Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.08.2005, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 28.08.2005, Qupperneq 6
6 28. ágúst 2005 SUNNUDAGUR Einn skemmtistaður í miðbæ Reykjavíkur sker sig úr hvað ofbeldisbrot varðar: Lögregla gefur engar uppl‡singar LÖGREGLUMÁL „Þessar upplýsingar eru trúnaðarmál enda eigum við sjálfir eftir að fara á stúfana og ræða við viðkomandi veitinga- mann vegna þessa,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík. Í nýlegri úttekt sem unnin var fyrir embættið um ofbeldisbrot í miðbæ Reykjavíkur kemur fram að einn skemmtistaður sker sig allnokkuð úr þegar kemur að fjölda mála sem þaðan berast vegna ofbeldis við eða inni á við- komandi stað. Voru 20 skráð til- felli ofbeldisverka þar árið 2004 eða tæplega helmingi fleiri en á næstu stöðum á eftir en lögregla vill þó ekki upplýsa nafn viðkom- andi staðar. Geir Jón segir lögreglu hafa veitt þessu eftirtekt og hluti af ástæðu þess að umrædd úttekt var gerð var til að embættið fengi betri yfirsýn yfir slíkt. „Við höf- um hugsað okkur að nota þessar upplýsingar til að ná betri sam- vinnu við dyraverði og veitinga- menn á þeim stöðum þar sem of- beldi virðist vera algengara en annars staðar. Við værum líka að gera viðkomandi mikinn grikk með því að birta nafn staðarins og gerum það ekki að svo stöddu.“ -aöe Svona eiga forystu- menn ekki a› tala Össur Skarphé›insson gagnr‡nir ummæli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur sem sag›i a› Stefán Jón hafi gengi› me› borgarstjórann í maganum og flví komi frambo› hans ekki á óvart. Stefán Jón Hafstein segir ummælin sig engu skipta. SAMFYLKINGIN „Það er óskrifuð regla að stjórmálamenn fá að kynna framboð sín til embætta í fullkomnum friði,“ segir Össur Skarphéðinsson, fyrrum formað- ur Samfylkingarinnar, um um- mæli Steinunnar Valdísar Óskars- dóttur borgarstjóra varðandi ákvörðun Stefáns Jóns Hafstein um að bjóða sig fram sem borgar- stjóraefni Samfylkingarinnar. Hún sagði í fréttum RÚV að ákvörðun Stefáns Jóns kæmi henni ekki á óvart enda hafi hann gengið með borgarstjórann í mag- anum um nokkra hríð. Össuri finnst það ákaflega óviðeigandi að manneskja sem er í forystuhlutverki fyrir flokk skuli tala frekar neikvætt um fé- laga sinn sem er að bjóða sig fram, jafnvel þótt það sé til þess embættis sem viðkomandi gegn- ir. „Stefán Jón hefur fullkomlega eðlilegar ástæður til að bjóða sig fram sem borgarstjóraefni Sam- fylkingarinnar og það er engin ástæða til að tala niður til hans vegna þeirrar ákvörðunar eins og mér finnst gert þegar talað er um að hann sé að bjóða sig fram af því hann hafi borgarstjórann í maganum,“ segir Össur. „Svona eiga forystumenn ekki að tala. Þeir eiga að virða aðra og rétt þeirra til að sækjast með lýðræð- islegum hætti eftir trúnaðarstöð- um,“ segir hann. „Mér finnst ekki að borgarstjórar eigi að tala svona um keppinauta sína og minni á að þegar við Ingibjörg Sólrún tókumst á um formennsku þá var það algjörlega á forsend- um gagnkvæmrar virðingar,“ segir Össur. Stefán Jón Hafstein tilkynnti í fyrradag að hann gæfi kost á sér í fyrsta sæti á lista Samfylkingar- innar í næstu borgarstjórnarkosn- ingum. Steinunn Valdís sagði í samtali við fréttastofu RÚV þegar leitað var eftir viðbrögðum henn- ar: „Miðað við þessar fréttir er ljóst að allavega tveir hafa gefið kost á sér. Í sjálfu sér kemur það mér ekkert á óvart að Stefán Jón skuli gefa kost á sér enda