Fréttablaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 61,07 61,37 110,57 111,11 74,63 75,05 10,004 10,062 9,571 9,627 7,997 8,043 0,5486 0,5518 89,4 89,94 GENGI GJALDMIÐLA 21.09.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 104,741 4 22. september 2005 FIMMTUDAGUR Kraftur Ritu meiri en Katrínar Fellibylurinn Rita sækir nú í sig ve›ri› yfir Mexíkóflóa og stefnir á land í Texas í vikulokin. Um milljón íbúar hafa fengi› áskorun um a› yfirgefa heimili sín vegna hættunnar enda vindhra›inn allt a› 240 kíló- metrar á klukkustund. Fellibylurinn hefur ná› fimm stigum og er flví kraftmeiri en Katrín. BANDARÍKIN, AP Borgarstjóri Houston, stærstu borgar Texas, gaf í gær út áskorun til íbúa borgarinnar sem búa næst sjó að koma sér í öruggt skjól innar í landi þegar fellibylurinn Rita nálgast. Að sögn borgarstjórans, Bills White, eru borgaryfirvöld ekki fær um að sjá öllum á flóða- hættusvæðunum fyrir fari og hann hvatti því vini og nágranna til að hjálpast að. Um ein milljón íbúa hefur fengið boð um að yfir- gefa heimili sín enda er vind- hraðinn talinn ná um 240 kíló- metra hraða á klukkkustund. Rita fór hjá Flórídaskaga og Kúbu fyrr í vikunni og hefur síð- an safnað í sig veðrinu yfir heit- um sjó Mexíkóflóans. Vindhraði í bylnum var í gær kominn upp í meira en 220 km/klst og telst hann þar með fjórða stigs felli- bylur og þar með jafnöflugur og fellibylurinn Katrín sem olli hamförunum í strandhéruðum Bandaríkjanna við norðanverðan Mexíkóflóa fyrir skemmstu. Íbúum Galveston, strand- bæjar í Texas, og New Orleans í Louisiana var fyrirskipað að forða sér í skjól vegna hins að- steðjandi skaðræðisstorms. Þeir sem unnið hafa að því að gera við flóðvarnargarða New Orleans keppast við að styrkja þá eins og kostur er áður en úrhellið sem fylgir Ritu skellur á borginni. Michael Chertoff, ráðherra heimavarna í bandarísku alríkis- stjórninni, hvatti íbúa á hættu- svæðunum til að hlýða áskorun- um um að yfirgefa heimili sín. „Við höfum lært að þegar felli- bylur skellur á er best að vera í skjóli fyrir tryllingi stormsins,“ sagði hann í viðtali í morgunsjón- varpi ABC-stöðvarinnar. Um miðjan dag í gær var auga fellibylsins Ritu um 420 km vest- ur af Key West á Flórída, yfir 1200 km aust-suð-austur af Corpus Christi í Texas, en í þá átt stefndi fellibylurinn á um 20 km hraða á klukkustund. Að mati veðurfræðinga gæti hann færst upp á land á laugardag einhvers staðar á bilinu frá Norður- Mexíkó til Louisiana, sennilegast þó í Texas. Chris Landsea, veðurfræðing- ur við fellibyljamiðstöðina í Miami, sagði að Rita gæti styrkst upp í fimmta stigs fellibyl, með vindhraða yfir 250 km/klst, er bylurinn færist yfir heitan sjóinn í Mexíkóflóa. Sá möguleiki væri hins vegar líka fyrir hendi að það drægi úr styrk hans áður en hann gengi á land. audunn@frettabladid.is Ungir sjálfstæðismenn: Deila um flingsæti STJÓRNMÁL Deilt er um hvaða félag- ar reykvíska félagsins Heimdalls fái að sækja þing Sambands ungra sjálfstæðismanna 30. september. Um tuttugu, sem fá að sækja þingið sem aukamenn, auk tíu ann- arra hafa mótmælt mannavali á þingið og segja 50 nýskráða félaga tekna fram yfir fyrrverandi stjórn- armenn í Heimdalli. Bolli Thoroddssen, formaður Heimdallar, segir þá hafa forgang að þinginu sem hafi verið virkir í starfinu í vetur: „Auk þeirra voru stjórnarmeðlimir Heimdallar og SUS, kjörnir fulltrúar flokksins auk eldri forystumanna Heimdall- ar settir í forgang.