Fréttablaðið - 03.08.2005, Page 64

Fréttablaðið - 03.08.2005, Page 64
28 3. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR Hljómsveitin Trabant heldur tón- leika á staðnum Rust eða Ryð í Kaupmannahöfn næstkomandi laugardagskvöld. Tónleikarnir eru þeir fyrstu sem sveitin heldur í Skandinavíu eftir að plata þeirra Emotional fór í dreifingu þar ný- verið. „Það er kominn tími á að fylgja útkomu plötunnar eftir með tónleikum í Kaupmannahöfn. Við lékum á tónleikum í Konung- lega Danska Leikhúsinu í Kaup- mannahöfn í fyrra þar sem verið var að frumsýna leikritið Galskap sem leikstýrt var af Agli Heiðari Antoni Pálssyni. Það var svaka- legt stuð og við vonumst til að þessir tónleikar verði ekki síðri en þeir. Þetta er fyrsta skrefið í innrás Trabant í Skandinavíu,“ segir Þorvaldur Gröndal trommari í Trabant, sem segir Rust vera einhverja meðalrokk- búllu er rúmi nokkur hundruð manns. Trabant var að koma frá Bret- landi þar sem sveitin lék á tvenn- um tónleikum í London og ætla þeir félaganir að halda aftur til Bretlands með haustinu og fylgja eftir nýrri smáskífu sem verður gefin út þar í landi. Plata þeirra Emotional kemur svo út á Bret- landi í byrjun næsta árs. ■ HLJÓMSVEITIN TRABANT Plötuumslag Emotional, nýjustu skífu hljómsveitarinnar Trabant. Trabant leikur á tónleikum í Kaupmannahöfn um helgina sem eru liður í kynn- ingu þeirra á plötunni sem var að fara í dreifingu í Skandinavíu. Sjokkrokkarinn Alice Cooper kemur hingað til lands í næstu viku ásamt föruneyti sínu. Cooper hefur verið á tónleikaferðalagi um Evrópu og lýk- ur því í Kaplakrika 13. ágúst. Hingað kemur hann frá Noregi þar sem hann gengur fram af áhorf- endum með öflugri sviðsframkomu. Hljómsveitirnar sem hita upp fyrir Cooper eru Dimma, Sign, Dr. Spock og Brain Police. ALICE COOPER Sjokkrokkarinn Alice Cooper er á leiðinni til Íslands. Kemur í næstu viku Leikarinn Ricky Gervais, sem sló í gegn í gamanþáttunum The Office, segir að einn af draumum sínum hafi ræst þegar hann fékk að semja handrit að þætti um Simpson-fjöl- skylduna. Gervais lék einnig í þættinum, sem verður sýndur í Bandaríkjun- um í mars á næsta ári. „Þegar ég byrjaði í gríninu dreymdi mig um að koma brandara að í The Simp- sons,“ sagði Gervais. „Núna er ég búinn að semja heilan þátt. Ég bíð bara eftir því að vakna upp af þess- um draumi einn daginn.“ Persónan sem Gervais leikur í þættinum er byggð á hinum mjög svo pirrandi skrifstofustjóra David Brent úr The Office. Í þættinum, sem kallast „Wife Swap“ skiptast hann og Homer á eiginkonum. Gervais flytur á heimili Simpson- fjölskyldunnar og býr þar með Marge á meðan Homer flytur inn til eiginkonu Gervais. Gervais segist hafa skemmt sér konunglega við gerð þáttarins ásamt hinum handritshöfundunum. „Þeir vitnuðu í The Office fyrir mig og til að sýna þeim að ég væri eins góður og þeir vitnaði ég í The Simp- sons á móti,“ sagði hann. „Við slóg- um hver annan svo fast á bakið að við vorum orðnir eldrauðir.“ ■ Gervais og Homer skiptast á eiginkonum RICKY GERVAIS Grínistinn sem sló í gegn í The Office lét draum sinn rætast og skrif- aði handrit að þætti um Simpson-fjölskyld- una. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Ég held að það geti flestir verið sammála því að það vanti töffarastelpur í rokkið í dag. Eða þá bara stelpur í tónlist yfir höf- uð! Hvað er það sem er að stoppa ykkur stúlkur? Við elskum þegar þið takið ykkur til og stofnið hljómsveitir. Kýlið á þetta, og engar áhyggjur, þið þurfið ekkert að kunna að spila. London-sveitin The Duke Spirit er því þó nokkur léttir. Þetta er fimm manna hljómsveit með myndarlega ljósku í fremstu víglínu sem lítur út eins og yngri systir Elízu í Kolrössu Krókríðandi og syngur örlítið eins og Karen O úr Yeah Yeah Yeah’s. Anorexíurokkdrottningin P.J. Harvey hefur svo greinilega verið áhrifavaldur líka ... í söng, ekki í mataræði. Rætur tónlistarinnar ná í sama kaktus og Jesus and Mary Chain sóttu safa sinn, sem sagt ekkert sérlega ósvipað Singa- pore