Fréttablaðið - 03.08.2005, Page 46
Síminn 2,5
sinnum dýrari
Mikið hefur verið fjallað um
áhugaleysi erlendra fjárfesta á
Símanum, en hann var seldur á
66,7 milljarða króna. Er verðið
talið hátt en það nemur milljarði
Bandaríkjadala. Árið 2001 átti
að selja Símann, þá á lægra
verði en á móti kemur að gengið
krónunnar var mun veikara þá.
Verðið á Símanum þá var því
hagstæðara fyrir erlenda fjár-
festa en það er í dag.
Í fyrri undirbúningi að sölu
Símans var talað um að verðið
væri í kringum 45 milljarða. Þá
var gengi Bandaríkjadals í 105
krónum á hlut og hefði því verð-
ið á Símanum verið rúmlega 400
milljónir Bandaríkjadalir. Virði
Símans er því 2,5 sinnum meira
en áður.
Það er ekki nema von að er-
lendir fjárfestar hlaupi ekki upp
til handa og fóta fyrir Símanum
á milljarð Bandaríkjadala.
Nýtt tungumál í
Straumi
Með uppskiptum Landsbankans
og Straums á Burðarási eignast
Straumur mikið safn hlutabréfa
í sænskum fyrirtækjum. Svo
mikið að telja verður að Þórður
Már Jóhannesson, forstjóri
Straums, þurfi líklega ef vel á að
vera að skella sér á sænskunám-
skeið. Það gæti orðið uppgrip
fyrir sænskukennara að koma
starfsmönnum Ström Burdaras
investeringsbank, eins og hann
héti á sænsku, inn í hina klið-
mjúku sænsku. Þeir félagar í
Straumi ættu ekki að vera lengi
að læra sænskuna, enda orðnir
ágætir í dönsku eftir aðkomu af
kaupum í Magasin du Nord. Ekki
er að efa að þeir Strömsmenn
eru á fullu þessa dagana við að
nýta dönskukunnáttuna. Burða-
rás átti einnig hlut í Finnair, en
finnskan er mál sem tekur því
ekki að byrja að læra ef maður
er eldri en sjö ára.
Konur og fyrirtæki
Tískuverslunarkeðjan Jane
Norman hefur bæst í flóru fyrir-
tækja sem íslenskir fjárfestar
hafa eignast en tilkynnt hefur
verið um kaup Baugs og KB
banka á fyrirtækinu. Í tilkynn-
ingu frá Baugi segir: „Viðskipta-
markhópurinn eru konur á aldr-
inum 15 til 25 ára sem eru mjög
meðvitaðar um tískuna og vilja
verja handbærum fjármunum
sínum í tískufatnað.“
Þetta er skemmtilegt líking-
armál. Hér er ungum konum líkt
við vel rekið fyrirtæki sem hef-
ur sjóðstreymið alveg á hreinu.
Fjárfestingargeta konunnar
veltur mikið á góðu sjóðstreymi
en hún er jafnframt mjög með-
vituð hvernig verja skal þessum
handbæru fjármunum.
stöðugt á toppnum
Ferðaboxin frá Mont Blanc eru hönnuð með það í huga að hafa sem minnsta
vindmótstöðu en jafnframt mikið rými.
Þrjú handtök og ferðaboxið er komið á toppinn
Margar þægilegar aðferðir eru til að geyma ferðaboxin frá MONT BLANC
Í ferðaboxunum frá
Mont Blanc er tjakkur
sem auðveldar lestun
og losun
19
49
/
T
A
K
T
ÍK
/
1
6.
6’
05
66,7 91,165 24,766milljarðar fengust fyrir 99 prósentahlut ríkisins í Símanum. Markaðsvirði Burðaráss namrúmum 91 milljarði áður en þvívar skipt upp. milljóna króna hagnaður var afKB banka á fyrstu sex mánuð-um ársins.
SÍMANÚMER MARKAÐARINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@markadurinn.is Veffang: visir.is
410 4000 | www.landsbanki.is
B2B | Banki til bókhalds
Betri þjónusta og upplýsingagjöf til viðskiptavina og lánardrottna
Fyrirtækjabanki
B A N K A H Ó L F I Ð
01_20_Markadur 20 lesið 2.8.2005 16:06 Page 2