“ -ss Ratsjárstofnun: Lög vantar um stofnunina ATVINNUMÁL Á komandi þingi ætlar Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, að leggja fram fyrirspurn um rekst- ur Ratsjárstofnunar, en komið hefur fram að stofnunin reynir að stýra ófaglærðu starfsfólki sínu frá stéttarfélagsaðild. „Um stofnunina eru engin lög,“ segir Össur og kveður þá tilhögun bæði stór- skrítna og út í hött. „Hvað gerist svo þegar verið er að leggja niður störf? Hvaða réttinda njóta þessir menn þá?“ spyr hann og ætlar að kalla eftir svörum á Al- þingi. - óká Bandaríkin leita stuðnings: Öryggisrá›i› stefni Íransstjórn AUSTURRÍKI, AP Bandarísk stjórn- völd hvöttu í gær önnur ríki sem eiga fulltrúa í stjórn Alþjóða kjarn- orkumálastofnunarinnar (IAEA) til að „gera skyldu sína.“ Þau eigi að greiða atkvæði sem fyrst um að stefna Írans- stjórn fyrir ör- yggisráð Samein- uðu þjóðanna fyr- ir brot á skuld- bindingum henn- ar í kjarnorku- málum. G h o l a m r e z a Aghazadeh, vara- forseti Írans, sagði í gær að Íranar myndu virða ákvæði al- þjóðasamningsins gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna, hver sem niður- staða atkvæðagreiðslunnar yrði. Hann dró þó enga dul á andúð sína á viðleitninni til að koma málinu í hendur öryggisráðsins. ■ ÖSSUR SKARP- HÉÐINSSON Ætlar að leggja fram fyrirspurn um rekstur Rat- sjárstofnunar. KJARNORKUMÁLIN RÆDD Gholamreza Aghazadeh talar við fjölmiðla í höf- uðstöðvum IAEA í Vínarborg í gær. Síminn hagræðir í rekstri þjónustustöðva: Loka› á Blönduósi og Siglufir›i ATVINNUMÁL Öllum starfsmönnum þjónustustöðva Símans á Blöndu- ósi og Siglufirði var sagt upp störfum í gær. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, segir uppsagnirnar lið í hefðbund- inni hagræðingu sem unnið hafi verið að um nokkurt skeið. Alls var fimm manns sagt upp, en stöðvunum verður lokað frá og með 1. nóvember. „Nú er það arðsemiskrafan og gróðinn til nýrra eigenda sem ræður för í rekstri fyrirtækisins, en ekki skyldurnar við samfélag- ið,“ segir Jón Bjarnason, þing- maður vinstri grænna í Norðvest- urkjördæmi. Hann telur nýja stjórn Símans, sem skipuð var síð- asta laugardag, ekki hafa beðið boðanna og ákveðið lokanirnar. Eva segir ekki hafa verið tekn- ar ákvarðanir um frekari upp- sagnir. „En miklar tæknibreyting- ar hafa orðið til þess að störfum hefur fækkað í þessari ákveðnu deild,“ segir hún og bendir á að fjöldi og staðsetning starfsstöðva Símans hafi verið ákveðinn fyrir mörgum áratugum þegar sam- göngur voru lakari og viðhaldi á kerfinu var sinnt með öðrum hætti. - óká BLÖNDUÓS Lokun þjónustustöðvar Símans á Blönduósi og uppsagnir þar eru sagðar mik- ið reiðarslag fyrir starfsmenn, en tveir hafa unnið þar frá því fyrir 1970, að sögn Jóns Bjarnasonar þingmanns. FELLIBYLURINN RITA HEFUR ÞEGAR FARIÐ YFIR KÚBU Hér gengur ung stúlka, frá bænum El Cajio á Kúbu, niður götu í höfuðborginni Havana. Fellibylurinn Rita fór yfir norðurhluta landsins í gær og hefur nú náð fimmta stigi, er kraftmeiri en Katrín var. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.