Fréttablaðið - 28.08.2005, Page 24

Fréttablaðið - 28.08.2005, Page 24
4 ATVINNA ESTEE LAUDER óskar eftir starfskrafti til kynningar og sölustarfa sem fyrst. Óskað er eftir að viðkomandi hafi lokið förðunar eða snyrtifræðinámi. Hafi reynslu af sölustörfum og geti unnið sjálfstætt. Ensku- og almenn tölvukunnátta er einnig mikilvæg svo og metnaður og ábyrgð í starfi. Umsóknir sendist eða berist ásamt mynd fyrir 4. september til Artica ehf Hlíðarsmára 9, 201 Kópavogi. Styrktarfélag vangefinna Bjarkarás óskar eftir þroskaþjálfum og stuðningsfulltrúum til starfa. Um er að ræða 100% stöður og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Bjarkarás er staðsettur í Stjörnugróf 9 og vinnutími er frá 8.30 til 16.30 virka daga. Um er að ræða störf á deild sem ætluð er einstaklingum sem þurfa sértæka þjónustu vegna hegðunarfrávika. Starfsmönnum er boðin sérhæfð fræðsla og kennsla varðandi vinnubrögð. Skipulagður er tími til undirbúnings og ágæt starfsaðstaða er til staðar. Karlmenn eru sérstaklega hvattir til að sækja um til að gæta jafnvægis milli kynja í starfsmannahópnum og þar sem meirihluti þjónustuþega eru karlmenn. Nánari upplýsingar veita Þórhildur Garðarsdóttir og Valgerður Unnarsdóttir í síma 568-5330. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Þroskaþjálfafélags Íslands eða Starfsmannafélags ríkisstofnana og Styrktarfélags vangefinna. Við leitum að starfsfólki! Við hjá Svæðisskrifstofu Reykjaness leitum eftir þroskaþjálfum, stuðningsfulltrúum og félagsliðum til starfa á eftirfarandi starfsstöðvar: • Meðferðarheimili fyrir einhverfa í Kópavogi (vaktavinna) • Hæfingarstöð í Kópavogi (dagvinna) • Skammtímavistun fyrir börn og ungmenn í Garðabæ (vaktavinna) • Heimili fatlaðs fólks í Mosfellsbæ og á Seltjarnanesi (Vaktavinna) Um er að ræða vinnu í mismunandi starfshlutföllum. Leitað er eftir duglegum og áhugasömum einstakling- um sem eru að leita sér að spennandi starfi til lengri tíma eða einstaklingum sem vantar hlutastarf með skóla. Í boði er: • Öflugur stuðningur í starfi og þjálfun • Námskeið • Sveigjanlegur vinnutími Laun samkvæmt gildandi kjarasamningum S.F.R. eða Þ.Í. Nánari upplýsingar um fyrrgreind störf sem og önnur hjá Svæðisskrifstofu eru veittar á skrifstofutíma í síma 525- 0900. Umsóknareyðublöð má nálgast á skrifstofu okkar að Fjarðargötu 13-15 eða á heimasíðunum www.smfr.is og www.starfatorg.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.