Fréttablaðið - 03.08.2005, Page 58

Fréttablaðið - 03.08.2005, Page 58
„Mér virtist prinsinn vera mjög geðþekkur ungur maður,“ sagði Ómar Ólafsson, yfirflugstjóri hjá flugfélaginu Vængjum, í samtali við Vísi árið 1975 eftir að hafa flogið með Karl Breta- prins frá Keflavík til Vopna- fjarðar. Þar dvaldi Karl í góðu yfirlæti við veiðar í Hofsá næstu daga og hafði 28 laxa upp úr krafs- inu. Honum líkaði vistin svo vel að hann sneri aft- ur á hverju sumri næstu fimm árin. Pétur Valdi- mar Jónsson, bóndi á Teigi við bakka Hofsár, segist muna vel eftir p r i n s i n u m . „Það fór ekki fram hjá manni að hann var á svæðinu,“ rifjar hann upp. Pétur mætti Karli stundum í hliðum í ánni sem þeir opnuðu hvor fyrir öðr- um og skiptust á kveðjum en kynntist honum að öðru leyti ekki. „Hann var bara eins og hver annar veiðimaður, ákaf- lega alþýðlegur og fljótur að þekkja bíla bændanna í kring og veifaði þeim alltaf. Að öðru leyti fór lítið fyrir honum.“ Pétur segir að heimsókn Karls hafi ekki vakið mikla eft- irtekt í sveitinni en hún gerði það sannarlega í fjölmiðlum og öryggisgæsla var afar ströng til að koma í veg fyrir að blaða- menn og ljósmyndarar kæmust í tæri við Karl. „Það var ferlegt stress hérna fyrsta árið og lög- regluvörður hér allt í kring, en svo róaðist þetta í seinni skiptin sem hann kom.“ Í ágúst árið 1979 var Karl staddur í Hofsá þegar þau tíðindi bárust að írski lýðveldisherinn hefði ráðið jarl- inn af Mountbatten, náfrænda Karls, af dögum í sprengjutil- ræði. „Hann rauk burt daginn eftir og það var í síðasta skipti sem hann kom hingað,“ segir Pétur og tekur undir að senni- lega sé Bretaprins frægasti maður á heimsvísu sem hefur rennt fyrir lax í Hofsá. Pétur segist ekki hafa hugsað sér að halda sérstaklega upp á daginn enda hefur hann öðrum hnöppum að hneppa þar sem heyskapurinn er í hámarki. ■ 22 3. ágúst 2004 MIÐVIKUDAGUR JOSEPH CONRAD (1857-1924) lést þennan dag. ÞRÍR ÁRATUGIR SÍÐAN KARL BRETAPRINS VEIDDI FYRST Í HOFSÁ: Veifaði alltaf bændunum „Slúður er það sem enginn viðurkennir að líka við en allir njóta.“ Joseph Conrad var pólskur rithöfundur sem lifði ævintýralegu lífi í franska sjóhernum en gaf út fyrstu bók sína á ensku. timamot@frettabladid.is ANDLÁT Magnús Benedikt Guðni Guðmunds- son, frá Kljá, lést á St. Franciskuspítalan- um í Stykkishólmi fimmtudaginn 28. júlí. Höskuldur Stefánsson, Ranavaði 3, Eg- ilsstöðum, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað föstudaginn 29. júlí. Guðbjörg Þórðardóttir kennari, Grana- skjóli 23, Reykjavík, lést á Landspítala við Hringbraut laugardaginn 30. júlí. Jóna Benediktsdóttir, frá Vöglum, Eyja- fjarðarsveit, lést 31. júlí. JAR‹ARFARIR 13.00 Þórður Jón Guðlaugsson, fyrr- verandi útibússtjóri Sparisjóðs Norðfjarðar á Reyðarfirði, Ljár- skógum 5, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. 14.00 Berta Bergsdóttir, dvalarheimil- inu Höfða, Akranesi, verður jarð- sungin frá Akraneskirkju. KARL Á REYKJAVÍKURFLUGVELLI Karl kom árlega til landsins næstu fimm árin og renndi fyrir lax í Hofsá. Á þessari mynd sést hann meðal annars með Kristjáni Má Unnarssyni fréttamanni. Biskupakirkjan í Bandaríkjunum samþykkti þennan dag árið 2003 að tilnefna mann til biskups- embættis sem lýst hafði því op- inberlega yfir að hann væri sam- kynhneigður. Séra Gene Robin- son var samþykktur með meiri- hluta atkvæða nefndar þar sem bæði sátu prestar og leikmenn. Robinson er fráskilinn faðir tveggja barna og hafði á þessum tíma átt sambýlismann til fjórtán ára. Robinson sagði af þessu tilefni að hann væri þess fullviss að geta betur þjónað samkyn- hneigðum innan kirkjunnar með því að vera góður biskup frekar en að vera samkynhneigður biskup. Samkunda biskupa varð að sam- þykkja tilnefningu Robinsons og seinkaði þeirri samþykkt um einn dag þar sem upp komu ásakanir um óviðeigandi kyn- ferðishegðun af hans hálfu. Þær voru hins vegar látnar niður falla og 5. ágúst kusu tveir þriðju hlut- ar biskupasamkundunnar að Robinson yrði fyrsti samkyn- hneigði biskup Biskupakirkjunn- ar. Hann var svarinn í embætti í nóvember 2003 og tók við starfi í mars á næsta ári. Allan þennan tíma heyrðust mótmælaraddir úr ýmsum áttum. 