Fréttablaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 42
MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2005 MARKAÐURINN16 F Y R I R T Æ K I Jón Sigurðsson seðlabankastjóri segist eiga erfitt með að velja úr þeim aragrúa ráðlegginga sem er að finna í Biblíunni: „Spurningin kemur alveg flatt upp á mig, þetta er ekki eitthvað sem ég leiði hug- ann að svona frá degi til dags. Annars fæ ég mínar lífsreglur úr Biblíunni og á erfitt með að nefna eitt ráð öðru fremur.“ Jón segist hafa orðið kristinn 25 ára gamall, þá hafi hann sökkt sér í trúarritin og ekki stoppað síðan: „Ég les bæði Biblíuna og sálmabækurnar. Þar eru mjög margar ráðleggingar og þær langsamlega bestu sem ég hef fengið á lífsleiðinni.“ Jón flettir Biblíunni iðulega og segist alltaf finna eitthvað nýtt og spennandi, stundum fletti hann jafnvel upp af handahófi: „Ég hef ábyggilega flett Biblí- unni hundrað þúsund sinnum og alltaf finn ég eitthvað sem ég get notað.“ - jsk B E S T A R Á Ð I Ð Promens varð til í maí síðastliðnum þegar fé- lagið tók yfir dótturfélög Sæplasts-samstæð- unnar sem eru ekki í umbreytingarferli. Þetta dótturfélag Atorku Group hefur nú tekið stórt stökk fram á við með kaupum á breska plastiðnaðarfyrir- tækinu Bonar Plast- ics sem var í eigu Low and Bonar. Geir A. Gunnlaugs- son, forstjóri Promens, seg- ir að með kaupunum rætist gamall draumur stjórnenda Promens og Sæplasts. Þá hafi nefnilega lengi dreymt um að eignast Bonar Plastics, einn helsta samkeppnisaðil- ann sinn. PROMENS ÞREFALDAST Bonar Plastics er nærri þrefalt stærra en Promens og þegar kaupin ganga í gegn í sum- arlok verður til eitt stærsta iðnaðarfyrirtæk- ið sem er í eigu Íslendinga. Gert er ráð fyrir að velta sameinaðs félags verði um 140 milljónir evra eða hátt í ellefu milljarðar króna. Áætlanir gera ráð fyrir að hagn- aður fyrir afskriftir og fjármagnsliði verði um einn milljarður króna. Um 1.250 manns starfa fyrir samstæðuna sem verður með starfsemi í nítján verk- smiðjum í þremur heimsálfum. Stjórnendur Promens sjá ýmis tækifæri í því að yfirtaka Bonar Plastics. Fyrir það fyrsta vex starfsemin til muna með þessari þriggja milljarða fjárfestingu. Þá er líklegt að vöxtur framleiðslu með því að hverfissteypa vörur úr plasti verði mun meiri en með annars konar framleiðsluað- ferðum. Kostnaður á hverja einingu í fram- leiðslu er til dæmis mun lægri en með öðrum aðferðum. Í stuttu máli fer framleiðsla á hverfi- steyptum vörum fram með þeim hætti að plastefni eru sett í mót. Mótið er svo sett í heitan ofn þar sem það er hitað og snúið um tvo ása. Efnið dreifist um mótið og vegna hit- ans þá bráðnar það og binst svo saman. Það er síðan kælt og látið snúast áfram. Síðan er efn- ið losað úr mótinu. ÖFLUGT FYRIRTÆKI Kaupin á Bonar Plastics eru ekki síst til þess fallinn að styrkja markaðsstöðu fyrirtækis- ins. Bonar hefur sterka markaðsstöðu og starfar í tveimur heimsálfum, þróunarstarf þess hefur verið öflugt og félagið er framar- lega í tækninýjungum. Við kaupin sameinast helstu samkeppnisaðilarnir í hverfisteyptum vörum úr plasti og vonast menn til að rekst- urinn gefi meira af sér, þar sem samkeppnin hefur verið hvað hörðust, auk þess sem sam- eina megi sölu- og markaðsstarf félaganna. Þá er framleiðsla Bonar Plastics fjöl- breytt. Geir segir að um 65 prósent af fram- leiðslu fyrirtæksins fari til þriðja aðila, það er annarra framleiðenda á iðnaðarvörum. Helstu viðskiptavinir samstæðunnar eru DaimlerChrysler, Caterpillar, John Deere, Peugeot, Renault og Volvo. Um 35 prósent af framleiðslunni hefur fyrirtækið selt sjálft. Eigin vörur eru einkum ker og tankar sem notuð eru til geymslu og flutninga fyrir lyfja- og matvælaiðnaðinn. Samsteypan ætlar sér að hækka hlutdeild eigin vara upp í 45 prósent. „Í Evrópu og Norður-Ameríku vex þessi iðnaður í samræmi við vöxt þjóðartekna en vöxturinn er mun hraðari í þróunarríkjum,“ segir Geir. Fjórar verksmiðjur Bonar Plast- ics eru í Bandaríkjunum og Kanada en átta í Evrópu, þar af þrjár í Frakklandi. Ætlunin er að sameina verksmiðju Sæplasts í Kanada við starfsemi Bonar Plastics í sama landi. Geir telur að tækifærin liggi í útrás starf- seminnar í Austur-Evrópu og Asíu. Eitt af fyrstu verkefnum hins nýja sameinaða félags er stækkun í Póllandi. Þar ætlar fyrirtækið að