Fréttablaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 75
FIMMTUDAGUR 22. september 2005 39 16. sýn. sun. 02/10 kl. 14 Annie; Solveig 17. sýn. sun. 16/10 kl. 14 Annie; Thelma Lind 18. sýn. laug. 22/10 kl. 15 Annie; Solveig Fös. 23. september uppselt Fös. 30. september Lau. 1. október Lau. 8. október Kynntu sér baksvi› Flateyjargátu Núna í vikunni kom þýskt sjón- varpsfólk til landsins til þess að kynna sér baksvið glæpasögu Viktors Arnars Ingólfssonar, Flateyjargátu. Viktor Arnar fór með þeim í kynnisferð til Flat- eyjar á þriðjudaginn var og sýndi þeim helstu sögustaði. Bókin kom út í Þýskalandi nú í sumar undir nafninu Das Rätsel von Flatey. Hún hlaut strax afburðagóðar viðtökur og sat á þýska metsölulistanum í fimm vikur í sumar. Mikla athygli vakti að fyrsta bók höfundar á þýskum markaði skyldi ná þessum árangri og sunnudaginn 2. október verður sýndur á NDR-sjónvarpsstöð- inni afrakstur Íslandsferðar þýska sjónvarpsfólksins. Um- fjöllunin verður í þættinum Nordsee-Report. Fleiri lönd hafa sýnt Flateyj- argátu áhuga. Margir erlendir forleggjarar voru staddir á landinu í tengslum við Bók- menntahátíð Reykjavíkur í síð- ustu viku og var þeim boðið af Eddu útgáfu til Viðeyjar í morg- unmat ásamt nokkrum höfund- um. Eftir velheppnaða ferð gerðust þau gleðilegu tíðindi í bátnum til baka að Réttinda- stofu Eddu útgáfu barst hol- lenskt tilboð í Flateyjargátu. Það er forlagið Signature sem tryggði sér réttinn en aðrir ís- lenskir höfundar þess eru Arn- aldur Indriðason, Ævar Örn Jós- epsson og Kristín Marja Bald- ursdóttir. Í haust er svo væntanleg splunkuný glæpasaga frá Vikt- ori Arnari sem ber nafnið Aftur- elding. VIKTOR ARNAR INGÓLFSSON Þjóðverjar eru svo gáttaðir á vel- gengni Flateyjargátu í Þýskalandi að þeir sendu sjónvarpslið hingað. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Nýverið komu út á vegum Senu fimmtán plötur í nýrri útgáfuröð sem nefnist Svona var. Á hverri plötu er einblínt á eitt ár íslenskr- ar dægurtónlistarsögu og í fyrsta skammtinum eru tekin fyrir árin 1952 til 1966. Á meðal laga sem er að finna á plötunum eru Litla flugan, Óli Lokbrá, Nú liggur vel á mér, Síð- asti vagn í Sogamýri, Hafið bláa, Heyr mína bæn, Vor í Vaglaskógi, Hún er svo sæt og Á sjó. Á meðal flytjenda eru Haukur Morthens, Þorvaldur Halldórsson, Ingibjörg Smith og Raggi Bjarna. „Við fórum í ákveðna hug- myndavinnu fyrr á árinu um nýj- ar útfærslur á því að endurútgefa þetta gamla efni. Við höfum aðal- lega einbeitt okkur að ákveðnum flytjendum og hins vegar að hafa plöturnar mjög blandaðar en við ákváðum að fara aðeins dýpra og prófa að velja lög fyrir hvert ár,“ segir Eiður Arnarsson, útgáfu- stjóri Senu. „Þetta er algjörlega bundið við árið sem lagið er vin- sælt og við komumst að því að við gátum gert þetta árlega frá 1952.“ Að sögn Eiðs er um þriðjungur laganna að koma í fyrsta skipti út á geislaplötum, en alls eru yfir 200 lög á plöt- unum. Næsti skammtur er síðan væntan- legur næsta vor. Þess má geta að Trausti Jónsson, veð- urfræðingur og sérfræðingur í ís- lenskri dægurtónlist, sér um laga- valið á plötunum. Mun hann velja lög á allar þær plötur sem ná til ársins 1970. Þá mun Ásgeir Tóm- asson blaðamaður taka við til árs- ins 1980 og eftir það sér Eiður sjálfur um lagavalið. ■ SVONA VAR Ein af plötunum fimmtán sem eru komnar út á vegum Senu. HAUKUR MORTHENS Haukur Morthens syngur fjölmörg lög á plötunum Svona var. Á miðvikudaginn í næstu viku hefst Jazzhátíð Reykjavíkur og stendur hún fram á sunnudag með fjölmörgum tónleikum, oftast þrennum á degi hverjum, þar sem rjómi íslenskra djasstónlistar- manna kemur fram ásamt úrvali góðra gesta frá útlöndum. Meðal annars kemur hingað kvartett bandaríska saxófón- meistarans Kennys Garrett, sem leikur á Nasa laugardagskvöldið 1. október. Kenny Garrett er ein- hver heitasti saxófónleikarinn í dag og hefur áður verið reynt að fá hann hingað á djasshátíðina. Hingað koma einnig japanski víbrafónleikarinn Tako Saito og þýski píanóleikarinn Niko Mein- hold, og halda þeir tónleika hér í Þjóðleikhúskjallaranum fimmtu- dagskvöldið 29. september. Af íslenskum hljómsveitum má nefna Bebop septett Óskars Guð- jónssonar, Stórsveit Reykjavíkur og Oktett Ragnheiðar Gröndal. Tónlist Megasar verður einnig í brennipunkti laugardagskvöldið 1. október þegar Póstberarnir flytja valin verk eftir Megas í djassútsetningu á Kaffi Reykja- vík. Póstberarnir eru þeir Ólafur Stolzenwald, Agnar Már Magnús- son, Andrés Þór Gunnlaugsson, Eyjólfur Þorleifsson og Erik Qvick. ■ Megasarlög á Jazzhátí› KENNY GARRETT Brátt fer að styttast í hina árlegu Jazzhátíð Reykjavíkur. Fimmtán ár í ís- lenskri dægurtónlist Hjá Máli ogmenningu er komin út bókin Frost eftir Roy Jac- obsen, mögnuð saga byggð á Ís- lendingasögum og var hún tilnefnd til Norrænu bók- menntaverðlaun- anna. Þýðandi er Stefán Hjörleifsson. Hjá Máli og menningu er kominút í kilju glæpasagan Dansað við engil eftir Åke Edwardson. Sigrún Ástríður Eiríksdóttir þýddi. Bókin var valin besta glæpa- saga ársins í Sví- þjóð. Hún hefur slegið í gegn víða um heim og gerð hefur verið kvik- mynd eftir henni. Hjá Máli og menningu er kominút bókin Hermann eftur Lars Saaby Christen- sen í þýðingu Sigrúnar Magn- úsdóttur. Lars Saabye Christen- sen er um þessar mundir sá nor- ræni rithöfundur sem nýtur hvað mestra vinsælda í heiminum. Hjá Máli og menningu er afturkomin út hin vinsæla bók Roalds Dahl, Kalli og sælgætis- gerðin, í þýðingu Böðvars Guð- mundssonar. Bókin er fyrir löngu orðin sígild, enda er hún bráðfyndin og frumleg og nú hefur snillingurinn Tim Burton gert eftir henni fjöl- skyldumynd með Johnny Depp, Hel- enu Bonham Cart- er og Christopher Lee í aðalhlutverk- um. NÝJAR BÆKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.