðað við þessi verð greiða hluthafar Burðaráss 49 milljarða króna fyrir 58 millj- arða króna hlut í Straumi, sem jafngildir fimmtán prósenta af- slætti. Að sama skapi greiða hluthafar Landasbankans 41 milljarð fyrir 48 milljarða hlut í Burðarás, sem jafngildir einnig um fimmtán prósenta afslætti. „Fljótt á litið virðast því hluthaf- ar Landsbankans hagnast mest á þessum viðskiptum,“ segir í Morgunkornum. - dh MAGNÚS KRISTINSSON, ÞÓRÐUR MÁR JÓHANNESSON OG BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON Stjórnarformaður og forstjóri Straums unnu að sameiningu Burðaráss við Straum um verslunarmannahelgina ásamt stjórnarformanni Burðaráss. Allir voru sáttir við niðurstöðuna á fundi í gær þar sem sameiningin var kynnt. FAGNAR FRÉTTUNUM Forstjóri Kauphallarinnar telur að uppstokkun Burðaráss geti eflt markaðinn og styrkt stöðu Landsbankans og Straums. MAGNÚS KRISTINSSON OG ÞÓRÐUR MÁR JÓHANNESSON Stjórnarformaður Straums varð að sleppa Þjóðhátíðinni vegna strangra fundarhalda um helgina. Segja hluthafa Lands- bankans hagnast mest Ýmsar viðmiðanir voru notaðar til að verðleggja félögin þrjú: Burðarás, Landsbankann og Straum. HLUTHAFAR LANDSBANKANS Í GÓÐUM MÁLUM Björgólfur Guðmundsson, stjórnar- formaður Landsbankans, og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. 02_03_Markadur 2.8.2005 16:23 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.