Fréttablaðið - 03.08.2005, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 03.08.2005, Qupperneq 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR A u g lý si n g as st o fa G u ð rú n ar Ö n n u SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Laugardag 6. ágúst Föstudag 12. ágúst Matrófóbía Í lokaritgerðinni minni í bók-menntafræði í háskólanum fyrir allmörgum árum skrifaði ég fem- iníska greiningu á bókinni Í hjarta- stað eftir Steinunni Sigurðardóttur og velti fyrir mér hugtakinu matrófóbíu í því samhengi. Matró- fóbía er lýsing á ótta kvenna við að verða eins og móðir þeirra og greindi ég mæðgurnar í bókinni samkvæmt því. Síðan er liðinn ára- tugur og hugtakið matrófóbía hefur vart hvarflað að mér fyrr en nú síðustu vikur. Og þá í einhvers konar sjálfsskoðunarskyni. ÉG VAR nefnilega að koma heim úr þriggja vikna fríi á Spáni þar sem ég hafði dvalist í góðu yfirlæti með eiginmanni mínum og tveimur börnum. Í fríinu uppgötvaði ég áður óþekktar hliðar á sjálfri mér og upp komst um hugsanir og til- finningar sem ég hef hingað til að- eins tengt við móður mína. Ég minntist nefnilega þriggja vikna sumarfrís til Suður-Frakklands sem ég fór í með fjölskyldu minni sem barn og þarna á Spáni fannst mér allt í einu að ég væri að verða alveg eins og móðir mín. ÉG MAN að ég skildi ekki í henni að þykja þrjár vikur heldur langur tími í sumarfríi með fjöl- skyldunni og var stórhneyksluð á henni þegar hún sagði að loknum tveimur vikum að hún dauðsæi eftir því að hafa ákveðið að vera þriðju vikuna. Hún væri meira en til í að fara heim. Og ég man að þegar við gengum loks inn um dyrnar á heimili okkar að loknu sumarfríinu og hversdagsleikinn blasti við í öllu sínu veldi var eng- inn ánægðari en mamma. „Ooo, hvað það er gott að vera komin heim.“ Okkur systkinunum fannst óskiljanlegt að hægt væri að finn- ast eitthvað ákjósanlegra en að leika sér á ströndinni allan daginn og fara í rennibrautagarða og borða á lélegum veitingastöðum. KANNSKI verður maður bara værukærari með árunum en ég er búin að ákveða það að ég ætla aldrei aftur í lengra frí en hálfan mánuð í einu. Eins og er langar mig ekki einu sinni aftur til út- landa. Mér finnst best að vera heima hjá mér og mér finnst meira að segja hversdagslífið yndislegt. SEM BETUR FER er móðir mín alveg ágæt og ég þarf svo sem ekk- ert að óttast varðandi það að líkjast henni ef til vill æ meir eftir því sem árin líða. En ég verð að viðurkenna að mér er ekki alveg rótt. Hver vill vera giftur tengdamóður sinni? SIGRÍÐAR DAGGAR AUÐUNSDÓTTUR BAKÞANKAR 72 bak 2.8.2005 22:18 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.