Fréttablaðið - 28.08.2005, Síða 22

Fréttablaðið - 28.08.2005, Síða 22
Óánægja í starfi Óánægja í starfi getur verið afar lamandi og gert fólki lífið leitt. Ef óánægja kemur upp skaltu skoða það með opnum en gagnrýnum huga og sjá hvað það er sem veldur óánægjunni og reyna að finna lausn á vandanum.[ ] Útskriftarnemar úr kennara- háskólum í Bretlandi búast við því að vinna við annað en kennslu innan tíu ára. Næstum því þrír fjórðu af út- skriftarnemum úr kennarahá- skólum í Bretlandi síðustu ár ætla að skipta um starfssvið þegar þeir verða 35 ára. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem fram- kvæmd var af umboðsskrifstofu kennaraþjálfunar þar í landi. 73 prósent starfsmanna sem höfðu útskrifast úr háskóla síðan árið 2003 bjuggust við því að eyða tíu árum eða minna í sínu fyrsta starfi. Jafnframt sögðust 72 pró- sent ætla að skipta um starfssvið við 35 ára aldur. Margir starfs- mannanna vildu vinna vinnu þar sem þeir gætu skipt sköpum í lífi fólks en 1,778 útskriftarnemar á aldrinum 21 til 36 ára tóku þátt í könnuninni. Fólk sem var rétt rúmlega tví- tugt var sérstaklega ákaft í að skipta um starfssvið og fjörutíu prósent hugðust gera það innan fimm ára. Fjórtán prósent þeirra sem vildu skipta um starfssvið vildu vinna í fjölmiðlun eða útgáfuiðn- aðinum, ellefu prósent í tölvu- eða fjarskiptaiðnaðinum og einn af hverjum tíu vildi vinna banka- eða opinber störf. ÞEIR SEM VINNA MIKLA YFIRVINNU ERU MUN LÍKLEGRI TIL AÐ SLASAST EÐA VEIKJAST. Fólk sem vinnur fram eftir er í mun meiri hættu á að verða fyrir meiðslum eða veikjast, samkvæmt nýrri rann- sókn við Háskólann í Massachusetts í Bandaríkjunum. Í rannsókninni var litið á gögn frá ár- unum 1987 til 2000. Niðurstöður bentu til þess að starfsmenn sem vinna yfirvinnu væru 61 prósent lík- legri til að meiðast eða veikjast þegar þættir eins og aldur og kyn voru tekn- ir til greina. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að störf sem krefjast yfirvinnustunda séu ekki bara áhættu- meiri í hættulegum iðnaðarfögum. Yf- irvinna getur aukið hættu á slysum á vinnustað vegna þreytu og streitu starfsmanna. Í gögnunum sem nýtt voru til rann- sóknarinnar fundust 5.139 vinnutengd meiðsli eða veikindi; allt frá stressi til skráma, brunasára og vöðvameiðsla. Meira en helmingur þessara meiðsla og veikinda átti sér stað í störfum þar sem unnin er yfirvinna. Vegalengd til og frá vinnu hafði hins vegar engin áhrif á þessi óþægindi. Yfirvinna skapar hættu á veikindum Vilja skipta um starfssvi› Þreyta og stress á vinnustað veit aldrei á gott og getur aukið líkur á meiðslum eða veikindum. Nýjar reglugerðir eru í vinnslu í Sádi-Arabíu sem eiga að stuðla að því að auka þátttöku kvenna í efnahags- þróun landsins með því að vinna eða fjárfesta. Yfirvöld í Sádi-Arabíu ætla að rannsaka núverandi reglugerðir og starfsreglur í landinu til þess að ákveða hverra breytinga er þörf til að bæta stöðu kvenna. Samkvæmt fimm ára áætlun fyr- ir árin 2005 til 2009 er almennt markmið að auka efnahagsstarf- semi kvenna, auðvelda þátttöku þeirra í atvinnulífinu, þróa stuðn- ingsþjónustu, opna fleiri starfs- geira fyrir konur og hvetja konur til þess að læra vísindagreinar í skólum án þess að þurfa að gefa upp hlutverk sitt innan fjölskyld- unnar og þjóðfélagsins. Atvinnuleysi meðal kvenna í Sádi-Arabíu er 21,7 prósent en 7,6 prósent hjá karlmönnum. Ósam- ræmi milli menntunar og þarfa vinnumarkaðarins er aðalástæða þessa mikla atvinnuleysis en tak- mörkuð menntun er í boði fyrir konur. Flestar konur starfa hjá hinu opinbera og voru þær þrjátíu prósent starfsmanna þar árið 2003. Flestar þessar konur starfa í skólageiranum eða 83,4 prósent. 