Fréttablaðið - 03.08.2005, Síða 36

Fréttablaðið - 03.08.2005, Síða 36
„Þetta er búið að vera langt og strangt ferli hjá okkur í sambandi við söluna á Símanum,“ segir Jón Sveinsson formaður einkavæðing- arnefndar, eftir að ljóst er að ríkið fær greid- da 66,7 milljarða króna fyrir hlut sinn í Sím- anum. Hann minnir á að þetta ferli hafi staðið yfir með hléum frá árinu 2001. „Þá var fund- ið að því verði sem ríkið vildi fá fyrir fyrir- tækið og það sagt of hátt. Í ljósi þeirra tilboða sem við fengum hljóta allir að sjá nú að það var rétt ákvörðun á þeim tíma að selja fyrir- tækið ekki á lægra verði en menn höfðu ein- sett sér á þeim tíma. Þær fjárupp- hæðir sem hér er um að ræða eru að mati nefndarinnar góðar, það er að segja hvað varðar hæsta tilboð sem hér liggur fyrir.“ Jón segir að í þessu sambandi verður líka að líta til þess að fyrr á þessu ári voru 6,3 milljarðar króna teknir út úr Símanum sem arður. Fjár- munirnir sem komi í ríkissjóð í þessu sambandi séu því mjög miklir eða um 73 milljarðar króna. Hann voni að hægt verði að ráðstafa þeim fjár- munum með farsælum hætti. ÓVISS UM TILBOÐIN „Enginn vissi nákvæmlega hvað upp úr umslögunum kæmi. Það hafa verið nefndar tölur á bilinu 40 til 70 milljarð- ar króna. Það eru ekki tölur frá nefnd- inni komnar. Einu viðmiðin sem við höfum getað haft í þessu efni er auð- vitað salan frá 2001 og það verðmat sem lagt var til grundvallar á þeim tíma. Með því að framreikna það til dagsins í dag þá sjá allir að þessi tilboð sem komu núna, og sérstaklega hæsta tilboðið, eru vel yfir því. Í ljósi þess hlýtur það að vera mjög ásættanlegt fyrir nefndina að slíkt tilboð skyldi berast,“ segir Jón. Einkavæðingarnefnd áskildi sér rétt til að hafna öllum tilboðum. Jón segir hugmyndir um lágmarksupphæð hafa verið ræddar innan nefndarinnar. Hins vegar var ákveðið að fresta þeirri umræðu þangað til nefndar- menn stæðu frammi fyrir lélegu til- boði. Enginn hafi þó verið svo svart- sýnn að reikna með að sú staða kæmi upp. Markaðurinn á Íslandi sé sterkur og fyr- irtæki hér innanlands orðin gríðarlega öflug og kannski djarfari en erlend fyrirtæki. FRAMTÍÐARSÝNIN ENN ÓOPINBER Í gögnunum sem komu inn, sérstaklega með óbindandi tilboðunum, kom lýsing bjóðenda á framtíðarsýn Símans og stefnumarkmiðum; hvernig þeir hyggðust uppfylla markmið rík- isstjórnarinnar í því sambandi. Var meðal annars horft til hugmynda varðandi rekstur Símans, starfsmannastefnu og þjónustu í þéttbýli og dreifbýli næstu fimm árin. „Það er út af fyrir sig ekki gert ráð fyrir því að þessi gögn verði birt sér- staklega nema kaupand- inn og seljandinn komi sér saman um það eftir gerð kaupsamningsins. Það er ekki búið að setj- ast yfir það hvaða atriði það eru sem birt verða á þeim tímapunkti, en ég held að það sé ekki raun- hæft að gera ráð fyrir neinni umfjöllun sér- staklega af hálfu nefnd- arinnar eða ríkisins, að minnsta kosti fyrr en samningurinn hefur verið gerður og væntanlega ekki fyrr en kaupin hafa endanlega átt sér stað. Kaupin hafa náttúrlega endalega ekki átt sér stað fyrr en greiðsla hefur borist og afhending hlutarins. Þá þurfa aðilar í ljósi trúnaðar og annars að koma sér saman um hvað það verð- ur nákvæmlega úr kaupsamningi og öðrum gögnum sem þeir birta þá sameiginlega,“ seg- ir Jón. „Það var reynt af okkar hálfu að meta al- veg sérstaklega þegar við fórum yfir gögnin hvort þeirra framtíðarsýn félli að þeim áformum ríkisins, sem ríkið hafði sett sér. Okkar niðurstaða var sú að allir þeir mats- kenndu þættir sem haldið var frá verðinu hefðu verið uppfylltir hjá þessum aðilum sem buðu.