maður- inn búinn að ganga með borgar- stjórann í maganum um nokkra hríð og það er bara ágætt og fínt að fá góða samkeppni,“ sagði Steinunn Valdís. Stefán Jón sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að þessi ummæli skiptu sig engu. Ekki náðist í Steinunni Valdísi Óskarsdóttur. sda@frettabladid.is Kletthálsi 13 // s. 587 6644 // www.gisli.is Vetur, sumar vor og haust Rally. Alvöru fjórhjól á 450.000 kr. Bombardier fjórhjól eru fyrir allar aðstæður. Alltaf. Outlander 800 er öflugasta fjórhjólið á markaðnum. Seldist upp en kemur aftur í september. Outlander Max 400 4 x 4 fyrir tvo. Þjarkur sem fer áfram og áfram og áfram DS 650 X Sannkallað tryllitæki á meðal fjórhjóla. Útlitið segir allt. Verð. 980.000 kr. Á Reykjavíkurborg að leigja Blind Pavillion til tveggja ára? SPURNING DAGSINS Í DAG: Eiga borgaryfirvöld að taka í notkun bílastæðaklukkur í stað stöðumæla? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 75% 25% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN LÆTI Alls voru skráð 20 ofbeldismál á einum og sama staðnum í miðbæn- um hjá lögreglu á síðasta ári en eng- ar upplýsingar eru gefnar upp um nafn viðkomandi staðar. Uppbygging í Hrísey: Reisa fjölnota íflróttahús FÉLAGSLÍF Bæjaryfirvöld á Akur- eyri hafa skipað þriggja manna verkefnastjórn vegna byggingar fjölnota íþróttahúss í Hrísey. Gísli Kristinn Lórenzson, sem sæti á í verkefnastjórninni, segir Hríseyinga notast við gamalt og lélegt félagsheimili til íþróttaiðk- ana og brýnt sé að bæta þar úr. „Ekki liggur fyrir hversu stórt nýja húsið verður né hvað það kemur til með að kosta en bæjar- yfirvöld ætla að veita fjármunum til hönnunar hússins í ár og til byggingar þess á næsta ári,“ seg- ir Gísli. - kk ÖSSUR VIÐ TÖLVUNA „Svona eiga forystumenn ekki að tala,“ segir Össur og á við ummæli Steinunnar Valdísar um að Stefán Jón gangi með borgarstjórann í maganum. STEINUNN VALDÍS Hefur lýst því yfir að hún sækist eftir því að vera borgarstjóra- efni Samfylkingarinn- ar næsta vor. STEFÁN JÓN HAF- STEIN Tilkynnti í fyrradag að hann gæfi kost á sér í fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar. Hækkun leikskólagjalda stúdenta þrepaskipt: Öll hækkunin gengur til baka LEIKSKÓLAGJÖLD Forsvarsmenn stúdenta hafa leitað eftir svörum við því hjá borgaryfirvöldum hvort samþykkt borgarráðs um að falla frá fyrirhuguðum hækkun- um á gjaldskrá leikskólanna þar sem annað foreldrið er í námi, eigi einnig við um þá hækkun sem tók gildi 1. júní síðastliðinn. Hækkun- in hafði verið ráðgerð í þrepum og tók fyrsta þrepið gildi 1. júní. Hrefna Lind Ásgeirsdóttir, sem situr í hagsmunanefnd stúdenta- ráðs og stjórn stúdentaráðs, segir að ekki hafi fengist svör frá borg- inni um hvort hækkunin 1. júní muni ganga til baka. Alfreð Þorsteinsson borgar- fulltrúi sagðist í samtali við Fréttablaðið líta svo á að sam- kvæmt samþykkt borgarráðs muni hækkunin 1. júní ganga til baka. „Gert var ráð fyrir því að þetta myndi kosta borgarsjóð 20 millj- ónir á þessu ári, því aðeins er um að ræða hálft árið, og 40 milljónir á því næsta þannig að ég lít svo á að þessi samþykkt eigi við um alla þessa hækkun, sem ráðgerð var í þrepum, og að hún gangi þá til baka,“ segir Alfreð. - sda ALFREÐ ÞORSTEINSSON Fullvissar stúdenta um að hækkunin á leikskólagjöldum fyrir stúdenta þar sem annað foreldri er í námi og tók gildi 1. júní verði gerð afturkræf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.