Fréttablaðið - 28.08.2005, Síða 54

Fréttablaðið - 28.08.2005, Síða 54
22 28. ágúst 2005 SUNNUDAGUR Níu líf í Kattholti Sóley Kaldal fræddist um stö›u kattarins í hinum íslenska hversdagsleika. Kettir eru dásamleg gælu-dýr enda bæði ljúfar, gáf-aðar og flóknar verur. Kattareign er þó ekki fyrirhafnar- laus og eins og með aðrar lifandi skepnur þarf að sinna þeim af ást- úð og natni. „Kettir gefa mikið af sér og eru góður félagsskapur,“ segir Sigríður Heiðberg, formað- ur Kattavinafélags Íslands. „Að eignast gæludýr er líka eitt það besta sem getur hent lítið barn og með dýrunum geta foreldrarnir innrætt börnum sínum mildi. Þannig læra þau að bera meiri virðingu fyrir öðrum verum.“ En fólk þarf að gera sér grein fyrir því að kettir eru ekki gælu- dýr „lata mannsins“ og Sigríður segir að fólk verði að geta axlað ábyrgðina sem kattahald felur í sér. „Að taka að sér kött er bind- ing sem getur varað allt að tólf til fjórtán árum,“ segir hún. „Svo fara þeir úr hárum og geta klórað og skemmt hluti sem fólk heldur upp á.“ Illa farið með dýrin Sigríður segir að vanræksla katta sé gífurleg enda tekur starfsfólk Kattholts manna best eftir því. „Ég trúi ekki að fólk vilji fara svona með dýrin og held að oft þegar það er að skilja kettlinga eftir í kössum fyrir utan Kattholt sé það vegna þess að það hrylli við að taka ábyrgð og láta svæfa þá,“ segir hún. „Ég reyni að sýna þessu fólki skilning en það er afar erfitt og ég ber blendnar tilfinningar í brjósti.“ Hverfa oftast vegna vanrækslu Nokkuð hefur borið á kattahvörf- um undanfarnar vikur og margir kattaeigendur í öngum sínum yfir horfnum fjölskyldumeðlimum. „Það er algengast að kettir hverfi að heiman á sumarmánuðunum,“ segir Sigríður. „Það má oftast rekja til þess að eigendurnir eru á ferðalögum og sýna ekki nóga ábyrgð gagnvart dýrunum sínum á meðan. Kettirnir fara alltaf að leita að eigendum sínum og villast þá lengra í burtu en venjulega. Það verður að koma köttunum í öruggt skjól á meðan eigendur eru í burtu, til dæmis á Hótel Kattholti eða í umsjón hæfra að- ila. Það er ekki nóg að skilja bara eftir mat í skál og opinn glugga.“ Magir kettir eru í Kattholti þessa dagana en á meðan þeir eru þar væsir ekki um þá. „Það eru miklir dýravinir sem starfa hérna en í júlílok voru um 120 kettir hjá okkur. Það er aðeins lítil prósenta fólks sem sækir kettina sína svo við reynum að finna þeim ný heimili. Við bíðum þó alltaf í ein- hvern tíma en ef kettirnir eru mjög ungir þá bíðum við aðeins í sjö daga eins og kveður á um í dýraverndunarlögum.“ Allir kettir fara eyrnamerktir og geldir frá Kattholti og starfs- fólkið fylgist með þeim fyrst um sinn þegar þeir fara á ný heimili. „Það er okkar allra síðasta úrræði að svæfa kettina og við forðumst það í lengstu löð, sérstaklega ef um góð dýr er að ræða.“ Sjarmera sig inn Hvað er hægt að gera til þess að lágmarka hættuna á kattarhvarfi? „Það á alls ekki að leyfa kettinum að valsa inn og út þegar honum dettur í hug. Líkt og börn þurfa kettir aga og það er eigandinn sem á að stjórna því hvenær hann fer út. Eins ættu kettir aldrei að vera úti á nóttunni og af tillits- semi við nágranna myndi ég ekki hafa kettina úti mjög lengi í senn. Það er vel hægt að ala ketti þannig að þeir komi inn þegar kallað er á þá,“ segir Sigríður. Ef kötturinn týnist þá eru nokkur ráð sem hægt er að grípa til. „Það fyrsta sem fólk á að gera er að hringja upp í Kattholt og til- kynna hvarfið. Svo er mjög mikil- vægt að hafa dýrin vel merkt því það eru dýravinir um allan bæ sem vilja hjálpa til við að koma dýrunum heim.“ Sigríður segir kettina fljóta að ná tengslum við sitt villta eðli séu þeir fjarri heimili um tíma. „Þeir eru samt eiginlega fljótari að sjar- mera sig inn á heimili einhvers staðar annars staðar,” segir hún kímin. Kötturinn ræður Sigríður segir að það sé alls ekki erfiðara að taka að sér fullorðinn kött en kettling. „Það fer bara allt eftir kisunni. Ef fólk er hins vegar með annan kött fyrir á heimilinu þá mæli ég með því að nýja dýrið sé yngra því þá ógnar það síður yfirráðasvæði kattarins sem fyrir er,“ segir Sigríður. „Í dag finnst fólki gjarnan þægilegra að vera með tvo ketti því flestir vinna svo mikið að einn köttur verður ein- mana og vantar félagsskap allan daginn.