“ ÓTTUÐUST HÁTT VERÐ „Ég verð þó að viðurkenna að við skynjuðum fljótt að erlendu fjárfestarnir óttuðust, svo ég noti það orð, að íslensku fjárfestarnir gengu lengra í því að bjóða hátt verð fyrir þetta fyrirtæki heldur en þeir væru tilbúnir til. Þess vegna hafa þeir kannski ekki lagt í kostnaðinn og fyrirhöfnina sem fylgir því að fara í gegnum þetta ferli alveg frá upphafi til enda. Það kostar auðvitað töluvert fé að gera það. Að því leytinu til var kannski auð- veldara fyrir innlendu aðilana að taka þátt í þessu og fylgja þessu til enda heldur en fyr- ir erlendu aðilana. Þetta er ein skýringin,“ segir Jón aðspurður af hverju enginn er- lendur aðili var þátttakandi í tilboði í Sím- ann. Ljóst var 25. maí að fjórtán erlendir aðilar fengu að halda áfram í tilboðsferlinu, annað hvort einir, nokkrir saman eða með ís- lenskum samstarfsaðilum. „Önnur skýringin kann að vera sú að fyrir- tækið er einfaldlega ekki nógu stórt fyrir stóra erlenda fjárfestingasjóði. Og síðan kannski í þriðja lagi þá gætu takmarkanir sem við settum varðandi eignarhaldið, eins og 45 prósenta reglan, hafa haft áhrif á þá líka því eignarhluturinn minnkar við að setja þá reglu,“ útskýrir Jón, en enginn mátti kaupa meira en 45 prósent í Símanum. SAMKEPPNISEFTIRLIT Í MÁLIÐ Á föstudaginn verður skrifað undir kaup- samninginn, sem bjóðendur hafa þegar áritað, í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfis- götu. Þar sem hann er tilbúinn í öllum megin- atriðum tekur lokafrágangur hans ekki langan tíma. „Samhliða því gera lög um samkeppniseft- irlit ráð fyrir því að kaupandinn verði að senda inn til samkeppnisyfirvalda tilkynn- ingu um kaupin. Samkeppniseftirlitið tekur þau til sérstakar skoðunar og kannar hvort einhver samkeppnissjónarmið þurfa að koma þar til sérstakrar skoðunar. Við í nefndinni, ásamt okkar lögmönnum, höfum kannað það sérstaklega og teljum að ekki sé mikil ástæða til að halda að það tefji málið mjög. En sam- keppniseftirlitið hefur samkvæmt lögum rétt til þess að fara yfir þá hluti og gera sínar at- hugasemdir ef þannig atvikast. Ég á ekki beinlínis von á því að það gerist,“ segir Jón. Hæsta boð 66,7 milljarðar króna Skipti ehf., sem í eru: Exista ehf. 45% Kaupþing banki hf. 30% Lífeyrissjóður verslunarmanna 8,25% Gildi - lífeyrissjóður 8,25% Sameinaði lífeyrissjóðurinn 2,25% Samvinnulífeyrissjóðurinn 2,25% MP Fjárfestingarbanki hf. 2% Skúli Þorvaldsson 2% Næsthæsta boð 60 milljarðar króna Símstöðin ehf., sem í eru: Burðarás hf. 45% Kaupfélag Eyfirðinga svf. 7,86% Ólafur Jóhann Ólafsson. 23,56% Talsímafélagið ehf*. 