Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.08.2005, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 28.08.2005, Qupperneq 28
8 ATVINNA Fjárvakur - fjármálaþjónusta ehf. er dótturfélag FL Group hf. Félagið býður fyrirtækjum heildarlausn á fjármálasviði, m.a. umsjón bókhalds, uppgjöra, innheimtu og greiðslu reikninga, fjármálastjórn, starfmanna- þjónustu, upplýsingakerfi og hýsingu þeirra. Félagið er þekkingarfyrirtæki sem skipað er úrvals starfsfólki. Hjá félaginu starfa um 70 starfsmenn sem þjóna félögum með samanlagða veltu yfir 55 milljarða króna og hafa á að skipa yfir 3 þús. starfsmönnum að jafnaði. Meðal helstu viðskiptavina er FL Group hf. og dótturfélög. Aðsetur félagsins er í höfuðstöðvum FL Group hf., í Icelandairhúsinu, Reykjavíkurflugvelli. F J Á R V A K U R F J Á R m á l a þ j ó n u s t a Vegna aukinna verkefna eru eftirfarandi störf laus til umsóknar: Starfsmaður í bókhald Starfssvi› • Vinna við bókhald • Vinna við afstemmingar og fjárhagslegt eftirlit • Aðstoð við uppgjör og frágang á bókhaldi til endurskoðunar Skriflegar umsóknir er tilgreini það starf sem sótt er um, menntun og reynslu, óskast sendar á netfangið starf@fjarvakur.is fyrir 10. september Félagið leitar eftir metnaðarfullum, áhugasömum og duglegum einstaklingum í spennandi og krefjandi störf. Boðið er upp á gott starfsumhverfi og þægilega starfsaðstöðu, auk tækifæris til þróunar í starfi. Lögð er mikil áhersla á að viðkomandi hafi góða samskiptahæfileika, metnað og geti unnið sjálfstætt. Starfssvi› • Innheimta viðskiptakrafna fyrir viðskiptavini • Bréfaskriftir vegna innlendra og erlendra viðskiptakrafna • Skráning gagna og utanumhald í innheimtukerfi • Samskipti við viðskiptavini og lögfræðinga vegna aðgerða við einstök mál • Almenn skrifstofustörf í tengslum við innheimtu- starfsemi deildarinnar Menntunar- og hæfniskröfur Áhersla á reynslu af innheimtustörfum. Reynsla af almennum skrifstofustörfum og góð bókhaldsmenntun er kostur. Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð. Góð Word- og Excel- tölvukunnátta er skilyrði. Starfsmaður í innheimtudeild Þjónustustjóri Starfssvi› • Yfirumsjón með bókhaldi ákveðinna viðskiptavina • Vinna við afstemmingar í fjárhagsbókhaldi • Gerð mánaðarlegra uppgjöra • Skil á bókhaldi til endurskoðunar • Úrvinnsla ýmislegra tölulegra upplýsinga fyrir stjórnendur Menntunar- og hæfniskröfur Viðskiptafræðingur af endurskoðunar/fjármálasviði. Góð reynsla á sviði bókhalds, af afstemmingum og uppgjörum er skilyrði. Reynsla af endurskoðunarskrifstofu er æskileg. Þjónustulund og skipulögð vinnubrögð. Starfsmaður ber ábyrgð á bókhaldi nokkurra viðskiptavina með aðra starfsmenn sér til aðstoðar. Unnið er náið með stjórnendum viðskiptavina við þjónustu og upplýsingagjöf. Menntunar- og hæfniskröfur Góð bókhaldsmenntun nauðsynleg. Áhersla á reynslu af vinnslu og frágangi bókhalds. Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð. Góð Excel- tölvukunnátta er skilyrði. Fjöltækni ehf. óskar eftir afgreiðslu- og starfsmanni á lager. Ör vöxtur fyrirtækisins gefur möguleika á að vaxa í starfi. Góð laun í boði fyrir duglega einstaklinga. Líflegur og skemmtilegur vinnustaður. Hæfniskröfur Þekking á pípulagningarvörum ( ekki nauðsynleg ) Iðnmenntun er kostur, en ekki skilyrði. Samviskusemi, jákvæðni og þjónustulund. Reyklaus vinnustaður. Umsóknir sendist á bjorng@fjoltaekni.is eða Súðavog 14 104 Reykjavík merkt „Atvinna“ Nánari upplýsingar eru veittar hjá framkvæmdastjóra í síma 660-7580. Ævar Pálmason er lögreglu- maður númer 332 í Reykja- vík. Hann segir að ekkert sé til sem heitir venjulegur vinnudagur í lögreglunni. Verkefnin séu í senn fjöl- breytt og krefjandi. Ævar hefur starfað hjá Lögregl- unni í Reykjavík í rúm þrjú ár og honum líkar vel við síbreytileik- ann sem felst í starfinu. „Þetta stendur mér dálítið nálægt því pabbi er búinn að vera í lögregl- unni núna í þrjátíu og níu ár. Ég er lærður húsasmiður og var að vinna við það. Mér fannst starfið ekki vera nógu fjölbreytt og eitt- hvað tilbreytingalítið þannig ég ákvað að slá til og sækja um í skólann.“ Til að geta orðið lögreglumað- ur þarf sem sagt að fara í Lög- regluskólann en hann hefur verið mjög umsetinn síðustu ár og færri komist að en vilja. „Það er mjög góð aðsókn núna og sem betur fer, því þá er hægt að velja þá bestu og hæfustu úr sem stærstum hóp,“ segir Ægir. Kröfurnar eru bæði í tungumálum og almennri þekkingu, auk þess sem reynt er á líkamlega hreysti þeirra sem sækja um. „Ég held að það sé bara verið að reyna að fá þverskurðinn af þjóðfélaginu inn í lögregluna með þessum prófum,“ bætir hann við. Ægir sinnir almennum lög- gæslustörfum og segir að ekkert sé til sem heitir venjulegur vinnu- dagur hjá lögreglumönnum. „Jú, oft eftir helgar er mikið um inn- brot og í heimahús þegar fólk er að koma heim. Verkefnin eru líka mismunandi milli vakta, það eru allt öðruvísi verkefni á dagvakt en á næturvakt meðan borgin sef- ur. Þú kynnist ýmsu í þessu starfi sem aðrir sjá ekki og vilja kannski ekki sjá. Oft á tíðum finnst manni maður líka vera að gera þjóðfé- laginu gagn með því að aðstoða borgarana. Það er líka athyglis- vert að vinna með fólk og kynnast mörgum hliðum á því,“ segir Ægir aðspurður um kostina við að vera lögreglumaður. Starfið er þó ekki gallalaust. „Maður verður náttúr- lega alltaf að hafa varann á sér. Enginn passar mann í þessu starfi nema maður sjálfur og maður þarf að þekkja inn á sjálfan sig og sín takmörk.“ Almenn löggæslustörf skiptast í að sinna útköllum og svokallaða frumkvæðisvinnu sem er að sögn Ægis til dæmis að hafa eftirlit með þekktum brotamönnum, fíkniefnaeftirlit og umferðareftir- lit. „Hjá embættinu er rekin skýr starfsmannastefna sem er bundin árstímum. Fyrr í sumar voru sett fram markmið sem voru til dæm- is að fækka innbrotum og hafa aukið eftirlit með útivistarsvæð- um. Þetta er mjög þægilegt því þetta veitir lögreglumönnum að- hald og lögregluembættið hér er mjög framarlega í þessum efnum að mínu mati,“ segir Ægir og bæt- ir við að það sé mjög gott að vera lögreglumaður í Reykjavík. Ævar kann vel við sig í lögreglunni. Þverskurður af þjóðfélaginu í lögreglunni Lagerstarf Óskum eftir vönum og duglegum lagermanni í heildverslun í Reykjavík. Stundvísi, reglusemi og jákvæðni eru skilyrði. Vinnutími er frá kl. 8-18. Mikil yfirvinna í boði. Reyklaus vinnustaður. Vinsamlegast sendið umsóknir á box@frett.is merkt: ,,Jákvæður“ Okkur vantar menn í vinnu inn á verkstæði. Mikil vinna framundan. Hafið samband í síma 659 5999. Dalvegur 24, Kóavogur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.