Sling heldur, nema hvað þessi sveit á það til að semja grípandi lög annað slagið. Þetta er því eitursvalt, og bara nokkuð ánægjulegt í leiðinni. Ég er samt byrjaður að óttast svolítið um breskt rokk. Svo virðist sem sveitir fái ekki plötu- samning lengur nema að þær minni plötufyrirtækin á ein- hverja eldri sveit. Það er ákveðin stöðnun í gangi, sem er undar- legt þar sem breskt rokk hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir ferskleika og nýbreyttni. Þess vegna hljóma flestar rokksveitir sem eru að koma frá Bretlandi núna nokkuð kunnuglega, eins og þessi. Mér finnst það hálfgerð móðgun við yngri kynslóðir að halda að það sé alltaf hægt að endurvinna gamla rétti ofan í þau, bara með því að hita þá að- eins í örbylgjunni. Ekki það að þessi plata sé slæm, hún er reyndar bara nokkuð fín. Mig er bara farið að þyrsta í að rokkið farið að enduruppgötva sig aftur í stað þess að stæla það sem þegar er búið að gera. Birgir Örn Steinarsson Formúlu-töffaraheit THE DUKE SPIRIT CUTS ACROSS THE LAND NIÐURSTAÐA: The Duke Spirit er ný töffarasveit frá London sem var að gefa út fyrstu plötu sína. Þetta er töffararokk eftir formúlunni, tekur litlar áhættur, en útkom- an er vel yfir meðallagi. Ekki skemmir að það er ljóska í fremstu víglínu með blús- aða sandpappírsrödd. Plata Franz fær nafn Næsta plata skosku hljómsveitar- innar Franz Ferdinand, sem held- ur tónleika hér á landi 2. septem- ber, hefur fengið nafnið You Could Have It So Much Better. Upphaflega átti platan ekki að heita neitt, heldur átti hún að þekkjast af litnum einum og sér. Platan kemur út 3. október en fyrsta smáskífulagið Do You Want To kemur út 19. september. ■ FRANZ FERDINAND Skoska hljómsveitin Franz Ferdinand gefur út nýja plötu 3. október. Furðusirkus Jim Rose hélt af landi brott síðastliðinn laugardag eftir vel heppnaða sýningu á Broadway á fimmtudagskvöldið. „Þetta gekk al- veg frábærlega vel. Allt gekk snurðulaust fyrir sig og áhorfendur skemmtu sér konunglega,“ segir Ís- leifur Þórhallsson hjá Event, sem stóð fyrir komu sirkussins. „Þeir voru ánægðir með viðbrögð áhorf- enda og sögðu sýninguna með þeim skemmtilegri sem þeir hefðu haldið í langan tíma.“ Jim Rose og föruneyti dvaldi hér á landi í heila viku og hafði það náð- ugt í blíðviðrinu. Þau fóru á Laugar- vatn og í Bláa lónið á milli þess sem þau spókuðu sig um í miðbænum. Þau gerðu meðal annars barinn Sirkus að sínum heimabar, sem kemur kannski ekki á óvart. Ísleifur segir að enginn hafi labbað út úr salnum á Broadway þrátt fyrir að sirkusinn hafi boðið uppi á ýmislegt ókræsilegt. „Ég held að fólk hafi vitað hvað það var að fara út í. Það vantaði samt ekki viðbrögðin. Menn gripu fyrir augun og tóku andköf en það var ekkert annað óeðlilegt í gangi,“ segir hann. Hann bætti því við að sam- kvæmt samdóma áliti áhorfenda hefði ógeðslegasta atriðið verið þegar einn úr sirkusnum dældi úr kút með ýmsu ógeði ofan í magann á sér í gegnum slöngu. Síðan ældi hann því upp og dældi því síðan aft- ur í magann. Á meðal annarra atriða var fyrsta kynfæratogið á milli konu og karls, þar sem fulltrúi kvenþjóðarinnar var Amber Pie. Fest var keðja á milli kynfæra þeirra beggja og toguðu þau hvort í sína áttina þangað til annað gafst upp. Amber bar sigur úr býtum og sýndi og sannaði að kvenkynið er sterkara. Piltur í salnum datt síðan í lukku- pottinn þegar hann fékk bláan smokk í lok sýningarinnar. Hann fékk að setjast uppi á svið og beið þar þangað til hann fékk að hitta Amber baksviðs eftir sýninguna. Ekki fylgir sögunni hvað gerðist á milli þeirra þann klukkutíma sem þau máttu eyða saman. Annars voru Jim Rose og félagar hæstánægðir með komuna hingað og bjuggust við því að koma aftur til Íslands einhvern tímann í framtíð- inni. ■ SIRKUS JIM ROSE Sirkusinn skemmti sér konunglega hér á landi í heila viku. Kúturinn með slöng- unni ógeðslegastur Útrás Trabant byrjar í Köben 64-65 (28-29) ungt fólk 2.8.2005 20:02 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.