Fréttablaðið - 28.08.2005, Page 67

Fréttablaðið - 28.08.2005, Page 67
Talið er að fyrsta smáskífulagið af þriðju plötu The Strokes verði Juicebox. Lagið mun heyrast í útvarpi um miðjan október og myndband við það verður tekið upp í næsta mánuði. Nýja platan kemur væntanlega út 24. janúar á næsta ári. Julian Casablancas og félagar í The Strokes eru um þessar mundir önnum kafnir í hljóðveri í New York við að endurhljóðblanda fjórtán lög með upptökustjóranum Andy Wallace. Á meðal annarra laga á plötunni verða Vision of Division, Razor Blade, Ask Me Anything og Heart in a Cage. ■ Breska rokksveitin Oasis ætlar ekki að gefa út nýtt efni fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár. Jafnvel getur svo farið að næsta hljóð- versplata komi ekki út fyrr en árið 2010. Að sögn Noel Gallagher, for- sprakka sveitarinnar, er væntan- leg B-hliða safnplata á næsta ári. Þar fyrir utan verður sveitin í fríi mest allt næsta ár eftir að tónleikaferð hennar um heiminn lýkur í mars. „Við gerum aldrei framtíðaráætlanir. Við höfum hvort sem er engan plötusamn- ing, sem er frábær staða til að vera í,“ segir Gallagher. „Við erum að leita eftir plötusamningi sem hentar okkur. Þótt það taki okkur fimm ár að gera nýja plötu yrði mér alveg sama.“ Noel segist eiga 25 lög á lager sem hafi ekki komist á síðustu plötu, Don’t Believe the Truth, þar á meðal lagið Stop the Clocks. Hann bætir því við að sveitin ætli ekki að gefa út safn- plötu fyrr en hún leggi upp laupana. ■ Juicebox fyrsta smáskífan JULIAN CASABLANCAS Rokksveitin The Strokes gefur út sína þriðju plötu snemma á næsta ári. Næsta plata 2010? OASIS Breska rokksveitin gefur úr B-hliða plötu á næsta ári.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.