“ Þeir sem eiga hund ættu ekki að setja það fyrir sig ef þá langar í kött því samkvæmt Sigríði er goðsögnin um ósætti hunda og katta röng. „Sambúð hunds og kattar gengur langoftast ljómandi vel og oft á tíðum mun betur en tveggja katta. Það er þó alveg á hreinu að í sambúð hunds og katt- ar ræður kötturinn,” segir hún að lokum og hlær. Kettir yfirgefnir úti í vegkanti Sigrún Jónasdóttir, starfsmaður Landsvirkjunar, var á ferð upp við Rauðavatn þegar hún sá óhugnanlega sjón. „Ég var að keyra heim og sá allt í einu grind- horaða læðu við vegkantinn. Ég snarstöðvaði bílinn, stökk út og sá að hún var með kettlinga hjá sér,“ segir Sigrún. „Mér fannst eins og það væri nýbúið að henda þeim þangað og dýrin voru öll mjög illa farin. Það er svo ógeðslegt að gera dýrunum þetta að maður er bara miður sín.“ Sigrún, sem sjálf á þrjá ketti, tók vesalings dýrin upp í bílinn til sín og leyfði þeim að dvelja hjá sér í nokkra daga. „Kettirnir voru allir með augnsýkingu en ég fékk lyf við því uppi á dýraspítala. Ég gaf þeim gott að borða og klappaði þeim blíðlega svo þeir kynntust því að mannfólkið væri ekki allt vont,“ segir hún. „Þetta eru gull- falleg dýr og ég vona að fólkið í Kattholti geti fundið þeim góð heimili hjá hjartahlýjum eigend- um.“ Sigríður Heiðberg segir að kis- unum sé farið að líða ágætlega og séu fjörugar og sprækar. Fékk dásamlegan stuðbolta í Kattholti Leisha Churchill fékk læðuna Kettir hafa löngum verið óleyst ráð- gáta atferlisfræðinga sem hyggjast rannsaka hegðunarmynstur dýra. Margir hafa sagt kattarhugann þann minnst mennska en jafnframt þann gáfaðasta. Árið 1979 birtu tveir vísindamenn, B. R. Moore og S. Stuttart, ritgerð í tímaritinu Science sem hét „Dr. Guthrie og Felis domesticus: fallið í gryfju kattar- ins“, þar sem þeir gerðu grein fyrir því hvernig kötturinn hafði eina ferðina enn leikið á vísinda- menn. Tíu árum áður höfðu nefnilega tveir vís- indamenn E. R. Gut- hrie og G. P. Horton lýst rannsókn þar sem kettir voru settir í þrautabraut úr gleri. Þar áttu þeir að læra að kom- ast út úr brautinni með því að stjaka við rá og opna litlar dyr. Það sem vakti áhuga rannsóknarmannanna var ekki að kettirnir gætu lært að ýta á rána heldur að áður en nokkur köttur gerði það varð hann að fram- kvæma afar flókið ritúal, með því að til dæmis nudda höfði og búk við ýmsa parta og snúa sér í hringi. Þessi rannsókn varð sígild í rann- sóknarsálfræði og þótti sumum hún jafnvel benda til einhvers konar hjá- trúar katta. Moore og Stuttart endurtóku þessa rannsókn Guthries og sáu sams konar flókin hegðunar- mynstur en upp- götvuðu svo að kettirnir fram- kvæmdu þau að- eins ef manneskja var þeim sýnileg á meðan. Ef enginn maður var í sama herbergi og köttur- inn þegar hann leysti þrautina sleppti hann öllu umstanginu og í mesta lagi fékk sér blund. Maður í augsýn var það eina sem þurfti til þess að kötturinn hæfi þessar margbrotnu athafnir. Hegðun- in var því ekki gerð í yfirnáttúruleg- um tilgangi hjátrúar heldur var kött- urinn bara á einhvern hátt að heiðra návist mannsins. UNDARLEGAR SAMSKIPTAREGLUR Til a› ba›a kött flarf grimmi- legan kraft, flolinmæ›i, hug- rekki, sannfæringu og kött. fia› er yfirleitt erfi›ast a› ná tökum á flví sí›astnefnda. Stephen Baker Eins og allir vita sem ein- hvern tíma hafa umgengist kött, flá hafa fleir grí›arlega flolinmæ›i gagnvart takmörk- unum mannshugans. Cleveland Amory Köttur getur haldi› stö›u sinni í notalegri svefnstellingu á hnjám flér flanga› til flú ert nánast sta›inn á fætur. Alveg fram á sí›ustu sekúndu vonar hann a› samviska flín nái yfirhönd- inni og a› flú setjist aftur. Pam Brown Ef d‡rin gætu tala›, flá myndi hundurinn vera sí- kjaftandi og opinmynntur gaur, en kötturinn myndi hafa hina sjaldgæfu fágun fless sem segir aldrei or›i of miki›. Mark Twain Á lífslei›inni hef ég kynnst mörgum heimspekingum og mörgum köttum. fia› er mun meira vari› í speki kattanna. Hippolyte Taine Hverjum fleim sem finnst sam- skiptareglur óflarfar hefur aldrei flurft a› eiga vi› kött. Robert A. Heinlein Ma›ur sem heldur á ketti á rófunni einni saman lærir nokku› sem ekki er hægt a› læra á nokkurn annan hátt. Mark Twain LEISHA CHURCHILL Leisha og eiginmaður hennar James Churchill með fjörugu læðuna sína Miso þegar þau fengu hana í Kattholti. SIGRÍÐUR HEIÐBERG er for- maður Kattavinafélags Íslands. „Við sýnum ketti í Kattholti alla daga milli tvö og fjögur. Fólk get- ur þá valið sér kisu og fengið hana afhenta einum til tveimur dögum seinna,“ segir Sigríður.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.