Fréttablaðið - 03.08.2005, Page 30

Fréttablaðið - 03.08.2005, Page 30
MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2005 MARKAÐURINN4 F R É T T I R Breska tískuverslunarkeðjan Oasis opnar í Smáralind um miðj- an september næstkomandi. Að versluninni standa eigendur Oasis í Kringlunni en þeir reka jafn- framt verslun undir merkjum Oasis inni í Debenhams, Smára- lind. Þar með verða reknar tvær verslanir tískukeðjunnar í Smára- lind sem þó verða frábrugðnar hvor annarri í áherslum. „Þetta er spennandi dæmi og hefur ekki verið reynt á Íslandi eftir því sem ég veit best,“ segir Jón Arnar Guðbrandsson sem hef- ur sérleyfi fyrir Oasis á Íslandi ásamt konu sinni Ingibjörgu Þor- valdsdóttur. Þau reka einnig sjö verslanir í Danmörku. Að sögn Jón Arnars hefur verslunin í Kringlunni gengið vel og er hún söluhæsta verslun Oasis utan Bretlandseyja á hvern fer- metra. - eþa Meðalárslaun 75 milljónir Ensku úrvalsdeildarliðin greiða leikmönnum sínum að meðaltali 4,4 milljarða króna í árslaun. Sam- kvæmt því eru meðallaun leik- manna í deildinni tæpar 75 milljón- ir á ári. Kemur þetta fram í skýrslu endurskoðendafyrirtækis ins Deloitte et Touche. Ólafur Garðarsson, umboðsmað- ur knattspyrnumanna, segir þó að ungir knattspyrnumenn með at- vinnumannsdrauma í maganum ættu ekki að fá glýju í augun, enda komist fáir leikmenn í álnir af fyrs- ta samningi sínum við erlent lið: „Það er ekki fyrr en á öðrum samn- ingi við erlent lið að leikmenn geta farið að fá umtalsverðar fjárhæðir í sinn hlut.“ - jsk / Sjá nánar bls. 18 Dögg Hjaltalín skrifar Útrásarvísitalan hefur skilað betri ávöxtun síðustu þrjá mánuði en Úrvalsvísitalan. Gengi krónunnar hefur hald- ist sterkt á sama tíma. Útrásarvísitalan hefur hækkað um rúm 13 prósent síðustu þrjá mánuði, sem gefur rúm- lega 50 prósenta ávöxtun á ári. Úrvalsvísitalan hefur hinsvegar hækkað um sex prósent sem gæfi 24 prósenta ársávöxtun. Singer & Friedlander og Somerfield hafa horfið úr Út- rásarvísitölunni og nokkur ný hafa komið inn. Finnska fjarskiptafyrirtækið Saunalahti og sænska leikjafyrir- tækið Cherryföretag eru meðal þeirra sem hafa komið ný inn. Útrásarvísitalan samanstendur af fyrirtækjum sem íslensk félög hafa keypt hluti í og hefur hún verið reikn- uð frá því í byrjun maí. Við yfirtöku eða sölu á hlut í eigu íslenskra félaga hverfa þau úr Útrásarvísitölunni. Gengi íslensku krónunnar hefur áhrif á þróun Útrás- arvísitölunnar en verðmæti félaganna í vísitölunni er reiknað í íslenskum krónum og breyting á vísitölunni miðuð út frá því. - dh Útrásarvísitalan hækkar meira en Icex Fjárfesting í erlendum hlutabréfum skilaði betri ávöxtun síðustu þrjá mánuði. Júlí var góður mánuður fyrir eig- endur banka og fjárfestingarfé- laga sem skráð eru í Kauphöll Ís- lands því öll félögin hækkuðu. Markaðsvirði þeirra jókst um 53 milljarða króna í mánuðinum. KB banki og Landsbanki skýra að mestu þá verðmætaaukningu vegna stærðar sinnar. Landsbankinn hækkaði mest í júlí eða um 12,9 prósent. Burða- rás kom næstur með um 7,9 pró- senta hækkun, KB banki hækk- aði um 4,9 prósent, Íslandsbanki um 4,1 prósent en minnst hækk- uðu