Fréttablaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 70
34 3. ágúst 2005 MIÐVIKUDAGUR Ég get ekki upp-lýst hverjir það eru sem standa að þessu, þetta er á byrjunarstigi og ekkert hefur verið ákveðið með framleiðslu. Þetta er hins vegar mjög spennandi verkefni og von- andi kemst það einhvern tímann á framleiðslustig,“ segir Óttar Sveins- son metsölurithöfundur. Unnið hefur verið að undirbúningi að gerð kvikmyndar um metsölubókina Út- kall á jólanótt eftir Óttar Sveinsson í Hollywood í Bandaríkjunum síðustu mánuði en Óttar segir of snemmt að segja til um það hvort af mynd- inni verði. Bókin Útkall á jólanótt segir frá því þegar flutningaskipið Suðurland fórst á Atlantshafi á leið sinni til Murmansk í Sovétríkjunum en sex skipverjar fórust í slysinu og fimm komust af. Bókin er sjötta bók Óttars í hinum svokölluðu Útkalls- bókum sem Óttar hefur skrifað um árabil. Brekkusöngvarinn Árni Johnsenmætti vaskur í Kastljósið á sunnudagskvöld og varði Þjóðhátíð í Eyjum sem hina mestu menningar- samkomu. Sjálfum er Árna þó oft heitt í hamsi á Þjóðhátíð og þá að sama skapi laus hönd- in. DV greindi frá því í gær að Árni hefði slegið Hreim Örn Heimisson, söngvara Lands og sona, þar sem hann söng á sviði á sunnudaginn ásamt fleiri söngvurum. Hreimur íhugar nú að kæra Árna, sem hefur áður lent í ryskingum á Þjóðhátíð en þess er skemmst að minnast þegar hann lenti í stympingum við Erp Eyvindarson og Rottweilerhundana á Þjóðhátíð árið 2002 og nokkrum árum áður veittist hann að Páli Ósk- ari Hjálmtýssyni og félaga hans bak- sviðs í Eyjum. RESCUE ME MIÐVIKUDAGA KL. 21:00 Ég hef verið á ferð um Sviss og Liechtenstein frá því á sunnudag. Ferðafélagar mínir eru sex sam- kynhneigðir blaðamenn og hass- haus frá Wales. Einn af þeim fyrr- nefndu er Harry sem kemur frá Rúmeníu. Hann vann með leyni- þjónustunni þar í landi en var sett- ur á hæli eftir að hann kom út úr skápnum. Hann segist enn vera að jafna sig og reykir tvo pakka á dag. Ég hitti ferðafélaga mína fyrst í Genf þar sem ferðin hófst og er smám saman að kynn- ast þeim betur. Til dæmis Malda frá Þýska- landi. Hann er hommi og „at- vinnumót- mælandi“. Hann ætlaði að fara til Gleneagles og mótmæla á leið- togafundinum á dögunum en meiddist á fæti og hætti við ferð- ina því hann „treysti“ sér ekki til að hlaupa undan löggunni. Frá Genf fórum við með lest til Lausanne. Þar tók á móti okkur Lutz Bohn, sem minnti mig á Hollywood-leikara. Hann var sí- fellt að reyna vera fyndinn og ég held að hinn danski Jesper hafi orðið skotinn í honum. Hann hló í það minnsta að öllum bröndurun- um. Um kvöldið fórum við út að borða á „gay friendly“ stað þar sem ég upplýsti ferðafélaga mína um leyndarmál mitt, að ég væri sem sagt gagnkyn- hneigður. „Ekkert til að skammast sin fyrir,“ sagði Mikael frá Slóvakíu. Frá Lausanne lá leiðin áfram með lest til Liechtenstein þar sem vinnuhópar fyrir ráðstefnuna eru að störfum. Hugmyndin er að við fylgjumst með þeim og leggjum jafnvel eitthvað til málanna áður en sjálf ráðstefnan hefst. Meira um það næst. Á FERÐ UM SVISS Freyr og félagar ferðast um í lest milli staða á leið sinni til ráðstefnunnar. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Abdullah. Ástralíu. Kimi Räikkönen. Dragkeppni Íslands verður haldin í áttunda sinn í kvöld og verður keppnin með örlítið breyttu sniði frá því áður. „Í ár verða ekki ein- ungis dragdrottningar sem keppa heldur einnig dragkóngar,“ segir Björn Gunnlaugsson, listrænn stjórnandi keppninnar, sem stadd- ur var í Hagkaup að kaupa gervi- neglur þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. „Keppnin hefst þannig að við skellum öllum saman á sviðið og þar taka þau hópsöng og dans- atriði. Helga Braga verður kynnir og heldur uppi fjörinu og hitar mannskapinn upp á meðan kepp- endur gera sig klára í aðalatriðin sín en þau hefur hver keppandi hannað sjálfur. Við ákváðum að gefa keppendum algjörlega frjálsar hendur í þetta sinn og því gætu atriðin innihaldið söng, dans, leikþætti, ljóðalestur, fim- leikaþrautir og fleira,“ segir Björn, sem sér um keppnina ásamt Georgi Erlingssyni sem er framkvæmdastjóri keppninnar. Að sögn Björns taka þátttak- endur keppnina mjög alvarlega og undirbúningur getur tekið marg- ar vikur. „Það þarf að hanna útlit- ið, finna sér hárkollur eða gervi- skegg, hanna búningana og æfa atriðið. Undirbúningur á keppnis- daginn sjálfan má svo ekki byrja seinna en um hádegi því oft er jú nauðsynlegt að fjarlægja óæski- leg hár, greiða hárið og gera farð- ann klárann.“ Í dómnefnd kvöldsins sitja margir þekktir einstaklingar og má þar til dæmis nefna eina elstu dragdrottningu Íslands sem kýs að kalla sig „vondu drottninguna“ og er jafnframt formaður dóm- nefndar. Auk hennar sitja þau Sylvía Nótt sjónvarpsstjarna, Helgi Þór Arason Idolstjarna, Love Guru og Esther Talía Casey leik- og söngkona. Keppnin hefst klukkan níu á Gauki á Stöng og kostar þúsund krónur inn. hilda@frettabladid.is DRAGKEPPNI ÍSLANDS: BÆÐI KYNIN KEPPA Í KLÆÐSKIPTINGUM Kóngar og drottningar EYDDI TÍMA MEÐ FJÖLSKYLDUNNI Ég skemmti mér konunglega. Ákvað að sleppa því að fara á útihátíð af því að mér bauðst að eyða tíma með fjölskyldu minni en það er nokkuð sem ég fæ ekki oft tækifæri til að gera. Við fórum því saman í sumarbústað og eyddum helginni í að spila á spil, leika golf, grilla góðan mat, fara í sund og njóta þess að vera saman. Þetta var akkúrat það sem ég þurfti til að endurnærast. Heiðar Austmann útvarpsmaður. HELGIN FÓR Í RÓLEGHEIT Þetta var hvíldarhelgi því ég var nýkomin úr viku hestaferð. Helgin fór því í rólegheit og í að hvíla lúin bein og sérstaklega lúna vöðva. Við höfðum það því nota- legt bæði heima og fórum svo úr bænum og upp í sumarbústað á sunnudag og áttum rólegar stund- ir þar. Ekki dugar neitt annað eftir svona langa og skemmtilega hestaferð. Ásta Möller, þingkona Sjálfstæð- isflokksins. VAR Í VINNUNNI ALLAN TÍMANN Ég skemmti mér rosalega vel. Ég var í vinnunni allan tímann að fín- pússa dagskrá menningarnætur. Það er fátt skemmtilegra en að skipuleggja þessa heljarinnar dag- skrá 20. ágúst næstkomandi sem vonandi höfðar til margra. Ég fór ekki í neina útilegu en ég fer í til- hlökkunarferð núna um helgina og það er spennandi menning- arnótt framundan. Sif Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri Menningarnætur. HVERNIG SKEMMTIRÐU ÞÉR UM HELGINA? 3 SPURÐIR ... fá Íslendingar fyrir almennt góða hegðun um verslunar- mannahelgina. HRÓSIÐ FRÉTTIR AF FÓLKI REISUBÓKARBROT FREYR GÍGJA BLAÐAMAÐUR ER Á LEIÐ Á RÁÐSTEFNU UM RÉTTINDABARÁTTU UNGS SAMKYNHNEIGÐS FÓLKS Í EVRÓPU Á fer› me› samkynhneig›um SKRAUTLEG DRAGDROTTNING Þessi tróð upp í Gay Pride göngunni í fyrra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M » FA S T U R » PUNKTUR Lárétt: 2 æra, 6 smáorð, 8 tíndi, 9 gugg- in, 11 í röð, 12 giskum, 14 flanar, 16 utan, 17 örn, 18 verkur, 20 tónn, 21 tréí- lát. Lóðrétt: 1 garð, 2 belti, 4 steintegund, 5 svei, 7 fréttir, 10 lifir í sjó, 13 dvelja, 15 umrót, 16 stefna, 19 gerist í hnefaleikum Lausn. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Lárétt: 2sómi, 6ef, 8las, 9grá, 11 rs, 12 getum, 14ganar, 16án, 17ara, 18tak, 20as, 21trog. Lóðrétt: 1vegg, 3ól, 4marmara, 5iss, 7 fregnar, 10áta, 13una, 15rask, 16átt, 19ko. 70-71 (34-35) FÓLK 2.8.2005 20:22 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.