3. ÁGÚST 2003 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1957 Tunku Abdul Rahman prins verður fyrir valinu sem leið- togi Malasíu sem hlýtur sjálfstæði frá Bretum á sama tíma. 1958 Kjarnorkukafbáturinn Nautilus siglir til Norður- pólsins. 1969 Um tuttugu þúsund manns eða tíundi hver Íslendingur er á Sumarhátíð í Húsa- fellsskógi þar sem Trúbrot spilar fyrir dansi. 1980 Hrafnseyrarhátíð er haldin til að minnast þess að 100 ár eru liðin frá andláti Jóns Sigurðssonar. 1984 Ringo Starr, trommuleikari Bítlanna, kemur til Íslands. Hann er heiðursgestur á útihátíð í Atlavík þar sem hann tekur lagið með Stuðmönnum og Gunnari Þórðarsyni. Samkynhneig›ur ma›ur ver›ur biskup Tilkynningar um merkisatbur›i, stórafmæli, andlát og jar›arfarir í smáletursdálkinn hér a› ofan má senda á netfangi› timamot@frettabladid.is. Augl‡singar á a› senda á auglysingar@frettabladid.is e›a hringja í síma 550 5000. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Tryggva Ingimars Kjartanssonar Brekkugötu 10, Akureyri. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Heimahlynningar og á Dvalarheimilinu Hlíð. Kristbjörg Jakobsdóttir Aðalsteinn Tryggvason Hólmfríður Dóra Sigurðardóttir Haukur Tryggvason Sigrún Kjartansdóttir Kjartan Tryggvason Sólrún Stefanía Benjamínsdóttir Jakob Tryggvason Guðrún Andrésdóttir Sigurður Rúnar Tryggvason Inga Margrét Ólafsdóttir Halldór Ingimar Tryggvason Guðný Sverrisdóttir barnabörn og barnabarnabörn. 90 ÁRA afmæli Sameiginlegt afmæli, eiga hjónin Ómar S. Harðarson (50 ára) og Ingibjörg Kolbeinsdóttir (40 ára) í ágúst. Af því tilefni efna þau til móttöku í SEM-salnum, Sléttuvegi 3, Reykjavík, fimmtudaginn 4. ágúst frá kl. 17.00-19.00. Allir vinir, vandamenn og núverandi eða fyrrverandi samstarfsfólk eru velkomin. www.steinsmidjan.is Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnar Jóhannsson smiður, Blikabraut 10, Keflavík, lést á Garðvangi, Garði, sunnudaginn 30. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Hildur Gunnarsdóttir Vilhjálmur Skarphéðinsson Jóhann Gunnarsson Anna María Aðalsteinsdóttir Guðmundur Gunnarsson Gróa Hávarðardóttir Guðrún Bríet Gunnarsdóttir Kolbrún Gunnarsdóttir Gísli Garðarsson Hrefna Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, afi og bróðir, Óskar Egill Axelsson (Sissi) Njálsgötu 80, Reykjavík, lést á Landspítalanum 26. júlí. Útförin hefur farið fram. Hinn látni hvílir í Gufuneskirkjugarði. Ása Óskarsdóttir Oddný Óskarsdóttir Hannes K. Gunnarsson og afabörn Ingimundur Axelsson Steinunn Axelsdóttir Hallgrímur Hallgrímsson Guðlaug Jónsdóttir Lárus Konráðsson Hugrún Sigurðardóttir Páll Konráðsson Kristjana Ingibergsdóttir Erla Lárusdóttir Bjarni Álfþórsson Aðalheiður Ingimundardóttir og fjölskylda. AFMÆLI Jóhanna Björnsdóttir, húsfreyja á Bjarghúsum, Vestur-Hópi, nú til heimil- is á Langholtsvegi 26, verður 75 ára á morgun. Hún tekur á móti gestum hinn 4. ágúst í Húnabúð í Skeifunni 11 frá kl. 18.00. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómanna- sambands Íslands, er 62 ára. Ólafur F. Magnús- son borgar- fulltrúi er 53 ára. Eyjólfur Sverrisson knattspyrnu- maður er 37 ára. Tómas Lemarquis leikari er 28 ára. FÆDDUST fiENNAN DAG 1801 Joseph Paxton landslagsarkitekt og hönnuður Kristalshallarinnar. 1912 Gene Kelly dansari. 1926 Tony Bennett söngvari. 1940 Martin Sheen leikari. 1963 James Hetfield söngvari Metallica. HOFSÁ Karl Bretaprins veiddi alls 28 laxa fyrsta sumarið sem hann renndi fyrir fisk hér á landi. PÉTUR VALDIMAR JÓNSSON 58-59 (22-23) tímamót 2.8.2005 19:18 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.