5,4 prósent vinna í heilbrigðis- geiranum. Áætlunin sem er í bígerð í Sádi-Arabíu einblínir ekki aðeins á að veita fleiri konum menntun og vinnu heldur líka á að veita þeim fleiri fjárfestingartækifæri þar sem áætlað er að þær lumi á fimmtán milljörðum í sádi-arab- ískum ríal á bankareikningum. Það samsvarar tæplega fjörutíu milljónum dollara. Konur fái betri menntun og atvinnutækifæri Konur í Sádi-Arabíu eiga minni möguleika á menntun en karlmenn í landinu. Flestir sem útskrifast sem kennarar í Bretlandi vilja ekki vinna við kennslustörf alla ævi. Brynja Bragadóttir aðstoðar fyrirtæki við að draga úr fjar- vistum með því að bæta starfsandann og draga úr streitu. Samkvæmt úttekt sem ráðgjafar- fyrirtækið ParX gerði á fjarvist- um starfsmanna 28 fyrirtækja kom í ljós að meðaltal fjarvista var 9,4 dagar á mann á ári og þá er orlof ekki talið með. Sam- kvæmt þessari sömu úttekt er áætlað að fjarvistir kosti meðal- stórt fyrirtæki um 39 milljónir króna á ári, sem hlýtur að teljast ansi há upphæð. Brynja Braga- dóttir ráðgjafi hjá ParX hefur sérhæft sig í streitu- og fjarvista- stjórnunarráðgjöf til fyrirtækja. „Erlendar kannanir benda til þess að um fjórðungur þeirra sem eru fjarverandi frá vinnu eigi við andleg og/eða líkamleg vandamál að stríða sem tengjast streitu. Það er erfitt að aðskilja það sem gerist í einkalífi fólks og vinnustaðinn en í vinnustaða- greiningum sem fyrirtækið gerir spyrjum við fólk sérstaklega um streitu í tengslum við líðan í starfi. 54% þeirra sem svara hjá okkur segjast finna fyrir frekar mikilli eða mikilli streitu í starfi og 72% prósent segjast vera und- ir frekar miklu eða mjög miklu álagi. Og mikið vinnuálag er auð- vitað ekki hollt til langs tíma.“ ParX býður upp á ráðgjöf og námskeið þar sem fyrirtækjum og stjórnendum er hjálpað við að finna út hvað geti valdið streitu innan hvers fyrirtækis. „Lausnin felst í því að þekkja hugsanlegar orsakir álags og streitu sem starfsfólk upplifir. Hlutverkatog- streita virðist hrjá marga, bæði innan vinnustaðarins og utan. Hlutverk og ábyrgðarsvið þurfa að vera vel skilgreind og mark- mið skýr. Ýmislegt fleira má nefna, meðal annars samskipti og upplýsingaflæði. Allt þetta þarf að skoða og greina hjá hverjum vinnustað, finna út hvort streita sé til staðar og hvað sé til ráða til að draga úr álagi og streitu meðal starfsmanna. Mik- ilvægt er að hjálpa einstaklingn- um að leysa sín mál líka, því oft gerir fólk sér ekki grein fyrir hvers konar álagi það er undir og hvernig því hentar best að ráða við það. Þá má ekki gleyma mik- ilvægi jafnvægis milli vinnu og einkalífs, það er að vinnan taki ekki yfir líf fólks, að fólk hafi tíma til að sinna fjölskyldu sinni og áhugamálum.“ En hvernig hjálpar ParX til að greiða úr þessum þáttum? „Við sníðum okkar lausnir að þörfum hvers og eins fyrirtækis en erum líka með fræðslu um grundvallar- atriði sem varða streitu og fjar- vistir. Það er mikilvægt að yfir- menn og stjórnendur fyrirtækja átti sig á því hvað veldur streitu innan fyrirtækisins, sérstaklega þar sem mörgum þessara þátta er hægt að stjórna með ýmsum hætti. Það má til dæmis gera með því að bæta starfsumhverfi og starfshætti og hreinlega andann á vinnustaðnum.“ Nánari upplýs- ingar má finna á www.parx.is. ■ Fjarvistir gætu kosta› me›al- stórt fyrirtæki 39 milljónir á ári Brynja Bragadóttir ætlar að hjálpa fólki að draga úr streitu á vinnustaðnum og fækka þar með fjarvistardögum. Breikkar bil milli ríkra og fátæka Vefsíður í Bandaríkjunum og Bretlandi þar sem hægt er að finna upplýsingar um sérstök svæði gætu aukið aðskilnað hverfa. Góðgerðarsamtökin Joseph Rowntree Foundation í Bretlandi hafa varað við því að vefsíður sem innihalda upplýsingar um mis- munandi hverfi geti breikkað bil- ið á milli ríkra og fátækra svæða. Samtökin eru hrædd um að vefsíðurnar sjái fólki í fast- eignahugleiðingum fyrir gögn- um um tekjustig og uppruna fólks í vissum hverfum. Samtök- in segja að svipaðar vefsíður í Bandaríkjunum hafi leitt til þess að fólk með mjög háar tekj- ur hópist saman á sama svæði. Segja samtökin að þetta leiði til meiri aðskilnaðar og minnki fé- lagslega samkennd. Upplýsingar sem tiltækar eru á vefsíðunum í Bretlandi eru yfir- leitt minni en í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum er hægt að leita að meðaltekjum í hverfi og einnig er hægt að sjá af hvaða þjóðerni íbúarnir eru. Í Bretlandi getur fólk athugað glæpatíðni og getu barna í hverfisskólunum. Góð- gerðarsamtökunum finnst gott að fólk hafi aðgang að upplýsingum um svæði en benda á að sú hætta sé til staðar að ríka fólkið kjósi að búa á svæðum þar sem einungis ríkt fólk býr. Húsin í Beverly Hills eru mörg hver glæsileg og þar hefur ríka fólkið hópað sig saman.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.