fjárfesta í nýrri verksmiðju fyrir 120-150 milljónir króna. ÁHERSLAN Á IÐNAÐARGEIRANN Magnús Jónsson, stjórnarformaður Atorku Group, segir að félagið leggi mikla áherslu á að starfa með sterku liði stjórnenda. Það ein- kenni stærstu eignarhluti félagsins. Fyrir utan Promens séu stærstu eignir Atorku í bresku iðnaðarfyrirtækjunum Low and Bon- ar og NWF Group. Atorka á um fimmtungs- hlut Low and Bonar og um tíu prósent í NWF. „Okkar áherslur eru mikið til erlendis þessa dagana og kaupin á Bonar Plastics eru bara eitt dæmi um það sem við erum að vinna í dag,“ segir hann. Eftir söluna á Bonar Plastics er kjarna- starfsemi Low and Bonar á tveimur sviðum, í gólfefnaframleiðslu og garn- og vefnaðar- framleiðslu. Að mati Magnúsar er NWF er spennandi og arðbært félag sem vex um 7-10 prósent ár- lega á markaði sem er nánast mettaður. Fyrirtækið er því að taka stærri bita af kök- unni á hverju ári. Fyrirtækið er byggt upp á fjórum einingum, flutningastarfsemi, fóður- framleiðslu fyrir landbúnað einkum naut- griparækt, olíudreifingu og smásölu með garðvörur. Promens Eigandi: Að fullu í eigu Atorku Group Framkvæmdastjóri: Geir A. Gunnlaugsson Starfsmenn: Um 1.250 eftir kaupin á Bonar Plastics Áætluð velta: Ellefu milljarðar króna á næsta ári Gamall draumur rætist Eitt stærsta iðnaðarfyrirtæki landsins verður til í haust þegar Promens og Bonar Plastics sameinast. Promens, sem er byggt á grunni Sæplasts, verður þá með starfsemi í nítján löndum. Eggert Þór Aðalsteinsson kynnti sér fyrirtækið og framtíðarsýn stjórnenda og eigenda þess. FAHD KONUNGUR SÁDI-ARABÍU Fahd lést á mánudag og hækkaði olíuverð í kjölfarið. Arftaka hans, Abdullah krónprins, tókst þó að lægja öldurnar og segir olíu- stefnu landsins haldast óbreytta. Konungur deyr og olíu- verð hækkar Abdullah krónprins hefur nú tekið við krúnunni og ætlar ekki að breyta stefnu lands- ins í olíumálum. Olíuverð náði methæðum í kjöl- far fregna af andláti Fahds kon- ungs Sádi-Arabíu. Var fatið kom- ið yfir 62 dali á mánudag. Hvergi er framleidd meiri olía en í Sádi- Arabíu og óttuðust sérfræðingar óróa í landinu eftir fráfall Fahds. Abdullah krónprins, sem er 81 árs gamall, hefur formlega tekið við stjórnartaumum í landinu en hann hefur þó í rauninni ráðið öllu sem hann hefur viljað ráða í veikindum Fahds konungs. „Það eru engar umframbirgð- ir af olíu til í heiminum og því veldur minnsta truflun miklum verðhækkunum,“ sagði Larry Goldstein, forseti Olíuiðnaðar- samtaka Bandaríkjanna, og bætti við: „Mig grunar nú samt að ekki verði miklar breytingar á stjórn- arháttum í Sádi-Arabíu.“ Fyrsta embættisverk Abdullah var að nefna hálfbróður sinn og varnarmálaráðherra Saudi-Arabíu, Prins Sultan, sem arftaka sinn og sérlegan aðstoð- armann. Abdullah notaði tæki- færið og lýsti því yfir að stefna landsins í olíumálum héldist óbreytt. Verð á olíu lækkaði í kjölfarið og stendur nú í rúmlega 61 dölum á fat. - jsk ELÍNBJÖRT JÓNSDÓTTIR OG TRYGGVI P. FRIÐRIKSSON, EIGENDUR GALLERÍS FOLDAR Markaður með myndlist er byrjaður að taka við sér eftir að málverkafölsunarmálunum lauk. Vaxandi áhugi er meðal almennings á að fjárfesta í myndlist og hafa viðtökur verið góðar við vaxtalausum lánum frá KB banka til kaupa á samtímamyndlist. JÓN SIGURÐSSON SEÐLABANKA- STJÓRI Jón segist fá sínar lífsreglur úr Biblíunni og að erfitt sé að velja eitt ráð umfram annað. Fær lífsreglur úr Biblíunni Fr ét ta bl að ið /V ilh el m Fr ét ta bl að ið /P je tu r Fr ét ta bl að ið /P ál l B er gm an n Fr ét ta bl að ið /A FP Ódýrt easyHotel Lággjaldahótel í eigu easyJet. Lágfargjaldaflugfélagið easyJet, sem FL Group á hlut í, hefur opn- að lággjaldahótel undir nafninu easyHotel. Þar kostar herbergi fyrir tvo tuttugu pund eða tæpar 2.500 krónur. Eng- in hefðbundin þægindi eru til staðar á borð við móttöku, sund- laug, kæliskáp en hægt er að horfa á sjónvarp fyrir auka greiðslu. Því fyrr sem herberg- in eru pöntuð því minna er greitt fyrir þau þannig að það borgar sig að vera tíman- lega í því. Stelios segir öll her- bergin vera eins og því verði eng- ar óvæntar uppákomur. - dh FERÐAST ÓDÝRT Stelios Haji-Ioannou, aðaleigandi ea- syHotel, stillir sér upp fyrir framan hótelið í London. 16-17 Mark 17 lesið 16 hálfl 2.8.2005 15:52 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.