hlutabréf í Straumi eða um 3,7 prósent. Hækkunin er enn meiri þegar gærdagurinn – fyrsti viðskipta- dagur í ágúst – er tekinn með í reikninginn en Burðarás, Lands- bankinn og Straumur hækkuðu verulega í verði eftir að tilkynnt var um skiptingu Burðaráss milli hinna tveggja síðarnefndu. Landsbankinn hefur einnig hækkað mest þessara félaga frá áramótum. Hækkunin er yfir sjötíu prósent en verðmæti Burðaráss og Straums hefur aukist um fjörutíu prósent á sama tímabili. - eþa Hækka á sjötta tug milljarða króna Verðmæti Landsbankans hefur aukist verulega. SAMSON-HÓPURINN Keyptu um 45 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum í lok árs 2002. Hluturinn hefur aukist um 70 prósent á árinu. Hlutur Samsons hækkar um 15 milljarða Eignarhlutur Samsons eignar- haldsfélags í Landsbankanum hefur hækkað að verðmæti um fjórtán til fimmtán milljarða króna frá 1. júlí. Eignarhlutur fé- lagsins er nærri 45 prósent í bankanum. Landsbankinn hefur hækkað um fimmtung frá þar síðustu mánaðamótum og má reikna með að ávöxtunin hafi verið um 450 milljónir á dag. Þó er rétt að taka fram að hér er ein- ungis um óinnleystan gengis- hagnað að ræða. Eigendur Samsons eignar- haldsfélags eru Björgólfur Thor Björgólfsson, Björgólfur Guð- mundsson og Magnús Þorsteins- son. - eþa Tilvalinn fjárfestingarkostur fyrir flá sem vilja binda fé í skamman tíma án mikillar áhættu. Enginn munur er á kaup- og sölugengi og innstæ›an er alltaf laus til útborgunar. 8,3% E N N E M M / S IA / N M 17 4 4 7 P E N I N G A M A R K A ‹ S S J Ó ‹ U R Peningamarka›ssjó›ur er fjárfestingarsjó›ur skv. lögum nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i. Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag Kaupflings Banka hf. Fjárfestingarsjó›ur telst vera áhættusamari fjárfesting en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjó›s er fólgin í r‡mri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í ver›bréfasjó›i. Nánari uppl‡singar um framangreint má nálgast í útbo›sl‡singu e›a útdrætti úr útbo›sl‡singu sjó›sins í útibúum KB banka e›a á www.kbbanki.is. * Nafnávöxtun sl. ár m.v. 31.07.2005 – kraftur til flín! * 4.5. 11.5. 18.5. 25.5. 1.6. 8.6. 15.6. 22.6. 29.6. 6.7. 13.7. 20.7. 27.7. 29.7. 95 100 105 110 115 120 Útrásarvísitalan Úrvalsvísitalan ÚR ENSKU ÚRVALSDEILDINNI Það væsir ekki um Hermann Hreiðarsson og félaga í ensku úrvalsdeildinni enda meðal- árslaun leikmanna um 75 milljónir króna. BROSA BREITT Björgólfur Guðmunds- son og Sig- urjón Árna- son hafa ástæðu til að brosa breitt, enda var júlí góð- ur mánuður fyrir eigend- ur Lands- bankans og Burðaráss. Verðmæta- Hækkun aukning* Landsbankinn 19.580 12,9% KB banki 17.209 4,9% Íslandsbanki 7.224 4,1% Burðarás 6.671 7,9% Straumur 2.745 3,7% * Í milljónum króna A U K N I N G M A R K A Ð S V I R Ð - I S B A N K A O G F J Á R F E S T - I N G A R F É L A G A Í J Ú L Í Tvær Oasis verslanir í Smáralindinni OASIS Í SMÁRALIND Eigendur Oasis á Íslandi ætla að opna í Smáralind þriðju verslunina á Íslandi. Þeir reka nú þegar verslun í sama húsi. 04_05_Markadur lesið 2.8.2005 16:44 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.