11,79% Tryggingamiðstöðin hf. 11,79% * Félag í eigu Sigurðar Gísla og Jóns Pálmasona Hagkaupsbræðra, Ingimundar Sigfússonar fyrrum sendiherra, Bolla Kristinssonar í 17, og Arnars Bjarnasonar rekstrarhagfræðings. Lægsta boð 54,7 milljarðar króna Nýja símafélagið ehf., sem í eru: Atorka Group ehf. 38,4% Jón og Sturla Snorrasynir 28,8% Jón Helgi Guðmundsson 28,8% Frosti Bergsson 4% MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2005 MARKAÐURINN10 Ú T T E K T „Sala Símans er eins nálægt því og hægt er að vera skóla- bókardæmi um einkavæð- ingu,“ segir Bertrand Kan, annar af tveimur ráðgjöfum breska fjármálafyrirtækis- ins Morgan Stanley, sem var einkavæðingarnefnd til ráð- gjafar. Hann hafi tekið þátt í þó nokkrum sambærilegum verkefnum og alltaf sé erfitt að spá um fyrir fram hvernig til muni takast. „Ferlið hefur verið mjög agað, vel skipulagt, gagn- sætt og jafnræðis var gætt milli væntanlegra tilboðs- gjafa. Ég tel að þetta hafi verið mjög vel heppnað,“ segir Bertrand og bendir á í því sambandi að staðið hafi verið við allar helstu tíma- setningar, sem ákveðnar voru fyrir hálfu ári. „Það er mjög óvenjulegt,“ bætir hann við og einkavæðingar- nefnd hafi unnið vel að þessu verkefni. Nefndarmenn hafi verið raunsæir, einbeittir og tekið réttar ákvarðanir á réttum tíma. Aðspurður hvort það sé al- gengt annars staðar í heim- inum að hæstbjóðandi kaupi opinbert fyrirtæki eins og í tilviki Símans, segir Bert- rand það mikilvægt ef ferlið eigi að vera gagnsætt. „Það sem gerir þessi viðskipti óvenjuleg er að okkur tókst að semja um öll önnur atriði áður en tilboð voru opnuð. Það er eitt að láta verð ráða og annað að eiga eftir að semja um ákveðin atriði. Í slíkum samningaviðræðum þarf að taka tillit til margra þátta sem getur tekið langan tíma. En við sölu Símans sömdum við um þessi atriði fyrir fram, sem er hægt ef hagsmunirnir eru miklir og bjóðendur nokkrir.“ Bertrand segist ekki hafa verið hissa hversu hátt verð fékkst fyrir Símann. Ríkis- stjórnin geti mjög vel við unað. Mörg tækifæri liggi í rekstri fyrirtækisins sem kaupendurnir geti unnið að. Kaupendur Símans skrifa undir kaupsamning í Þjóðmenningarhúsinu á föstudaginn. Eftir að Sam- keppniseftirlit hefur afgreitt málið frá sér reiða þeir fram 66,7 milljarða króna fyrir fyrirtækið og fá hlutabréf ríkisins afhent. Þrátt fyrir að bjóðendur hafi þurft að gera einkavæðingarnefnd grein fyrir framtíðarsýn sinn varðandi rekstur Símans næstu fimm árin segir Björgvin Guðmundsson óljóst hvort sú sýn verði gerð opinber. BERTRAND KAN RÁÐGJAFI MORGAN STANLEY Söluferlið var agað, vel skipulagt og gagnsætt, segir Bertrand. Skólabókardæmi um einkavæðingu Erlendir fjárfestar óttuðu 21. mars Einkavæðingarnefnd fær umboð til að selja Símann 4. apríl Sala Símans fyrst kynnt af einkavæðingarnefnd 8. apríl Fyrstu trúnaðarsamningar afhentir fjárfestum 19. apríl Leyfileg eignatengsl fjárfesta skilgreind 27. apríl Ákveðið að birta ráðgjafaskýrslu Morgan Stanley 6. maí Upphaflegur frestur til að skila óbindandi tilboðum 17. maí Frestur til að skila inn óbindandi tilboðum rennur út 18. maí Nánari útfærsla á söluferli Símans gerð skil í Markaðinum 25. maí Tólf af fjórtán fjárfestahópum halda áfram í söluferlinu 6. júní Gagnaherbergi Símans opnað fyrstu fjárfestunum 29. júní Búið að afhenda fjárfestum drög að kaupsamningi 13. júlí Fjárfestar gera grein fyrir samstarfsaðilum 20. júlí Markaðurinn segir að erlendir fjárfestar skili ekki tilboði 28. júlí Bindandi tilboð í Símann opnuð á Hótel Nordica 5. ágúst Stefnt að undirritun kaupsamnings S Ö L U F E R L I S Í M A N S 10-11 Markadur lesið 2.8.2005 15:33 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.