Fréttablaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 22.09.2005, Blaðsíða 80
44 22. september 2005 FIMMTUDAGUR „Ástæðan fyrir því að ég hætti af- skiptum af teiknimyndum var sú að ég hafði ekki þolinmæði til að vinna þær,“ sagði leikstjórinn Tim Burton eitt sinn. Hann hafði reynslu af slíkri vinnu eftir að hann byrjaði feril sinn hjá Disney. Hugmyndir hans þar þóttu hins vegar of framúrstefnulegar fyrir kvikmyndarisann. Hann skildi því engar myndir eftir sig, aðeins undarlegar hugmyndir. Burton ól þó með sér þann draum að búa til nokkurs konar brúðumynd um persónur sem hann hafði skapað í upphafi níunda áratugarins. Þótt stjórnendum Disney fyndust brúðurnar flottar og hugmyndin skemmtileg hafði enginn kjark til að setja verkefnið í framleiðslu. Samkvæmt ráðningarsamningi eignaðist Disney þó öll hugverk Burtons og brúðurnar fengu því að rykfalla í kjallarageymslu fyr- irtækisins í tæpan áratug. Pee Wee Herman skýtur upp kollinum Burton sneri sér að leiknum myndum og gerði mynd um furðu- fuglinn Pee Wee Herman. Hann vakti síðan verðskuldaða athygli fyrir Beetlejuice þar sem Michael Keaton fór á kostum. Samstarf þeirra tveggja var ekki síðra í Batman-myndinni sem opnaði Burton allar dyr í Hollywood. Leð- urblökumaðurinn veitti honum það frelsi sem hann þurfti og næst fékk hann lítt þekktan leikara að nafni Johnny Depp til að túlka furðuverkið Edward Scissor- hands. Velgengni þeirrar myndar var þó ekki síst að þakka hálfund- arlegu umhverfi sem minnti mest á teiknimynd. Burton saknaði þó brúðanna sem hann hafði hannað á árum áður hjá Disney. Leikstjórinn gekk á fund forstjóra teikni- myndadeildar Disney, Jeffrey Katzenberg, og bað um að fá að- gang að brúðunum. Honum var neitað því þær væru hugmyndir fyrirtækisins. Katzenberg, sem hingað til hefur haft gott nef fyrir hæfileikum, vissi vel hvað hann var að gera. „Við framleiðum myndina,“ sagði hann. Burton lét til leiðast með því skilyrði að putt- ar möppudýranna og markaðs- fræðinga yrðu víðsfjarri. Burton var í aðstöðu til að setja fram slík- ar kröfur. Hann var í lykilaðstöðu vegna þess að það yrði pínlegt fyrir Disney ef það kvisaðist út að þeir hefðu neitað björtustu von Hollywood. Martröð á jólanótt The Nightmare Before Christmas varð því að veruleika. Burton fékk Danny Elfman til að semja söngva við söguna en þeir áttu að mynda heild utan um söguna af Jack Skellington. Burton fékk síð- an góðvin sinn, Henry Selick, til að leikstýra myndinni. Í kjölfar Mars Attacks! og Planet of the Apes óttuðust marg- ir að brunnur Burtons væri nú tæmdur. Hann sneri þó á aðdáend- ur sína, gerði snilldarverkið The Big Fish og það þarf ekki að fjöl- yrða um velgengni Charlie and The Chocolate Factory sem er að slá í gegn úti um allan heim þessa dagana. Og enn á ný fylgir Burton velgengninni eftir með brúðu- mynd. The Corpse Bride var frum- sýnd bæði í Feneyjum og á Toronto. Hún fékk frábæra dóma og á netmiðlum er hún sögð vera betri en The Nightmare Before Christmas. Burton verður að éta ofan í sig þau orð að hann hafi ekki þolinmæði til að vinna við teiknimyndir því hann leikstýrir The Corpse Bride í samstarfi við Mike Johnson sem var í tækni- brelluliði Martraðarinnar. Þetta gerir myndina enn forvitnilegri fyrir vikið og Danny Elfman gerir einnig tónlistina við þessa mynd. Það sem aðgreinir The Corpse Bride frá fyrri brúðumyndinni er að í aðalhlutverkum eru stór- stjörnur úr kvikmyndaheiminum. Góðvinur Burtons, Johnny Depp, talar fyrir aðalpersónuna Viktor, Emily Watson er Viktoría og Hel- ena Bonham Carter ljáir líkbrúð- inni rödd sína. Myndin gerist í litlu þorpi á miðju Viktoríutímabilinu. Hún segir frá Viktori sem er ungur þvingaður til að giftast hinni of- urfeimnu Viktoríu. Undur og stór- merki gerast þegar Viktor og Viktoría verða ástfangin þvert ofan í skilgreiningar Viktoríu- tímabilsins um hjónaband. Nótt- ina fyrir hjónavígsluna er Viktor að æfa heitin sín og leggur gift- ingarhringinn á jörðina. Það sem hann veit hins vegar ekki er að Viktor hefur dregið hring á fingur dauðrar stúlku sem nú rís upp frá dauðum og leitar hins nýja heit- manns síns. The Corpse Bride verður frum- sýnd um helgina í Bandaríkjunum og má eitthvað mikið út af bregða ef hún trónir ekki á toppnum þeg- ar miðasalan verður gerð upp. ■ THE CORPSE BRIDE Viktor dregur óvart giftingarhringinn á fingur látinnar brúðar sem rís upp frá dauðum og vill kynnast sannri ást. Burton gerir aðra brúðumynd Tim Burton er einhver óvenjulegasti og skemmtileg- asti leikstjóri Hollywood. Hann kom ánægjulega á óvart me› brú›umyndinni The Nightmare Before Christmas og hefur nú endurteki› leikinn me› brú›uteiknimyndinni The Corpse Bride. TIM BURTON Eftir velgengni fylgir oft brúðumynd. Þetta á við um Tim Burton en nýja brúðumyndin hans hefur heldur betur slegið í gegn hjá gagnrýnendum JACK OG SALLY Myndin um martröðina fyrir jólin vakti mikla athygli þótt dómar um hana hafi verið æði misjafnir. Hugmyndin og persónur myndarinnar höfðu rykfallið í kompu hjá Disney-fyrirtækinu þar til Tim Burton gaf sögunni líf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.